Innlent

Stefna kennurum fyrir fé­lags­dóm

Árni Sæberg skrifar
Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur stefnt Kennarasambandi Íslands fyrir félagsdóm. Sambandið telur boðun verkfalls í fjölda skóla ólögmæta þar sem engin kröfugerð liggi fyrir í kjaradeilunni.

Þetta staðfestir Arnar Þór Sævarsson, framkvæmdastjóri Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga, í samtali við Vísi en mbl.is greindi fyrst frá.

Kennarar hafa boðað verkfall í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistarskóla á Ísafirði, sem hefst að óbreyttu þann 29. október.

Ekki hægt að stuðla að framgangi krafna sem liggja ekki fyrir 

SÍS ákvað að stefna Kennarasambandinu vegna þess að það telur verkfallsboðunina ekki uppfylla skilyrði ákvæðis laga um kjara­samn­inga op­in­berra starfs­manna sem snýr að verkföllum.

Þar segir að stéttarfélagi sé heimilt að gera verkfall í þeim tilgangi að stuðla að framgangi krafna sinna í deilu um kjarasamning.

Fram hefur komið að samninganefnd Kennarasambandsins hefur ekki lagt fram formlega kröfugerð í deilunni.

Því telur sambandið ljóst að ekki sé hægt að gera verkfall til þess að stuðla að kröfum sem ekki eru fram komnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×