Ráðist í athugun hjá Skel vegna meintrar markaðsskiptingar Árni Sæberg skrifar 14. október 2024 16:46 Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason er forstjóri Skeljar. Skel Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, gerði í dag athugun hjá Skel fjárfestingafélagi hf. á grundvelli ákvörðunar ESA um athugun á starfsemi Lyfjavals ehf., sem er í meirihlutaeigu Skeljar. Lyfjaval er grunað um markaðsskiptingu, með því að loka hefðbundnu apóteki í Mjódd og einbeita sér að því að starfsrækja bílalúguapótek. Þetta segir í tilkynningu Skeljar til Kauphallar. Þar segir að fyrirtækjum sé lagalega skylt að gangast við athugun sem framkvæmd er á grundvelli ákvörðunar Eftirlitsstofnunar EFTA. Vísi barst ábending um að lögreglumenn hafi verið í húsakynnum Samkeppniseftirlitsins í morgun að undirbúa sig fyrir húsleit. Ekki hefur náðst í Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, í dag. Þá kvaðst Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri Skeljar, vera á fundi og óskaði eftir skriflegum spurningum, þegar slegið var á þráðinn til hans. Uppfært: Í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins er staðfest að ESA hafi ráðist í fyrirvaralausa athugun sem tengist afmörkuðum smásölumarkaði á Íslandi. Með aðgerðunum í dag hafi ESA í fyrsta sinn verið að framkvæma fyrirvaralausa athugun á fyrirtæki hér á landi. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglumenn á vegum embættisins hafi aðstoðað við aðgerðir. Uppfært 15.10. Ásgeir Helgi segir í samtali við fréttastofu að engir lögreglumenn hafi komið að athuguninni. Ekki liggur fyrir í hverju aðstoð Héraðssaksóknara fólst. Markaðshlutdeildin um einn tíundi Í tilkynningu Skeljar segir að Lyfjaval sé í eigu Heimkaupa ehf., sem aftur sé í 81 prósent eigu Skeljar og tengdra félaga. „Samkvæmt ákvörðun ESA er athugunin hluti af athugun á mögulegri markaðsskiptingu á smásölumarkaði með lyf. Nánar tiltekið í hefðbundin apótek og bílalúguapótek. Meint markaðsskipting á að hafa falist í því að Lyfjaval lokaði hefðbundnu apóteki í Mjódd og einbeitt sér að því að starfsrækja bílalúguapótek. SKEL hefur áætlað markaðshlutdeild Lyfjavals í kringum 10%.“ Skel hafi eignast Lyfjaval að hluta þann 25. júní 2021. Lyfjaval hafi verið keypt að fullu þann 29. mars 2023. Félög tengd Skel eigi og reki sjö apótek, þar af fimm bílalúguapótek. Öll bílalúguapótek séu einnig hefðbundin apótek, það er þar sem gengið er inn. Frá árinu 2022 hafi þrjú ný apótek verið opnuð. Hafi enga ástæðu til að ætla að brotið hafi verið gegn samkeppnislögum Í tilkynningu segir að athugun ESA snúi meðal annars að viðskiptum þegar Lyfjaval seldi verslunarhúsnæði í Mjódd í eigu félagsins til Lyfja og heilsu með samningi 26. apríl 2022. Samkeppniseftirlitinu hafi verið sérstaklega tilkynnt um þau viðskipti. Samkeppniseftirlitið hafi lokið málinu með ákvörðun þann 2. mars 2023. Málið hafi verið kært til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála, sem hafi úrskurðað í málinu þann 9. ágúst 2023. „SKEL og Lyfjaval munu aðstoða við athugun málsins og hafa veitt ESA aðgang að umbeðnum upplýsingu. SKEL hefur enga ástæðu til að ætla að brotið hafi verið gegn samkeppnislögum í starfsemi Lyfjavals.“ Skel fjárfestingafélag Samkeppnismál EFTA Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu Skeljar til Kauphallar. Þar segir að fyrirtækjum sé lagalega skylt að gangast við athugun sem framkvæmd er á grundvelli ákvörðunar Eftirlitsstofnunar EFTA. Vísi barst ábending um að lögreglumenn hafi verið í húsakynnum Samkeppniseftirlitsins í morgun að undirbúa sig fyrir húsleit. Ekki hefur náðst í Pál Gunnar Pálsson, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, í dag. Þá kvaðst Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri Skeljar, vera á fundi og óskaði eftir skriflegum spurningum, þegar slegið var á þráðinn til hans. Uppfært: Í tilkynningu á vef Samkeppniseftirlitsins er staðfest að ESA hafi ráðist í fyrirvaralausa athugun sem tengist afmörkuðum smásölumarkaði á Íslandi. Með aðgerðunum í dag hafi ESA í fyrsta sinn verið að framkvæma fyrirvaralausa athugun á fyrirtæki hér á landi. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við fréttastofu að lögreglumenn á vegum embættisins hafi aðstoðað við aðgerðir. Uppfært 15.10. Ásgeir Helgi segir í samtali við fréttastofu að engir lögreglumenn hafi komið að athuguninni. Ekki liggur fyrir í hverju aðstoð Héraðssaksóknara fólst. Markaðshlutdeildin um einn tíundi Í tilkynningu Skeljar segir að Lyfjaval sé í eigu Heimkaupa ehf., sem aftur sé í 81 prósent eigu Skeljar og tengdra félaga. „Samkvæmt ákvörðun ESA er athugunin hluti af athugun á mögulegri markaðsskiptingu á smásölumarkaði með lyf. Nánar tiltekið í hefðbundin apótek og bílalúguapótek. Meint markaðsskipting á að hafa falist í því að Lyfjaval lokaði hefðbundnu apóteki í Mjódd og einbeitt sér að því að starfsrækja bílalúguapótek. SKEL hefur áætlað markaðshlutdeild Lyfjavals í kringum 10%.“ Skel hafi eignast Lyfjaval að hluta þann 25. júní 2021. Lyfjaval hafi verið keypt að fullu þann 29. mars 2023. Félög tengd Skel eigi og reki sjö apótek, þar af fimm bílalúguapótek. Öll bílalúguapótek séu einnig hefðbundin apótek, það er þar sem gengið er inn. Frá árinu 2022 hafi þrjú ný apótek verið opnuð. Hafi enga ástæðu til að ætla að brotið hafi verið gegn samkeppnislögum Í tilkynningu segir að athugun ESA snúi meðal annars að viðskiptum þegar Lyfjaval seldi verslunarhúsnæði í Mjódd í eigu félagsins til Lyfja og heilsu með samningi 26. apríl 2022. Samkeppniseftirlitinu hafi verið sérstaklega tilkynnt um þau viðskipti. Samkeppniseftirlitið hafi lokið málinu með ákvörðun þann 2. mars 2023. Málið hafi verið kært til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála, sem hafi úrskurðað í málinu þann 9. ágúst 2023. „SKEL og Lyfjaval munu aðstoða við athugun málsins og hafa veitt ESA aðgang að umbeðnum upplýsingu. SKEL hefur enga ástæðu til að ætla að brotið hafi verið gegn samkeppnislögum í starfsemi Lyfjavals.“
Skel fjárfestingafélag Samkeppnismál EFTA Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira