Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2024 10:00 Frá minningarathöfn um Viktoriiu Roshchynu í miðborg Kænugarðs á föstudag. Hún var aðeins 27 ára þegar hún lést í rússnesku fangelsi. Vísir/EPA Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. Það tók rússnesk yfirvöld níu mánuði að viðurkenna að Roshchyna hefði verið handtekin eftir að hún hvarf sporlaust í Austur-Úkraínu. Þau gáfu aldrei neina ástæðu fyrir því hvers vegna hún hefði verið tekin höndum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Enn var ekkert um skýringar þegar faðir Roshchynu fékk stuttort bréf frá rússneska varnarmálaráðuneytinu um að dóttir hans hefði látist 19. september í síðustu viku. Ekki kom fram hvert banamein hennar hefði verið, aðeins að líkinu yrði skilað í reglegum skiptum Rússa og Úkraínumanna á líkum fallinna hermanna. Færð í „rússneska Guantánamo“ Ritstjóri Roshchynu hjá Ukrayinska Pravda segir BBC að hún hafi viljað sýna hvernig fólk lifði í borgum Austur-Úkraínu undir hernámi Rússa þrátt fyrir að það væri stórhættulegt. Hún hafi aldrei notað dulnefni heldur alltaf skrifað undir eigin nafni. Vitað er að Roshchynu var haldið í Taganrog, alræmdu fangelsi í sunnanverðu Rússlandi. Úkraínumenn kalla það „rússneska Guantánamo“ með vísun í bandarísku herstöðina á Kúbu þar sem meintum hryðjuverkamönnum hefur verið haldið utan dóms og laga um árabil. Úkraínskur fangi þar sem slapp úr haldi í síðasta mánuði sagði fjölskyldu blaðakonunnar að hann hefði séð hana þar í fyrri hluta mánaðarins. Ritstjóri hennar sagðist hafa fengið upplýsingar um að hún yrði hluti af fyrirhuguðum fangaskiptum um miðjan september. Roshchyna er hins vegar sögð hafa verið færð í annað fangelsi, Lefortovo, sem rússneska leyniþjónustan FSB rekur. Þar er meintum njósnurum meðal annars haldið föngnum. Ekki er vitað til þess að hún hafi nokkru sinni verið ákærð fyrir glæp í Rússlandi. Samkvæmt heimildum BBC ræddi faðir Roshchynu við hana 30. ágúst eftir að hún hafði talað um að grípa til hungurverkfalls. Faðirinn hafi hvatt hana til að hætta því og hún hafi orðið við því. Fá litlar sem engar upplýsingar um ástvini í haldi Rússa Rússar hafa tekið fjölda óbreyttra úkraínskra borgara til fanga frá því að þeir hernámu hluta Úkraínu í innrás sinni. Fjölskyldum fanganna hefur verið haldið í nær algeru myrkri um hvar þeir eru niður komnir og hvort að þeim verði nokkru sinni sleppt. Hvorki lögmenn né fulltrúar Rauða krossins hafa fengið að hitta fangana. „Það er alls kyns fólk, þar á meðal uppgjafarhermenn og lögreglumenn og sveitarstjórnarmenn eins og borgarstjórar. Og svo kunna auðvitað að vera mun fleiri sem við vitum ekki um,“ segir Tetyana Katrytsjenkó, framkvæmdastjóri samtakanna Media Initiative for Human Rights, við BBC. Samtök hennar hafa tekið saman lista um óbreytta borgara í haldi Rússa sem telur 1.886 manns. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Það tók rússnesk yfirvöld níu mánuði að viðurkenna að Roshchyna hefði verið handtekin eftir að hún hvarf sporlaust í Austur-Úkraínu. Þau gáfu aldrei neina ástæðu fyrir því hvers vegna hún hefði verið tekin höndum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Enn var ekkert um skýringar þegar faðir Roshchynu fékk stuttort bréf frá rússneska varnarmálaráðuneytinu um að dóttir hans hefði látist 19. september í síðustu viku. Ekki kom fram hvert banamein hennar hefði verið, aðeins að líkinu yrði skilað í reglegum skiptum Rússa og Úkraínumanna á líkum fallinna hermanna. Færð í „rússneska Guantánamo“ Ritstjóri Roshchynu hjá Ukrayinska Pravda segir BBC að hún hafi viljað sýna hvernig fólk lifði í borgum Austur-Úkraínu undir hernámi Rússa þrátt fyrir að það væri stórhættulegt. Hún hafi aldrei notað dulnefni heldur alltaf skrifað undir eigin nafni. Vitað er að Roshchynu var haldið í Taganrog, alræmdu fangelsi í sunnanverðu Rússlandi. Úkraínumenn kalla það „rússneska Guantánamo“ með vísun í bandarísku herstöðina á Kúbu þar sem meintum hryðjuverkamönnum hefur verið haldið utan dóms og laga um árabil. Úkraínskur fangi þar sem slapp úr haldi í síðasta mánuði sagði fjölskyldu blaðakonunnar að hann hefði séð hana þar í fyrri hluta mánaðarins. Ritstjóri hennar sagðist hafa fengið upplýsingar um að hún yrði hluti af fyrirhuguðum fangaskiptum um miðjan september. Roshchyna er hins vegar sögð hafa verið færð í annað fangelsi, Lefortovo, sem rússneska leyniþjónustan FSB rekur. Þar er meintum njósnurum meðal annars haldið föngnum. Ekki er vitað til þess að hún hafi nokkru sinni verið ákærð fyrir glæp í Rússlandi. Samkvæmt heimildum BBC ræddi faðir Roshchynu við hana 30. ágúst eftir að hún hafði talað um að grípa til hungurverkfalls. Faðirinn hafi hvatt hana til að hætta því og hún hafi orðið við því. Fá litlar sem engar upplýsingar um ástvini í haldi Rússa Rússar hafa tekið fjölda óbreyttra úkraínskra borgara til fanga frá því að þeir hernámu hluta Úkraínu í innrás sinni. Fjölskyldum fanganna hefur verið haldið í nær algeru myrkri um hvar þeir eru niður komnir og hvort að þeim verði nokkru sinni sleppt. Hvorki lögmenn né fulltrúar Rauða krossins hafa fengið að hitta fangana. „Það er alls kyns fólk, þar á meðal uppgjafarhermenn og lögreglumenn og sveitarstjórnarmenn eins og borgarstjórar. Og svo kunna auðvitað að vera mun fleiri sem við vitum ekki um,“ segir Tetyana Katrytsjenkó, framkvæmdastjóri samtakanna Media Initiative for Human Rights, við BBC. Samtök hennar hafa tekið saman lista um óbreytta borgara í haldi Rússa sem telur 1.886 manns.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira