Jón Gnarr kennir í brjósti um Einar arftaka sinn Jakob Bjarnar skrifar 14. október 2024 14:01 Jón Gnarr segir starf borgarstjóra það erfiðasta sem hægt er að hugsa sér og hann dauðvorkennir Einari Þorsteinssyni að þurfa að sinna því. Að vera borgarstjóri er ekki níu til fimm starf, þú ert alltaf borgarstjórinn. vísir/vilhelm Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri kveðst í hlaðvarpsviðtali dauðvorkenna Einari Þorsteinssyni sitjandi borgarstjóra. Einar tók við keflinu af Degi B. Eggertssyni fyrrverandi borgarstjóra á miðju kjörtímabili en Dagur hefur verið orðaður við framboð í landsmálunum og þá fyrir Samfylkinguna. „Ég vorkenni honum mjög mikið. Ég komst að því að það að vera borgarstjóri Reykjavíkur er eitt erfiðasta starf sem hægt er að vinna. Vegna þess að þetta eru svo mörg störf,“ segir Jón í viðtali við Snorra Másson ritstjóra í hlaðvarpi hans. Jón stefnir nú á þingframboð undir merkjum Viðreisnar en hann var borgarstjóri fyrir hönd Besta flokksins á árunum 2010-2014. Einar Þorsteinsson hefur verið borgarstjóri frá ársbyrjun en var kjörinn í borgarstjórn árið 2022 í miklum kosningasigri Framsóknarflokksins. Þar hlaut flokkurinn um 19 prósent atkvæða en mælist nú með 4 prósenta fylgi. „Þetta eru í rauninni fjögur störf. Þú ert æðsti yfirmaður borgarinnar, þú ert pólitískur leiðtogi minnihlutans, þú ert andlit borgarinnar gagnvart og svo ertu einhvers konar opinber persóna. Þetta er svolítið eins og að vera frægur, að þetta er 24 klukkutíma á sólarhring. Þú ert ekki borgarstjóri til klukkan fimm. Þú heldur það kannski en þú ert alltaf borgarstjóri.“ Jón reyndist, þegar upp var staðið, þriðji borgarstjórinn til að ljúka kjörtímabili sem slíkur frá árinu 1982. „Þú ert í rauninni embættismaður. Yfirmaður. Það erfiðasta sem ég hef þurft að gera í lífinu hefur verið að segja upp fólki. Það er ekkert sem er jafnmikið eitur í mínum beinum og gegn mínum persónuleika að ákveða að eitthvað fólk eigi ekki lengur að hafa vinnuna sína.“ Samúð Jóns er nú öll með Einari. „Þannig að jú, ég dauðvorkenni Einari. Þegar ég sé viðtöl við hann og sé honum bregða fyrir, þá svona hugsa ég: „Ohh.““ Sveitarstjórnarmál Samfélagsmiðlar Reykjavík Viðreisn Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
„Ég vorkenni honum mjög mikið. Ég komst að því að það að vera borgarstjóri Reykjavíkur er eitt erfiðasta starf sem hægt er að vinna. Vegna þess að þetta eru svo mörg störf,“ segir Jón í viðtali við Snorra Másson ritstjóra í hlaðvarpi hans. Jón stefnir nú á þingframboð undir merkjum Viðreisnar en hann var borgarstjóri fyrir hönd Besta flokksins á árunum 2010-2014. Einar Þorsteinsson hefur verið borgarstjóri frá ársbyrjun en var kjörinn í borgarstjórn árið 2022 í miklum kosningasigri Framsóknarflokksins. Þar hlaut flokkurinn um 19 prósent atkvæða en mælist nú með 4 prósenta fylgi. „Þetta eru í rauninni fjögur störf. Þú ert æðsti yfirmaður borgarinnar, þú ert pólitískur leiðtogi minnihlutans, þú ert andlit borgarinnar gagnvart og svo ertu einhvers konar opinber persóna. Þetta er svolítið eins og að vera frægur, að þetta er 24 klukkutíma á sólarhring. Þú ert ekki borgarstjóri til klukkan fimm. Þú heldur það kannski en þú ert alltaf borgarstjóri.“ Jón reyndist, þegar upp var staðið, þriðji borgarstjórinn til að ljúka kjörtímabili sem slíkur frá árinu 1982. „Þú ert í rauninni embættismaður. Yfirmaður. Það erfiðasta sem ég hef þurft að gera í lífinu hefur verið að segja upp fólki. Það er ekkert sem er jafnmikið eitur í mínum beinum og gegn mínum persónuleika að ákveða að eitthvað fólk eigi ekki lengur að hafa vinnuna sína.“ Samúð Jóns er nú öll með Einari. „Þannig að jú, ég dauðvorkenni Einari. Þegar ég sé viðtöl við hann og sé honum bregða fyrir, þá svona hugsa ég: „Ohh.““
Sveitarstjórnarmál Samfélagsmiðlar Reykjavík Viðreisn Framsóknarflokkurinn Borgarstjórn Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira