„Mér fannst mjög eðlilegt að ég myndi hringja í ríkislögreglustjóra“ Árni Sæberg skrifar 12. október 2024 13:57 Guðmundi Inga finnst eðlilegt að hann hafi hringt í ríkislögreglustjóra. Það finnst Bjarna ekki. Vísir/Vilhelm Félags- og vinnumarkaðsráðherra segist aðeins hafa hringt í ríkislögreglustjóra til þess að afla upplýsinga nóttina sem senda átti Yazan Tamimi og fjölskyldu úr landi. Hann hafi ekki farið fram á að ríkislögreglustjóri stöðvaði brottflutninginn. „Mér fannst mjög eðlilegt að ég myndi hringja í ríkislögreglustjóra,“ segir hann. Talsverður styr hefur staðið um Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, síðan Ríkisútvarpið greindi frá því að hann hefði tekið upp tólið eldsnemma morguns þann 16. september og hringt í Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra til þess að ræða mál Yazans. Þá höfðu Yazan og fjölskylda verið flutt á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem flytja átti þau til Spánar. Segir ekkert óeðlilegt við símtalið Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur sagt það óeðlilegt að ráðherra hringi í undirmann annars ráðherra. Í samtali við fréttastofu vísar Guðmundur Ingi þessum ummælum Bjarna á bug. „Mér finnst það bara alls ekki óeðlilegt að leita upplýsinga hjá ríkislögreglustjóra, sem ríkislögreglustjóri alls landsins, allra ráðherra, hvernig sem við viljum orða það. Ég virði auðvitað þá keðju undir og yfirmanna sem um er að ræða í þessu máli, þar sem dómsmálaráðherra er æðsti yfirmaður lögreglunnar. Ég var að leita upplýsinga og mér finnst eðlilegt að ráðherrar geti leitað upplýsinga hjá embættismönnum inni í íslensku stjórnkerfi. Annað væri óeðlilegt.“ Krafðist einskis Þá hafi hann ekki farið fram á neitt í símtali sínu við Sigríði Björk en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra stöðvaði brottflutninginn að beiðni Guðmundar Inga. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri.Vísir/Vilhelm „Ég segi ekki ríkislögreglustjóra fyrir verkum. En ég sagði ríkislögreglustjóra skoðun mína eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Ég var að leita upplýsinga um hvort það hafi virkilega verið farið inn á hjúkrunar og endurhæfingardeild Landspítalans, Rjóðrið, til þess að ná í fatlað barn til brottvísunar. Ég lýsti þeirri skoðun minni að það ætti að stöðva þennan brottflutning.“ Ekkert samkomulag milli flokkanna Skömmu eftir að brottflutningi Yazans og fjölskyldu var frestað rann frestur til að vísa þeim úr landi án efnislegrar meðferðar út og svo fór að fjölskyldan hlaut alþjóðlega vernd hér á landi. Því hefur verið velt upp hvort sú niðurstaða hafi verið fyrirframákveðin eftir samkomulagi ríkisstjórnarflokkana. „Við höfðum ekki gert neitt slíkt samkomulag. Ég hafði rætt þetta áður í ríkisstjórn áður og forsætisráðherra varð við þeirri beiðni minni, að þessu yrði frestað, brottflutningnum, og ég er þakklátur fyrir það. Ég tel að það hafi verið mikilvægt, til þess að það væri hægt að fara yfir málið.“ Mál Yazans Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það blasa við að kosningar muni fara fram fyrr en í vor. Brynjar telur samskipti innan ríkisstjórnarinnar og við ríkislögreglustjóra í aðdraganda brottvísunar Tamimi fjölskyldunnar óeðlilega. 11. október 2024 08:59 Óeðlilegt að Guðmundur Ingi hafi hringt í ríkislögreglustjóra Forsætisráðherra segir mjög óeðlilegt að ráðherra hringi beint í undirmann annars ráðherra líkt og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði til þess að fresta mætti brottvísun Yasans Tamini. 10. október 2024 12:07 Yazan og fjölskylda komin með vernd Yazan Tamimi, ellefu ára langveikur drengur frá Palestínu og fjölskylda hans, fengu fyrr í dag samþykkta viðbótarvernd hjá Útlendingastofnun. Fjölskyldan var boðuð í viðtal og tilkynnt um þetta. Lögmaður fjölskyldunnar segir bæði kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun hafa unnið hratt að umsókn þeirra. 8. október 2024 12:26 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Talsverður styr hefur staðið um Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, síðan Ríkisútvarpið greindi frá því að hann hefði tekið upp tólið eldsnemma morguns þann 16. september og hringt í Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra til þess að ræða mál Yazans. Þá höfðu Yazan og fjölskylda verið flutt á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem flytja átti þau til Spánar. Segir ekkert óeðlilegt við símtalið Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur sagt það óeðlilegt að ráðherra hringi í undirmann annars ráðherra. Í samtali við fréttastofu vísar Guðmundur Ingi þessum ummælum Bjarna á bug. „Mér finnst það bara alls ekki óeðlilegt að leita upplýsinga hjá ríkislögreglustjóra, sem ríkislögreglustjóri alls landsins, allra ráðherra, hvernig sem við viljum orða það. Ég virði auðvitað þá keðju undir og yfirmanna sem um er að ræða í þessu máli, þar sem dómsmálaráðherra er æðsti yfirmaður lögreglunnar. Ég var að leita upplýsinga og mér finnst eðlilegt að ráðherrar geti leitað upplýsinga hjá embættismönnum inni í íslensku stjórnkerfi. Annað væri óeðlilegt.“ Krafðist einskis Þá hafi hann ekki farið fram á neitt í símtali sínu við Sigríði Björk en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra stöðvaði brottflutninginn að beiðni Guðmundar Inga. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri.Vísir/Vilhelm „Ég segi ekki ríkislögreglustjóra fyrir verkum. En ég sagði ríkislögreglustjóra skoðun mína eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Ég var að leita upplýsinga um hvort það hafi virkilega verið farið inn á hjúkrunar og endurhæfingardeild Landspítalans, Rjóðrið, til þess að ná í fatlað barn til brottvísunar. Ég lýsti þeirri skoðun minni að það ætti að stöðva þennan brottflutning.“ Ekkert samkomulag milli flokkanna Skömmu eftir að brottflutningi Yazans og fjölskyldu var frestað rann frestur til að vísa þeim úr landi án efnislegrar meðferðar út og svo fór að fjölskyldan hlaut alþjóðlega vernd hér á landi. Því hefur verið velt upp hvort sú niðurstaða hafi verið fyrirframákveðin eftir samkomulagi ríkisstjórnarflokkana. „Við höfðum ekki gert neitt slíkt samkomulag. Ég hafði rætt þetta áður í ríkisstjórn áður og forsætisráðherra varð við þeirri beiðni minni, að þessu yrði frestað, brottflutningnum, og ég er þakklátur fyrir það. Ég tel að það hafi verið mikilvægt, til þess að það væri hægt að fara yfir málið.“
Mál Yazans Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það blasa við að kosningar muni fara fram fyrr en í vor. Brynjar telur samskipti innan ríkisstjórnarinnar og við ríkislögreglustjóra í aðdraganda brottvísunar Tamimi fjölskyldunnar óeðlilega. 11. október 2024 08:59 Óeðlilegt að Guðmundur Ingi hafi hringt í ríkislögreglustjóra Forsætisráðherra segir mjög óeðlilegt að ráðherra hringi beint í undirmann annars ráðherra líkt og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði til þess að fresta mætti brottvísun Yasans Tamini. 10. október 2024 12:07 Yazan og fjölskylda komin með vernd Yazan Tamimi, ellefu ára langveikur drengur frá Palestínu og fjölskylda hans, fengu fyrr í dag samþykkta viðbótarvernd hjá Útlendingastofnun. Fjölskyldan var boðuð í viðtal og tilkynnt um þetta. Lögmaður fjölskyldunnar segir bæði kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun hafa unnið hratt að umsókn þeirra. 8. október 2024 12:26 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
„Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það blasa við að kosningar muni fara fram fyrr en í vor. Brynjar telur samskipti innan ríkisstjórnarinnar og við ríkislögreglustjóra í aðdraganda brottvísunar Tamimi fjölskyldunnar óeðlilega. 11. október 2024 08:59
Óeðlilegt að Guðmundur Ingi hafi hringt í ríkislögreglustjóra Forsætisráðherra segir mjög óeðlilegt að ráðherra hringi beint í undirmann annars ráðherra líkt og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði til þess að fresta mætti brottvísun Yasans Tamini. 10. október 2024 12:07
Yazan og fjölskylda komin með vernd Yazan Tamimi, ellefu ára langveikur drengur frá Palestínu og fjölskylda hans, fengu fyrr í dag samþykkta viðbótarvernd hjá Útlendingastofnun. Fjölskyldan var boðuð í viðtal og tilkynnt um þetta. Lögmaður fjölskyldunnar segir bæði kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun hafa unnið hratt að umsókn þeirra. 8. október 2024 12:26
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels