Þegar öll þjóðin andar léttar Einar Jóhannes Guðnason skrifar 14. október 2024 13:02 Það er margt að meðtaka í umhverfi stjórnmálanna núna fyrir ungt fólk og í gær upplifði ég tilfinningu sem ég held ég hafi aldrei upplifað áður. Það var eins og öll þjóðin hefði andað léttar á sama tíma þegar fráfarandi forsætisráðherra tilkynnti að ríkisstjórnin væri sprungin. Fari eins og áætlað er taka nú við spennandi 6 vikur þar sem flokkar munu kynna sín stefnumál. Það sem mikilvægt er að hafa í huga í komandi umræðuþáttum og greinaskrifum er að líta á árangur. Það er auðvelt að lofa öllu fögru, líkt og fráfarandi ríkisstjórn hefur stundað en lítið hefur verið um efnd loforð. Um helgina fór fram flokksráðsfundur Miðflokksins. Formaður og þingflokksformaður fóru yfir áherslumál flokksins og er ekki annað hægt að segja en að stefna Miðflokksins eigi sterkt erindi við þjóðina í dag. Líkt og alltaf þá leggur Miðflokkurinn áherslu á skynsemishyggju, að ákvarðanir séu byggðar á staðreyndum og langtímahugsun. Skortur hefur verið á skynsemi í nánast öllum málaflokkum og þar hefði munað um Miðflokkinn. Það vill gleymast að það var ríkisstjórn Sigmundar Davíðs sem reisti efnahag landsins við eftir hrun, kom með skuldaleiðréttingu og setti á stofn viðbótarlífeyrissparnaðarleiðina sem hjálpar ungu fólki enn þann dag í dag að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Árangur efnahagsstjórnar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs var slíkur að ríkisstjórnir sem tóku við gátu lifað af áhrifum þeirra fram yfir COVID. Nú erum við komin í svipaða stöðu og árið 2013. Skuldastaða heimilanna versnar, ungt fólk neyðist til að búa lengur í foreldrahúsum, ungar fjölskyldur eru fastar á leigumarkaði, alvarlegar skuldir aukast og fjármunum ríkisins er óskynsamlega sóað. Í komandi kosningum verður lykilatriði að velja skynsemishyggju fram yfir óraunhæf loforð. Miðflokkurinn mun m.a. leggja áherslu á skynsama hallalausa efnahagsstefnu, aukið framboð lóða til uppbyggingar, skapa umhverfi þar sem allir eigi möguleika á því að eignast heimili, tryggja orkuöryggi með nýjum virkjunum, efla landbúnað og sjávarútveg og ná tökum á landamærum landsins með skynsamari lagasetningu. Til hamingju Ísland með þetta risastóra tækifæri til breytinga. Nýtum það vel. Höfundur er varaformaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Einar Jóhannes Guðnason Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er margt að meðtaka í umhverfi stjórnmálanna núna fyrir ungt fólk og í gær upplifði ég tilfinningu sem ég held ég hafi aldrei upplifað áður. Það var eins og öll þjóðin hefði andað léttar á sama tíma þegar fráfarandi forsætisráðherra tilkynnti að ríkisstjórnin væri sprungin. Fari eins og áætlað er taka nú við spennandi 6 vikur þar sem flokkar munu kynna sín stefnumál. Það sem mikilvægt er að hafa í huga í komandi umræðuþáttum og greinaskrifum er að líta á árangur. Það er auðvelt að lofa öllu fögru, líkt og fráfarandi ríkisstjórn hefur stundað en lítið hefur verið um efnd loforð. Um helgina fór fram flokksráðsfundur Miðflokksins. Formaður og þingflokksformaður fóru yfir áherslumál flokksins og er ekki annað hægt að segja en að stefna Miðflokksins eigi sterkt erindi við þjóðina í dag. Líkt og alltaf þá leggur Miðflokkurinn áherslu á skynsemishyggju, að ákvarðanir séu byggðar á staðreyndum og langtímahugsun. Skortur hefur verið á skynsemi í nánast öllum málaflokkum og þar hefði munað um Miðflokkinn. Það vill gleymast að það var ríkisstjórn Sigmundar Davíðs sem reisti efnahag landsins við eftir hrun, kom með skuldaleiðréttingu og setti á stofn viðbótarlífeyrissparnaðarleiðina sem hjálpar ungu fólki enn þann dag í dag að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Árangur efnahagsstjórnar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs var slíkur að ríkisstjórnir sem tóku við gátu lifað af áhrifum þeirra fram yfir COVID. Nú erum við komin í svipaða stöðu og árið 2013. Skuldastaða heimilanna versnar, ungt fólk neyðist til að búa lengur í foreldrahúsum, ungar fjölskyldur eru fastar á leigumarkaði, alvarlegar skuldir aukast og fjármunum ríkisins er óskynsamlega sóað. Í komandi kosningum verður lykilatriði að velja skynsemishyggju fram yfir óraunhæf loforð. Miðflokkurinn mun m.a. leggja áherslu á skynsama hallalausa efnahagsstefnu, aukið framboð lóða til uppbyggingar, skapa umhverfi þar sem allir eigi möguleika á því að eignast heimili, tryggja orkuöryggi með nýjum virkjunum, efla landbúnað og sjávarútveg og ná tökum á landamærum landsins með skynsamari lagasetningu. Til hamingju Ísland með þetta risastóra tækifæri til breytinga. Nýtum það vel. Höfundur er varaformaður Freyfaxa, ungliðahreyfingar Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun