„Ég held að þetta sé það besta sem gat komið fyrir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2024 15:17 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Valsmanna, er á heimavelli í kvöld en leikurinn fer samt ekki fram í Reykjavík. Vísir/Anton Brink Óskar Bjarni Óskarsson stýrir Valsmönnum á heimavelli í kvöld en leikurinn fer þó ekki fram á Hlíðarenda heldur í Hafnarfirði. Valsmenn mæta Porto í Evrópudeildinni í kvöld en leikurinn fer fram í Kaplakrika þar sem FH-ingar mæta síðan þýska liðinu Gummersbach strax á eftir. Liðin sameinuðust um að búa til Evróputvennu. „Ég held að þetta sé það besta sem gat komið fyrir. 95 ára afmæli hjá FH og frábært hjá þessum tveimur stórum klúbbum að sameinast um þetta,“ sagði Óskar Bjarni í viðtali við Val Pál Eiríksson. „Fyrir handboltasamfélagið og íslenskt íþróttalíf að geta mætt og fengið tvo alvöru leiki. Þetta er ekki bara handbolti heldur er þetta að verða alvöru viðburður. Alvöru veisla. Það eru skemmtiatriði, alvöru VIP og það er greining á andstæðingunum,“ sagði Óskar. „Svo fáum við Íslendingana. Þorstein Leó (Gunnarsson, Porto) og Elliða (Viðarsson, Gummersbach). Teitur (Örn Einarsson, Gummersbach) er því miður ekki ekki með. Svo er Guðjón Valur [Sigurðsson, þjálfari Gummerbach] einn okkar dáðasti íþróttamaður. Hann stefnir í að vera einn af okkar betri þjálfurum og hann er frábær þjálfari,“ sagði Óskar. „Við Valsmenn erum stoltir að fá að mæta Þorsteini Leó því mér finnst hann vera búinn að spila vel í Porto. Hann er með góðan þjálfara og portúgalskur handbolti er frábær. Við erum mjög spenntir,“ sagði Óskar Hann fór yfir mótherja kvöldsins sem eru meðal annars með stóra og þunga línumenn auk þess að vera duglegir að spila sjö á móti sex. „Þetta eru góðir handboltamenn sem er mjög gaman að horfa á. Svo færðu Gummersbach og FH á eftir. Þetta er fyrir alla sem hafa áhuga á íþróttum það skemmtilegasta sem þú færð,“ sagði Óskar. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Leikur Vals og Porto hefst klukkan 18.15 en klukkan 20.30 byrjar síðan leikur FH og Gummersbach. Klippa: Viðtal við Óskar Bjarna fyrir heimaleik á móti Porto Valur Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Valsmenn mæta Porto í Evrópudeildinni í kvöld en leikurinn fer fram í Kaplakrika þar sem FH-ingar mæta síðan þýska liðinu Gummersbach strax á eftir. Liðin sameinuðust um að búa til Evróputvennu. „Ég held að þetta sé það besta sem gat komið fyrir. 95 ára afmæli hjá FH og frábært hjá þessum tveimur stórum klúbbum að sameinast um þetta,“ sagði Óskar Bjarni í viðtali við Val Pál Eiríksson. „Fyrir handboltasamfélagið og íslenskt íþróttalíf að geta mætt og fengið tvo alvöru leiki. Þetta er ekki bara handbolti heldur er þetta að verða alvöru viðburður. Alvöru veisla. Það eru skemmtiatriði, alvöru VIP og það er greining á andstæðingunum,“ sagði Óskar. „Svo fáum við Íslendingana. Þorstein Leó (Gunnarsson, Porto) og Elliða (Viðarsson, Gummersbach). Teitur (Örn Einarsson, Gummersbach) er því miður ekki ekki með. Svo er Guðjón Valur [Sigurðsson, þjálfari Gummerbach] einn okkar dáðasti íþróttamaður. Hann stefnir í að vera einn af okkar betri þjálfurum og hann er frábær þjálfari,“ sagði Óskar. „Við Valsmenn erum stoltir að fá að mæta Þorsteini Leó því mér finnst hann vera búinn að spila vel í Porto. Hann er með góðan þjálfara og portúgalskur handbolti er frábær. Við erum mjög spenntir,“ sagði Óskar Hann fór yfir mótherja kvöldsins sem eru meðal annars með stóra og þunga línumenn auk þess að vera duglegir að spila sjö á móti sex. „Þetta eru góðir handboltamenn sem er mjög gaman að horfa á. Svo færðu Gummersbach og FH á eftir. Þetta er fyrir alla sem hafa áhuga á íþróttum það skemmtilegasta sem þú færð,“ sagði Óskar. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Leikur Vals og Porto hefst klukkan 18.15 en klukkan 20.30 byrjar síðan leikur FH og Gummersbach. Klippa: Viðtal við Óskar Bjarna fyrir heimaleik á móti Porto
Valur Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti