Hildur leiðir aðgerðahóp forsætisráðherra um að brúa bilið Lovísa Arnardóttir skrifar 16. október 2024 14:55 Hildur Björnsdóttir hefur ítrekað gagnrýnt borgaryfirvöld fyrir að sinna málaflokki leikskóla ekki nægilega vel. Þá hefur hún oft bent á langa biðlista og lélega mönnun innan kerfisins. Vísir/Ívar Fannar Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn í Reykjavík leiðir aðgerðahóp innan forsætisráðuneytisins sem á að vinna að því að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Fæðingarorlof í dag eru 12 mánuðir sem foreldrar deila með sér. Almennt komast börn á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu í kringum 14 til 18 mánaða aldur. Verkefni aðgerðahópsins felst í að vinna að tímasettri áætlun um aðgerðir til að loka umönnunarbilinu á samningstíma gildandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Samkvæmt skipunarbréfi skal aðgerðahópurinn skila skýrslu ásamt tillögum eigi síðar en 1. apríl 2025. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að forsætisráðherra hafi í síðustu viku skipað aðgerðahópinn. Hópnum er meðal annars falið að horfa heildstætt á umönnun og menntun barna og skoða hvort þörf sé á kerfisbreytingum til að loka umönnunarbilinu. Fylgja eftir yfirlýsingu frá 7. mars Þá kemur einnig fram að hópurinn sé skipaður til að fylgja eftir yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 7. mars síðastliðnum sem birt var í tengslum við undirritun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Í yfirlýsingunni segir að á samningstíma þeirra verði stefnt að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Hópurinn er skipaður fulltrúum forsætisráðuneytis, mennta- og barnamálaráðuneytis, félags- og vinnumarkaðsráðuneytis, innviðaráðuneytis, Samtaka atvinnulífsins, samtaka launafólks (ASÍ, BHM, BSRB og KÍ) og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Aðgerðahópinn skipa: Hildur Björnsdóttir, án tilnefningar, formaður Bjarki Vigfússon, fulltrú forsætisráðuneytis Hrafnkell Hjörleifsson, fulltrúi mennta- og barnamálaráðuneytis Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fulltrúi félags- og vinnumarkaðsráðuneytis Steinunn Rögnvaldsdóttir, fulltrúi innviðaráðuneytis Anna Hrefna Ingimundardóttir, fulltrúi Samtaka atvinnulífsins Arnaldur Grétarsson, fulltrúi ASÍ Kolbrún Halldórsdóttir, fulltrúi BHM Sonja Ýr Þorbergsdóttir, fulltrúi BSRB Haraldur Freyr Gíslason, fulltrúi KÍ Heiða Björg Hilmisdóttir, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga Skóla- og menntamál Leikskólar Fæðingarorlof Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. 10. ágúst 2024 10:52 Um 800 börn bíða eftir leikskólaplássi í Reykjavík Nú þegar fyrstu úthlutun leikskólaplássa er lokið í Reykjavík lítur út fyrir að um 800 börn verði á biðlista þann 1. september. Af þeim eru 548 þeirra 12 til 17 mánaða og 255 18 mánaða og eldri. Inn í þessum tölum eru 40 börn sem bíða en eru með pláss á sjálfstætt starfandi leikskóla. 15. maí 2024 23:07 Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Fæðingarorlof í dag eru 12 mánuðir sem foreldrar deila með sér. Almennt komast börn á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu í kringum 14 til 18 mánaða aldur. Verkefni aðgerðahópsins felst í að vinna að tímasettri áætlun um aðgerðir til að loka umönnunarbilinu á samningstíma gildandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Samkvæmt skipunarbréfi skal aðgerðahópurinn skila skýrslu ásamt tillögum eigi síðar en 1. apríl 2025. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu kemur fram að forsætisráðherra hafi í síðustu viku skipað aðgerðahópinn. Hópnum er meðal annars falið að horfa heildstætt á umönnun og menntun barna og skoða hvort þörf sé á kerfisbreytingum til að loka umönnunarbilinu. Fylgja eftir yfirlýsingu frá 7. mars Þá kemur einnig fram að hópurinn sé skipaður til að fylgja eftir yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 7. mars síðastliðnum sem birt var í tengslum við undirritun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Í yfirlýsingunni segir að á samningstíma þeirra verði stefnt að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Hópurinn er skipaður fulltrúum forsætisráðuneytis, mennta- og barnamálaráðuneytis, félags- og vinnumarkaðsráðuneytis, innviðaráðuneytis, Samtaka atvinnulífsins, samtaka launafólks (ASÍ, BHM, BSRB og KÍ) og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Aðgerðahópinn skipa: Hildur Björnsdóttir, án tilnefningar, formaður Bjarki Vigfússon, fulltrú forsætisráðuneytis Hrafnkell Hjörleifsson, fulltrúi mennta- og barnamálaráðuneytis Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fulltrúi félags- og vinnumarkaðsráðuneytis Steinunn Rögnvaldsdóttir, fulltrúi innviðaráðuneytis Anna Hrefna Ingimundardóttir, fulltrúi Samtaka atvinnulífsins Arnaldur Grétarsson, fulltrúi ASÍ Kolbrún Halldórsdóttir, fulltrúi BHM Sonja Ýr Þorbergsdóttir, fulltrúi BSRB Haraldur Freyr Gíslason, fulltrúi KÍ Heiða Björg Hilmisdóttir, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga
Skóla- og menntamál Leikskólar Fæðingarorlof Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. 10. ágúst 2024 10:52 Um 800 börn bíða eftir leikskólaplássi í Reykjavík Nú þegar fyrstu úthlutun leikskólaplássa er lokið í Reykjavík lítur út fyrir að um 800 börn verði á biðlista þann 1. september. Af þeim eru 548 þeirra 12 til 17 mánaða og 255 18 mánaða og eldri. Inn í þessum tölum eru 40 börn sem bíða en eru með pláss á sjálfstætt starfandi leikskóla. 15. maí 2024 23:07 Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
„Sjaldan hefur öðru eins stórgrýti verið kastað úr glerhýsi“ Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir engan stjórnmálamann í samtímasögu Íslands hafa komið fjölskyldufólki í jafnmikil vandræði og Dagur B. Eggertsson. 10. ágúst 2024 10:52
Um 800 börn bíða eftir leikskólaplássi í Reykjavík Nú þegar fyrstu úthlutun leikskólaplássa er lokið í Reykjavík lítur út fyrir að um 800 börn verði á biðlista þann 1. september. Af þeim eru 548 þeirra 12 til 17 mánaða og 255 18 mánaða og eldri. Inn í þessum tölum eru 40 börn sem bíða en eru með pláss á sjálfstætt starfandi leikskóla. 15. maí 2024 23:07
Sextán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann. 23. apríl 2024 13:20