Stefnir í stríð á milli tveggja af stærstu handboltafélögum heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2024 07:02 Emil Nielsen er eftirsóttur enda frábær markvörður. Hann er sagður vera á förum frá Barcelona. Getty/Buda Mendes Danski landsliðsmarkvörðurinn Emil Nielsen er á leiðinni frá Barcelona til ungverska félagsins Veszprém en Spánverjar eru allt annað en sáttir með vinnubrögð Ungverjanna þegar kemur að miklum áhuga þeirra á leikmönnum Börsunga. Spænski fjölmiðlar sögðu frá mögulegum félagsskiptum þessa frábæra markvarðar í vikunni en samningur Nielsen við Barclona rennur þó ekki út fyrr en sumarið 2026. Það er þó eltingarleikur Ungverjanna við fleiri leikmenn Barcelona sem hefur farið mun verr í þá spænsku enda lítur út fyrir að þeir ætli hreinlega að sækja hálft liðið hjá Katalóníubúum. Enric Masip er fyrrum leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins og starfar nú sem ráðgjafi Joan Laporta, forseta félagsins. Hann er mjög reiður út í spænska þjálfarann Xavi Pascual, sem þjálfar Veszprém. #TuDiràs | 👋 Saludem Enric Masip, assessor de Joan Laporta i excapità del @FCBhandbol🤾♂️ Li preguntem per la decisió d'Emil Nielsen d'abandonar el club el juny de 2026▶️ https://t.co/mgiw08BjgZ pic.twitter.com/dgRNiFgfxU— Esports RAC1 (@EsportsRAC1) October 9, 2024 „Það er ekki eins og ég telji að þeir séu að gera eitthvað rangt með því að reyna að sannfæra Emil Nielsen um að koma til sín. Þannig er bara þessi heimur,“ sagði hinn 55 ára gamli Masip við spænska fjölmiðilinn 3cat. TV2 í Danmörku segir frá. „Það sem er mun verra er það að á heimsmeistaramóti félagsliða þá reyndi hann [Pascual] líka að fá þá Aleix, Frade og Mem. Fyrir mótið hringdi hann í þá og reyndi að sannfæra þá um að koma líka til sín,“ sagði Masip. Frakkinn Dika Mem er einn af bestu handboltamönnum heims í dag og þessir þrír eru stærstu stjörnur spænska liðsins í dag. Luís Frade er öflugur portúgalskir línumaður og Aleix Gómez er spænskur hornamaður. Xavi Pascual þekkir vel til hjá Barcelona en hann þjálfaði félagið frá 2009 til 2021. Börsungar segja að hann ætli sér með þessu ekki aðeins að styrkja sitt lið heldur einnig að ganga frá Barcelona liðinu í leiðinni. „Þegar þú gerir allt þetta þá er það bara vegna þess að þú vilt leysa upp okkar lið. Það fer virkilega í mig,“ sagði Masip. Masip tók bæði þátt í því að ráða Pascual árið 2009 sem og í því að reka hann fyrir þremur árum. „Veszprém er sögulegt félag en það er fáránlegt þegar þú ert kominn á þann stað að þú ert farinn að hringja í alla leikmennina okkar. Það er undir þeim komið að skrifa undir samninga en það lítur út fyrir að þeir hafi ekki aðeins áhuga á einum leikmanni okkar heldur vilji þeir taka alla mikilvægu leikmennina frá okkur,“ sagði Masip. Spænski handboltinn Ungverski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Sjá meira
Spænski fjölmiðlar sögðu frá mögulegum félagsskiptum þessa frábæra markvarðar í vikunni en samningur Nielsen við Barclona rennur þó ekki út fyrr en sumarið 2026. Það er þó eltingarleikur Ungverjanna við fleiri leikmenn Barcelona sem hefur farið mun verr í þá spænsku enda lítur út fyrir að þeir ætli hreinlega að sækja hálft liðið hjá Katalóníubúum. Enric Masip er fyrrum leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins og starfar nú sem ráðgjafi Joan Laporta, forseta félagsins. Hann er mjög reiður út í spænska þjálfarann Xavi Pascual, sem þjálfar Veszprém. #TuDiràs | 👋 Saludem Enric Masip, assessor de Joan Laporta i excapità del @FCBhandbol🤾♂️ Li preguntem per la decisió d'Emil Nielsen d'abandonar el club el juny de 2026▶️ https://t.co/mgiw08BjgZ pic.twitter.com/dgRNiFgfxU— Esports RAC1 (@EsportsRAC1) October 9, 2024 „Það er ekki eins og ég telji að þeir séu að gera eitthvað rangt með því að reyna að sannfæra Emil Nielsen um að koma til sín. Þannig er bara þessi heimur,“ sagði hinn 55 ára gamli Masip við spænska fjölmiðilinn 3cat. TV2 í Danmörku segir frá. „Það sem er mun verra er það að á heimsmeistaramóti félagsliða þá reyndi hann [Pascual] líka að fá þá Aleix, Frade og Mem. Fyrir mótið hringdi hann í þá og reyndi að sannfæra þá um að koma líka til sín,“ sagði Masip. Frakkinn Dika Mem er einn af bestu handboltamönnum heims í dag og þessir þrír eru stærstu stjörnur spænska liðsins í dag. Luís Frade er öflugur portúgalskir línumaður og Aleix Gómez er spænskur hornamaður. Xavi Pascual þekkir vel til hjá Barcelona en hann þjálfaði félagið frá 2009 til 2021. Börsungar segja að hann ætli sér með þessu ekki aðeins að styrkja sitt lið heldur einnig að ganga frá Barcelona liðinu í leiðinni. „Þegar þú gerir allt þetta þá er það bara vegna þess að þú vilt leysa upp okkar lið. Það fer virkilega í mig,“ sagði Masip. Masip tók bæði þátt í því að ráða Pascual árið 2009 sem og í því að reka hann fyrir þremur árum. „Veszprém er sögulegt félag en það er fáránlegt þegar þú ert kominn á þann stað að þú ert farinn að hringja í alla leikmennina okkar. Það er undir þeim komið að skrifa undir samninga en það lítur út fyrir að þeir hafi ekki aðeins áhuga á einum leikmanni okkar heldur vilji þeir taka alla mikilvægu leikmennina frá okkur,“ sagði Masip.
Spænski handboltinn Ungverski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Sjá meira