Segir Mbappé steinhissa og aldrei án vitna Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2024 21:52 Kylian Mbappé kveðst saklaus. Getty/Gonzalo Arroyo Moreno Lögfræðingur Kylians Mbappé hafnar því alfarið að hann hafi gerst sekur um nauðgun í Svíþjóð á fimmtudaginn, og segir hann furðu lostinn yfir því að nafn hans sé í sænskum fjölmiðlum tengt við lögreglurannsókn. Sænska saksóknaraembættið hefur staðfest að nauðgunarmál sé til rannsóknar og sænskir miðlar á borð við Aftonbladet, Expressen og SVT fullyrða að hinn grunaði í málinu sé Mbappé sjálfur. Franska fótboltastjarnan heimsótti Svíþjóð í tvo daga og dvaldi á Bank-hótelinu í miðborginni, þar sem hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað samkvæmt frétt Aftonbladet. Blaðið segir lögreglu hafa borið fjölda kassa út af hótelinu á laugardaginn, eftir að tæknilið hafði rannsakað vettvanginn. Marie-Alix Canu-Bernard, lögfræðingur Mbappé, segir að hann sé hins vegar rólegur yfir málinu því hann „hafi ekkert gert af sér“, og er Mbappé mættur aftur til æfinga með Real Madrid. Hann hefur þegar lýst yfir sakleysi sínu á samfélagsmiðlum. „Hann vissi ekki af allri þessari fjölmiðlaumfjöllun en er alveg rólegur og skilur ekki um hvað hann er eiginlega sakaður,“ sagði Canu-Bernard við AFP í dag. „Hann er furðu lostinn að heyra að þetta gæti snúist um hann. Hann ákvað samt að fara á æfingu og bað okkur um að ganga í málið því það gengur ekki að ráðist sé á orðspor hans með þessum hætti. Þess vegna munum við líka leggja fram kvörtun vegna meiðyrða,“ sagði lögfræðingurinn. Þá sagðist hún enn ekkert hafa fengið að vita um hvort Mbappé væri í raun og veru sá sem grunaður væri um nauðgun. „Við lesum miðlana. Sænski saksóknarinn hefur gefið út yfirlýsingu, en þetta segir okkur ekki hvort að Kylian Mbappé liggi undir grun. Þess vegna hef ég engar upplýsingar til að staðfesta að það sé í raun og veru verið að ásaka hann,“ sagði lögfræðingurinn en bætti við að Mbappé myndi að sjálfsögðu sýna samvinnu ef hann lægi í raun og veru undir grun. Í viðtali við TF1 í Frakklandi sagði lögfræðingurinn það ómögulegt að Mbappé hefði gerst sekur um nauðgun. „Hann er aldrei einn. Það gerist ekki að hann bjóði upp á þannig aðstæður að hætta sé á einhverju svona. Þess vegna er algjörlega útilokað að hann hafi gert nokkuð saknæmt. Það er alveg öruggt.“ Fótbolti Kynferðisofbeldi Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Sænska saksóknaraembættið hefur staðfest að nauðgunarmál sé til rannsóknar og sænskir miðlar á borð við Aftonbladet, Expressen og SVT fullyrða að hinn grunaði í málinu sé Mbappé sjálfur. Franska fótboltastjarnan heimsótti Svíþjóð í tvo daga og dvaldi á Bank-hótelinu í miðborginni, þar sem hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað samkvæmt frétt Aftonbladet. Blaðið segir lögreglu hafa borið fjölda kassa út af hótelinu á laugardaginn, eftir að tæknilið hafði rannsakað vettvanginn. Marie-Alix Canu-Bernard, lögfræðingur Mbappé, segir að hann sé hins vegar rólegur yfir málinu því hann „hafi ekkert gert af sér“, og er Mbappé mættur aftur til æfinga með Real Madrid. Hann hefur þegar lýst yfir sakleysi sínu á samfélagsmiðlum. „Hann vissi ekki af allri þessari fjölmiðlaumfjöllun en er alveg rólegur og skilur ekki um hvað hann er eiginlega sakaður,“ sagði Canu-Bernard við AFP í dag. „Hann er furðu lostinn að heyra að þetta gæti snúist um hann. Hann ákvað samt að fara á æfingu og bað okkur um að ganga í málið því það gengur ekki að ráðist sé á orðspor hans með þessum hætti. Þess vegna munum við líka leggja fram kvörtun vegna meiðyrða,“ sagði lögfræðingurinn. Þá sagðist hún enn ekkert hafa fengið að vita um hvort Mbappé væri í raun og veru sá sem grunaður væri um nauðgun. „Við lesum miðlana. Sænski saksóknarinn hefur gefið út yfirlýsingu, en þetta segir okkur ekki hvort að Kylian Mbappé liggi undir grun. Þess vegna hef ég engar upplýsingar til að staðfesta að það sé í raun og veru verið að ásaka hann,“ sagði lögfræðingurinn en bætti við að Mbappé myndi að sjálfsögðu sýna samvinnu ef hann lægi í raun og veru undir grun. Í viðtali við TF1 í Frakklandi sagði lögfræðingurinn það ómögulegt að Mbappé hefði gerst sekur um nauðgun. „Hann er aldrei einn. Það gerist ekki að hann bjóði upp á þannig aðstæður að hætta sé á einhverju svona. Þess vegna er algjörlega útilokað að hann hafi gert nokkuð saknæmt. Það er alveg öruggt.“
Fótbolti Kynferðisofbeldi Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira