Eigandi Clippers með mikla áherslu á fjölda klósetta í nýjustu höll NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2024 14:02 Steve Ballmer er oft mjög líflegur á hliðarlínunni hjá Los Angeles Clippers. Hann er körfuboltaáhugamaður fram í fingurgóma. Getty/Kevork Djansezian Steve Ballmer hefur verið eigandi NBA körfuboltaliðsins Los Angeles Clippers í tíu ár og hefur nú séð til þess að félagið er loksins komið í sína eigin höll. Hin glænýja Intuit Dome var opnuð á dögunum og verður hér eftir heimahöll Clippers liðsins. Hingað til hefur Clippers þurft að deila heimavelli sínum með nágrönnunum í Lakers en ekki lengur. Ballmer er milljarðamæringur og ríkasti eigandi NBA deildarinnar. Hann eignaðist auð sinn hjá Microsoft þar sem hann var lengi framkvæmdastjóri. Það þótti mörgum skrýtið þegar Ballmer valdi það að kaupa Clippers sem hefur löngum verið aðhlátursefni enda alltaf í skugganum af stóra bróður í Lakers. Clippers hefur aldrei unnið titilinn en félagið hefur vaxið og dafnað síðan Ballmer tók við. Í eignandatíð hans hefur verðgildi félagsins tvöfaldast og nógu mikið þótti mönnum hann borga fyrir félagið árið 2014 sem voru tveir milljarðir dollara eða 275 milljarðar íslenskra króna. Í tilefni að Intuit Dome höllin er nú tilbúin og að það styttist í nýtt NBA tímabilið þá heimsótti 60 minutes þátturinn Ballmer og nýjustu höll NBA. Ballmer gaf þeim líka skoðunarferð um nýju höllina sem er að mörgu leyti mjög frábrugðin því sem NBA áhugafólk á að venjast. Ballmer lagði meðal annars mikla áherslu á að það væri nóg af klósettum og sagði stoltur frá því í viðtalinu við 60 minutes að það væri fjórtán hundruð klósett í höllinni. Hann er mikill körfuboltaaðdáandi og er mjög áberandi á leikjum Clippers. Hann segir líka að höllin sé hönnuð fyrir fólk sem vill njóta leiksins. Allt er gert til þess að það taki sem minnsta tíma að ná sér í veitingar, fara á klósettið og komast aftur í sætin sín til að upplifa leikinn. Sætin eru líka frábærlega hönnuð þannig að það er frábært útsýni úr þeim öllum. Önnur endastúkan er hönnuð eins og guli veggurinn hjá Dortmund. Hún er alveg heil og þar eiga aðeins að vera dyggustu stuðningsmenn Clippers. Ballmer sér fyrir sér að hún og höllin muni hjálpa Clippers liðinu að komast loksins á toppinn. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun 60 minutes um Steve Ballmer og Intuit Dome höllina. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=RU95q1ic6L4">watch on YouTube</a> NBA Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Hin glænýja Intuit Dome var opnuð á dögunum og verður hér eftir heimahöll Clippers liðsins. Hingað til hefur Clippers þurft að deila heimavelli sínum með nágrönnunum í Lakers en ekki lengur. Ballmer er milljarðamæringur og ríkasti eigandi NBA deildarinnar. Hann eignaðist auð sinn hjá Microsoft þar sem hann var lengi framkvæmdastjóri. Það þótti mörgum skrýtið þegar Ballmer valdi það að kaupa Clippers sem hefur löngum verið aðhlátursefni enda alltaf í skugganum af stóra bróður í Lakers. Clippers hefur aldrei unnið titilinn en félagið hefur vaxið og dafnað síðan Ballmer tók við. Í eignandatíð hans hefur verðgildi félagsins tvöfaldast og nógu mikið þótti mönnum hann borga fyrir félagið árið 2014 sem voru tveir milljarðir dollara eða 275 milljarðar íslenskra króna. Í tilefni að Intuit Dome höllin er nú tilbúin og að það styttist í nýtt NBA tímabilið þá heimsótti 60 minutes þátturinn Ballmer og nýjustu höll NBA. Ballmer gaf þeim líka skoðunarferð um nýju höllina sem er að mörgu leyti mjög frábrugðin því sem NBA áhugafólk á að venjast. Ballmer lagði meðal annars mikla áherslu á að það væri nóg af klósettum og sagði stoltur frá því í viðtalinu við 60 minutes að það væri fjórtán hundruð klósett í höllinni. Hann er mikill körfuboltaaðdáandi og er mjög áberandi á leikjum Clippers. Hann segir líka að höllin sé hönnuð fyrir fólk sem vill njóta leiksins. Allt er gert til þess að það taki sem minnsta tíma að ná sér í veitingar, fara á klósettið og komast aftur í sætin sín til að upplifa leikinn. Sætin eru líka frábærlega hönnuð þannig að það er frábært útsýni úr þeim öllum. Önnur endastúkan er hönnuð eins og guli veggurinn hjá Dortmund. Hún er alveg heil og þar eiga aðeins að vera dyggustu stuðningsmenn Clippers. Ballmer sér fyrir sér að hún og höllin muni hjálpa Clippers liðinu að komast loksins á toppinn. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun 60 minutes um Steve Ballmer og Intuit Dome höllina. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=RU95q1ic6L4">watch on YouTube</a>
NBA Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira