Dropinn sem fyllti mælinn Melkorka Kjartansdóttir skrifar 16. október 2024 14:01 Ég get alla vega sagt það fyrir mína parta að ummæli borgarstjóra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga um kennarastéttina var dropinn sem fyllti minn mæli. Ég hef lengi vitað það að virðing fyrir kennarastarfinu í samfélaginu okkar og fagmennsku kennara hefur í gegnum tíðina mátt vera meiri en ég hélt í alvörunni að við værum komin lengra sem samfélag. Það er allavega alveg á hreinu að kröfurnar sem settar eru á kennara eru miklar og komnar langt fram yfir það að vera bara krafa um að mennta börn. Nú standa kennarar í kjarabaráttu og berjast fyrir jöfnun launa á markaði. En það sem er mikilvægast í þessari kjarabaráttu er það að fjölga kennurum. Í raun er staðan orðin mjög alvarleg - sérstaklegar í leikskólum, þar eru rétt yfir 20% starfsmanna með leyfisbréf kennara. Hvað er það sem veldur, af hverju fer fólk ekki í kennaranám og kemur að vinna í leikskóla? Mín tilgáta eru launin. Ég hef upplifað það á eigin skinni hversu óréttlát laun í leikskóla eru. Þegar ég var deildarstjóri í leikskóla með kennaramenntun og leyfisbréf til þess að starfa sem slíkur var maðurinn minn einnig deildarstjóri í leikskóla en með aðra háskólamenntun. Það munaði nokkrum þúsundköllum á útborguðum launum hjá okkur. Þetta upplifði ég mánaðarmót eftir mánaðarmót og get alveg sagt að þetta var eitthvað sem nýsti fagmanninn í mér inn að beini. Ég velti þá fyrir mér hvaða hvati er þá fyrir fólk að fara að mennta sig sem kennari ef aðeins bætast nokkrir þúsundkallar í budduna? Önnur barátta hjá kennurum í leikskólum er að snúa því viðhorfi að hver sem er geti unnið starf kennara í leikskóla. Sannarlega eru flestir færir um það að fylgjast með börnum og passa uppá að þau fari sér ekki að voða. En leikskólakennarar gerir svo miklu, miklu meira en það. Þeir skapa börnum námsumhverfi þar sem hver og einn fær að vaxa og dafna og er mætt á þeim stað sem hann er. Þeir þekkja leiðir til þess að mæta hverjum og einum en þó á sama tíma hópnum sem heild. Þeir kunna að takast á við erfiða hegðun með viðurkenndum aðferðum. Þeir eiga í góðum og uppbyggilegum samskiptum við foreldra um velferð barna þeirra og geta veitt hjálparhönd í málum sem reynast erfið í uppeldinu. Þeir kenna börnum samskipti í hópi og félagsfærni og undirbúa þau fyrir áframhaldandi nám. Svona væri lengi hægt að telja. Af hverju þarf maður þá að læra að vera leikskólakennari? Starfsumhverfið hefur breyst töluvert síðan ég byrjaði að vinna í leikskóla. Barnahópurinn er orðinn fjölbreyttari og starfsmannahópurinn líka. Vinnuvika starfsmanna hefur verið stytt í 36 klukkustundir á viku á meðan barn getur verið með vistunartíma í 42,5 klukkustundir og samt sem áður sami starfsmannafjöldi og áður. Starfsfólk á að afkasta meira í vinnunni því það er svo úthvílt, því það vinnur minna – en það er bara meira álag í vinnunni því það er færra fólk. Það eru gríðalegar kröfur á að leikskólar veiti góða þjónustu. Að þar sé unnið faglegt og gott starf þar sem börn njóti sín og þroskist. Svo á líka að vera nóg af plássum fyrir öll börn þrátt fyrir að yfirbygginguna vanti. Til þess að geta boðið upp á faglegt og gott leikskólastarf á Íslandi þurfum við kennara. Í leikskólum landsins er fullt af frábæru ófaglærðu starfsfólki sem sinnir starfinu eftir bestu getu. En það er staðreynd að ef þú hefur lært um það sem þú ert að gera – hvað sem það er, þá gengur það yfirleitt betur. Þá hefur þú verkfæri til þess að takast á við starfið og tekur ígundaðri ákvarðarnir. Það þarf kennara til þess að leiða starf í leikskólum og það þarf að fjölga þeim. Leikskólinn er fyrsta skólastigið. Þar eru yngstu borgarar landsins við leik og starf og því gríðalega mikilvægt að þau fái gott veganesti með þeim áfram veginn. Starf í leikskóla er krefjandi og það tekur á. En það gefur líka alveg rosalega mikið, það er frábært, skemmtilegt og afar fjölbreytt. Það er samt bara ekki nóg. Að vinna í skóla útaf hugsjón einni saman er ekki nóg. Starf kennara verður að vera metið að verðleikum. Það er bara ekki nóg að starfið sé „gefandi”. Höfundur er leikskólastjóri. Með B.Ed. í grunnskólakennarafræðum og M.Ed. í menntunarfræðum leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ég get alla vega sagt það fyrir mína parta að ummæli borgarstjóra á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga um kennarastéttina var dropinn sem fyllti minn mæli. Ég hef lengi vitað það að virðing fyrir kennarastarfinu í samfélaginu okkar og fagmennsku kennara hefur í gegnum tíðina mátt vera meiri en ég hélt í alvörunni að við værum komin lengra sem samfélag. Það er allavega alveg á hreinu að kröfurnar sem settar eru á kennara eru miklar og komnar langt fram yfir það að vera bara krafa um að mennta börn. Nú standa kennarar í kjarabaráttu og berjast fyrir jöfnun launa á markaði. En það sem er mikilvægast í þessari kjarabaráttu er það að fjölga kennurum. Í raun er staðan orðin mjög alvarleg - sérstaklegar í leikskólum, þar eru rétt yfir 20% starfsmanna með leyfisbréf kennara. Hvað er það sem veldur, af hverju fer fólk ekki í kennaranám og kemur að vinna í leikskóla? Mín tilgáta eru launin. Ég hef upplifað það á eigin skinni hversu óréttlát laun í leikskóla eru. Þegar ég var deildarstjóri í leikskóla með kennaramenntun og leyfisbréf til þess að starfa sem slíkur var maðurinn minn einnig deildarstjóri í leikskóla en með aðra háskólamenntun. Það munaði nokkrum þúsundköllum á útborguðum launum hjá okkur. Þetta upplifði ég mánaðarmót eftir mánaðarmót og get alveg sagt að þetta var eitthvað sem nýsti fagmanninn í mér inn að beini. Ég velti þá fyrir mér hvaða hvati er þá fyrir fólk að fara að mennta sig sem kennari ef aðeins bætast nokkrir þúsundkallar í budduna? Önnur barátta hjá kennurum í leikskólum er að snúa því viðhorfi að hver sem er geti unnið starf kennara í leikskóla. Sannarlega eru flestir færir um það að fylgjast með börnum og passa uppá að þau fari sér ekki að voða. En leikskólakennarar gerir svo miklu, miklu meira en það. Þeir skapa börnum námsumhverfi þar sem hver og einn fær að vaxa og dafna og er mætt á þeim stað sem hann er. Þeir þekkja leiðir til þess að mæta hverjum og einum en þó á sama tíma hópnum sem heild. Þeir kunna að takast á við erfiða hegðun með viðurkenndum aðferðum. Þeir eiga í góðum og uppbyggilegum samskiptum við foreldra um velferð barna þeirra og geta veitt hjálparhönd í málum sem reynast erfið í uppeldinu. Þeir kenna börnum samskipti í hópi og félagsfærni og undirbúa þau fyrir áframhaldandi nám. Svona væri lengi hægt að telja. Af hverju þarf maður þá að læra að vera leikskólakennari? Starfsumhverfið hefur breyst töluvert síðan ég byrjaði að vinna í leikskóla. Barnahópurinn er orðinn fjölbreyttari og starfsmannahópurinn líka. Vinnuvika starfsmanna hefur verið stytt í 36 klukkustundir á viku á meðan barn getur verið með vistunartíma í 42,5 klukkustundir og samt sem áður sami starfsmannafjöldi og áður. Starfsfólk á að afkasta meira í vinnunni því það er svo úthvílt, því það vinnur minna – en það er bara meira álag í vinnunni því það er færra fólk. Það eru gríðalegar kröfur á að leikskólar veiti góða þjónustu. Að þar sé unnið faglegt og gott starf þar sem börn njóti sín og þroskist. Svo á líka að vera nóg af plássum fyrir öll börn þrátt fyrir að yfirbygginguna vanti. Til þess að geta boðið upp á faglegt og gott leikskólastarf á Íslandi þurfum við kennara. Í leikskólum landsins er fullt af frábæru ófaglærðu starfsfólki sem sinnir starfinu eftir bestu getu. En það er staðreynd að ef þú hefur lært um það sem þú ert að gera – hvað sem það er, þá gengur það yfirleitt betur. Þá hefur þú verkfæri til þess að takast á við starfið og tekur ígundaðri ákvarðarnir. Það þarf kennara til þess að leiða starf í leikskólum og það þarf að fjölga þeim. Leikskólinn er fyrsta skólastigið. Þar eru yngstu borgarar landsins við leik og starf og því gríðalega mikilvægt að þau fái gott veganesti með þeim áfram veginn. Starf í leikskóla er krefjandi og það tekur á. En það gefur líka alveg rosalega mikið, það er frábært, skemmtilegt og afar fjölbreytt. Það er samt bara ekki nóg. Að vinna í skóla útaf hugsjón einni saman er ekki nóg. Starf kennara verður að vera metið að verðleikum. Það er bara ekki nóg að starfið sé „gefandi”. Höfundur er leikskólastjóri. Með B.Ed. í grunnskólakennarafræðum og M.Ed. í menntunarfræðum leikskóla.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar