Allt varð vitlaust í handboltaleik: Einn bitinn og hrækt á þjálfara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2024 08:02 Spánverjinn Jorge Maqueda fékk rautt spjald fyrir það að bíta mótherja sinn í toppslagnum í pólska handboltanum. Getty/Alex Davidson Það varð hreinlega allt vitlaust í stórleik pólska handboltans á milli Wisla Plock og Industria Kielce í gær. Wisla Plock vann leikinn á endanum með fjögurra marka mun 29-25, og minnkaði forskot Kielce á toppnum í þrjú stig. Kielce var lengi mikið Íslendingalið en landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson yfirgaf félagið í sumar. Það gekk mikið á í íþróttahúsi Plock manna í þessum mikilvæga leik. Það var hart tekist á í leiknum en dómararnir sendu alls 21 leikmann í tveggja mínútna refsingu auk þess að reka einn leikmann af velli með rautt spjald. Í leiknum leit út fyrir að Spánverjinn Jorge Maqueda hjá Kielce hafði bitið Mirsad Terzić, Bosníumanninn hjá Wisla Plock. Maqueda fékk rautt og blátt spjald eftir að dómararnir skoðuðu myndband af atvikinu sem má sjá hér fyrir neðan. Lætin voru ekki búinn í leikslok því báðir þjálfarar voru mjög ósáttir með hvorn annan eftir leikinn. Xavi Sabate, þjálfari Wisla Plock, sagði á blaðamannafundi að kollegi sinn hjá Kielce, Talant Dujshebaev, hafi hrækt á sig og það fyrir framan eftirlitsdómarann. Kielce sendi síðan frá sér yfirlýsingu þar sem Dujshebaev sagði umræddan Sabate hafa kallað sig „helvítis Kínverja“. Kielce hélt því líka fram að stuðningsmenn Plock hafi notað ósmekklegt og klúrt orðbragð í átt að leikmönnum liðsins allan leikinn. Þar kom líka fram að um ljótan rasisma hafi verið að ræða. Meðal þeirra leikmanna sem sögðu frá því voru franski hornamaðurinn Dylan Nahi og pólska skyttan Tomasz Gebala. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá blaðamannafundinum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=vHBO6AsAeMQ">watch on YouTube</a> Pólski handboltinn Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Sjá meira
Wisla Plock vann leikinn á endanum með fjögurra marka mun 29-25, og minnkaði forskot Kielce á toppnum í þrjú stig. Kielce var lengi mikið Íslendingalið en landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson yfirgaf félagið í sumar. Það gekk mikið á í íþróttahúsi Plock manna í þessum mikilvæga leik. Það var hart tekist á í leiknum en dómararnir sendu alls 21 leikmann í tveggja mínútna refsingu auk þess að reka einn leikmann af velli með rautt spjald. Í leiknum leit út fyrir að Spánverjinn Jorge Maqueda hjá Kielce hafði bitið Mirsad Terzić, Bosníumanninn hjá Wisla Plock. Maqueda fékk rautt og blátt spjald eftir að dómararnir skoðuðu myndband af atvikinu sem má sjá hér fyrir neðan. Lætin voru ekki búinn í leikslok því báðir þjálfarar voru mjög ósáttir með hvorn annan eftir leikinn. Xavi Sabate, þjálfari Wisla Plock, sagði á blaðamannafundi að kollegi sinn hjá Kielce, Talant Dujshebaev, hafi hrækt á sig og það fyrir framan eftirlitsdómarann. Kielce sendi síðan frá sér yfirlýsingu þar sem Dujshebaev sagði umræddan Sabate hafa kallað sig „helvítis Kínverja“. Kielce hélt því líka fram að stuðningsmenn Plock hafi notað ósmekklegt og klúrt orðbragð í átt að leikmönnum liðsins allan leikinn. Þar kom líka fram að um ljótan rasisma hafi verið að ræða. Meðal þeirra leikmanna sem sögðu frá því voru franski hornamaðurinn Dylan Nahi og pólska skyttan Tomasz Gebala. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá blaðamannafundinum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=vHBO6AsAeMQ">watch on YouTube</a>
Pólski handboltinn Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Fram - Porto | Þorsteinn Leó mætir Íslandsmeisturunum „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Sjá meira