Stemningin „eftir atvikum ágæt“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. október 2024 17:43 Bjarni að loknum ríkisstjórnarfundi. vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hyggst leggja skiptingu ráðuneyta Vinstri grænna fyrir forseta á ríkisráðsfundi á morgun, sem haldinn verður á Bessastöðum klukkan 18. Hann segir ráðherra VG samt sem áður verða áfram ráðherrar. Bjarni tekur við matvælaráðuneyti og félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, sem áður tilheyrðu Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur og Guðmundi Inga Guðbrandssyni ráðherrum VG. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra tekur við innviðaráðuneyti sem hefur tilheyrt Svandísi Svavarsdóttur formanni VG. Þessar ráðstafanir eru gerðar innan ríkisstjórnarinnar vegna ákvörðunar Vinstri grænna um að taka ekki þátt í starfstjórn fram að kosningum. Svandís Svavarsdóttir tilkynnti þá ákvörðun í gær en síðdegis í dag var síðasti fundur ríkisstjórnar flokkanna þriggja haldinn. Bjarni ætlar að leggja fyrrgreinda skiptingu fyrir forsetann á morgun. Í samtali við fréttastofu eftir fund sagði hann að sátt hafi verið innan stjórnar um skiptinguna. „Það var ágætis sátt,“ segir Bjarni. Ríkisráðsfundur verði haldinn með forseta á morgun, þar sem hann vonast til að þessi lausn verði staðfest. Á meðan starfstjórnin starfi verði ráðherrar VG hins vegar enn tæknilega ráðherrar. „Það er í sjálfu sér meginregla að það er alltaf einhver ráðherra í málaflokkum, eins og fram kemur í forsetaúrskurði.“ Stemningin á síðasta fundinum hafi verið „eftir atvikum ágæt“. Nú sé markmiðið að klára fjárlagafrumvarp og einbeita sér að kosningum. „Á þessum fundi var farið yfir formsatriðin varðandi starfstjórnir, hvað þær gera og hvert þeirra hlutverk er. Við hyggjumst síðan í starfstjórninni halda fundi til að undirbúa tillögur fyrir þingið vegna fjárlaganna sérstaklega.“ Sigurður Ingi segir sömuleiðis að samkomulag hafi verið um þessar ráðstafanir. Ofan á þeirra eigin starfskyldur bætist við að klára verkefni sem lagt hefur verið upp með. „Eins og á flestum ríkisstjórnarfundum var andrúmsloftið ágætt, við erum manneskjur sem berum virðinu fyrir hvort öðru þó við séum með ólíkar skoðanir,“ segir Sigurður Ingi. Það sé sárt að sjá samstarf þessara flokka ljúka með þessum hætti. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota á Egilsstaði í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira
Bjarni tekur við matvælaráðuneyti og félags- og vinnumarkaðsráðuneyti, sem áður tilheyrðu Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur og Guðmundi Inga Guðbrandssyni ráðherrum VG. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra tekur við innviðaráðuneyti sem hefur tilheyrt Svandísi Svavarsdóttur formanni VG. Þessar ráðstafanir eru gerðar innan ríkisstjórnarinnar vegna ákvörðunar Vinstri grænna um að taka ekki þátt í starfstjórn fram að kosningum. Svandís Svavarsdóttir tilkynnti þá ákvörðun í gær en síðdegis í dag var síðasti fundur ríkisstjórnar flokkanna þriggja haldinn. Bjarni ætlar að leggja fyrrgreinda skiptingu fyrir forsetann á morgun. Í samtali við fréttastofu eftir fund sagði hann að sátt hafi verið innan stjórnar um skiptinguna. „Það var ágætis sátt,“ segir Bjarni. Ríkisráðsfundur verði haldinn með forseta á morgun, þar sem hann vonast til að þessi lausn verði staðfest. Á meðan starfstjórnin starfi verði ráðherrar VG hins vegar enn tæknilega ráðherrar. „Það er í sjálfu sér meginregla að það er alltaf einhver ráðherra í málaflokkum, eins og fram kemur í forsetaúrskurði.“ Stemningin á síðasta fundinum hafi verið „eftir atvikum ágæt“. Nú sé markmiðið að klára fjárlagafrumvarp og einbeita sér að kosningum. „Á þessum fundi var farið yfir formsatriðin varðandi starfstjórnir, hvað þær gera og hvert þeirra hlutverk er. Við hyggjumst síðan í starfstjórninni halda fundi til að undirbúa tillögur fyrir þingið vegna fjárlaganna sérstaklega.“ Sigurður Ingi segir sömuleiðis að samkomulag hafi verið um þessar ráðstafanir. Ofan á þeirra eigin starfskyldur bætist við að klára verkefni sem lagt hefur verið upp með. „Eins og á flestum ríkisstjórnarfundum var andrúmsloftið ágætt, við erum manneskjur sem berum virðinu fyrir hvort öðru þó við séum með ólíkar skoðanir,“ segir Sigurður Ingi. Það sé sárt að sjá samstarf þessara flokka ljúka með þessum hætti.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota á Egilsstaði í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira