Fyrrverandi fréttastjóri og fleiri til Betri samgangna Árni Sæberg skrifar 10. október 2024 14:26 Þórey G. Guðmundsdóttir, Rakel Þorbergsdóttir og Atli Björn Levy. Betri samgöngur Betri samgöngur ohf., sem hafa umsjón með framkvæmdum á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, hafa ráðið þrjá nýja starfsmenn og forstöðumaður þróunar hefur verið gerður að aðstoðarframkvæmdastjóri. Meðal nýrra starfsmanna er Rakel Þorbergsdóttir, fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Starfsmannafjöldi félagsins tvöfaldast. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að ráðningarnar séu gerðar í kjölfar breytinga sem urðu með uppfærslu Samgöngusáttmálans í ágúst síðastliðnum. Með uppfærslunni hafi verkefni verið færð til Betri samgangna og því sé að hluta um færslu á störfum að ræða, en ekki ný störf. Fjárfestingar og framkvæmdir sem Betri samgöngur hafa umsjón með séu Borgarlínan, stofnvegir á höfuðborgarsvæðinu, gerð hjóla- og göngustíga, umferðarstýring, aukið umferðarflæði og öryggisaðgerðir. Þekking og framlag nauðsynlegt „Það er okkur mikil ánægja að bjóða þessa þrjá reyndu sérfræðinga velkomna í starfsmannahópinn okkar og mikilvægt skref í að efla starfsemi félagins. Þekking þeirra og framlag er nauðsynlegt nú þegar uppfærður samgöngusáttmáli gerir okkur kleift að setja fullan þunga í framkvæmdir og halda áfram með undirbúning lykilverkefna sáttmálans. Markmið Betri samgangna er eftir sem áður að efla samgöngur og bæta allar samgönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu,“ er haft eftir Davíð Þorlákssyni, framkvæmdastjóra Betri samngangna. Fjármálastjóri frá Vaxa Í tilkynningu segir að Þórey G. Guðmundsdóttir viðskiptafræðingur hafi verið ráðin fjármálastjóri hjá Betri samgöngum. Hún eigi að baki fjölbreyttan feril í fjármála- og viðskiptageiranum. Þórey hafi nú síðast starfast sem fjármálastjóri hjá grænmetisframleiðandanum Vaxa, hafi um árabil verið framkvæmdastjóri fjármálasviðs Bláa lónsins, forstöðumaður hagdeildar Samskipa og forstöðumaður fjármálasviðs hjá Straumi-Burðarás fjárfestingarbanka. Þórey hafi útskrifast sem viðskiptafræðingur (cand.oecon) af reikningshalds- og endurskoðunarsviði Háskóla Íslands árið 1995. Verkefnastjórinn frá Orku náttúrunnar Atli Björn Levy samgönguverkfræðingur hafi verið ráðinn forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu. Hann búi yfir fjölbreyttri reynslu sem verkfræðingur og verkefnastjóri. Atli Björn komi til Betri samgangna frá Orku náttúrunnar, þar sem hann hafi verið verkefnastjóri fjárfestingaverkefna á verkefnastofu. Hann hafi áður starfað á skrifstofu samgöngustjóra og á verkefnastofu umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, sem verkefnastjóri hjá Isavia og verkfræðingur hjá Verkís. Atli Björn hafi útskrifast með MSCE gráðu í samgönguverkfræði frá University of Washington í Seattle árið 2007 og lokið B.Sc. námi í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2003. Var hjá NATO eftir langan feril á Rúv Rakel Þorbergsdóttir, fréttamaður og samskiptaráðgjafi, hafi verið ráðin samskiptastjóri hjá Betri samgöngum. Hún eigi að baki langan fjölmiðlaferil, hafi starfað í rúma tvo áratugi hjá Rúv sem fréttamaður, þáttastjórnandi, vaktstjóri og loks sem fréttastjóri frá 2014 til 2022. Rakel hafi nú síðast starfað sem samskiptaráðgjafi fyrir utanríkisráðuneytið hjá NATO Force Integration Unit í Litáen. Hún hafi lokið meistaranámi í fjölmiðlun frá Emerson College í Boston árið 1999 og útskrifast með BA-gráðu í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands árið 1996. Hækkaður í tign Loks segir að Þorsteinn R. Hermannsson, sem gegnt hafi stöðu forstöðumanns þróunar hjá Betri samgöngum frá árinu 2021, hafi verið gerður að aðstoðarframkvæmdastjóra. Hann hafi verið samgöngustjóri Reykjavíkurborgar frá 2016 til 2021. Þorsteinn hafi áður verið fagstjóri samgangna hjá Mannviti, verkfræðingur samgönguáætlunar í samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu, sviðsstjóri umferðar- og skipulagssviðs hjá Mannviti og samgönguverkfræðingur hjá Hönnun hf. Hann hafi útskrifast með MSCE gráðu í samgönguverkfræði frá University of Washington árið 2005 og lokið B.Sc. námi í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2001. Fyrir uppfærslu samgöngusáttmálans hafi starfsmenn Betri samgangna verið þrír, þeir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri, Þorsteinn R. Hermannsson aðstoðarframkvæmdastjóri og Þröstur Guðmundsson, forstöðumaður verkefna og áætlana. Samgöngur Borgarlína Vistaskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að ráðningarnar séu gerðar í kjölfar breytinga sem urðu með uppfærslu Samgöngusáttmálans í ágúst síðastliðnum. Með uppfærslunni hafi verkefni verið færð til Betri samgangna og því sé að hluta um færslu á störfum að ræða, en ekki ný störf. Fjárfestingar og framkvæmdir sem Betri samgöngur hafa umsjón með séu Borgarlínan, stofnvegir á höfuðborgarsvæðinu, gerð hjóla- og göngustíga, umferðarstýring, aukið umferðarflæði og öryggisaðgerðir. Þekking og framlag nauðsynlegt „Það er okkur mikil ánægja að bjóða þessa þrjá reyndu sérfræðinga velkomna í starfsmannahópinn okkar og mikilvægt skref í að efla starfsemi félagins. Þekking þeirra og framlag er nauðsynlegt nú þegar uppfærður samgöngusáttmáli gerir okkur kleift að setja fullan þunga í framkvæmdir og halda áfram með undirbúning lykilverkefna sáttmálans. Markmið Betri samgangna er eftir sem áður að efla samgöngur og bæta allar samgönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu,“ er haft eftir Davíð Þorlákssyni, framkvæmdastjóra Betri samngangna. Fjármálastjóri frá Vaxa Í tilkynningu segir að Þórey G. Guðmundsdóttir viðskiptafræðingur hafi verið ráðin fjármálastjóri hjá Betri samgöngum. Hún eigi að baki fjölbreyttan feril í fjármála- og viðskiptageiranum. Þórey hafi nú síðast starfast sem fjármálastjóri hjá grænmetisframleiðandanum Vaxa, hafi um árabil verið framkvæmdastjóri fjármálasviðs Bláa lónsins, forstöðumaður hagdeildar Samskipa og forstöðumaður fjármálasviðs hjá Straumi-Burðarás fjárfestingarbanka. Þórey hafi útskrifast sem viðskiptafræðingur (cand.oecon) af reikningshalds- og endurskoðunarsviði Háskóla Íslands árið 1995. Verkefnastjórinn frá Orku náttúrunnar Atli Björn Levy samgönguverkfræðingur hafi verið ráðinn forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu. Hann búi yfir fjölbreyttri reynslu sem verkfræðingur og verkefnastjóri. Atli Björn komi til Betri samgangna frá Orku náttúrunnar, þar sem hann hafi verið verkefnastjóri fjárfestingaverkefna á verkefnastofu. Hann hafi áður starfað á skrifstofu samgöngustjóra og á verkefnastofu umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, sem verkefnastjóri hjá Isavia og verkfræðingur hjá Verkís. Atli Björn hafi útskrifast með MSCE gráðu í samgönguverkfræði frá University of Washington í Seattle árið 2007 og lokið B.Sc. námi í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2003. Var hjá NATO eftir langan feril á Rúv Rakel Þorbergsdóttir, fréttamaður og samskiptaráðgjafi, hafi verið ráðin samskiptastjóri hjá Betri samgöngum. Hún eigi að baki langan fjölmiðlaferil, hafi starfað í rúma tvo áratugi hjá Rúv sem fréttamaður, þáttastjórnandi, vaktstjóri og loks sem fréttastjóri frá 2014 til 2022. Rakel hafi nú síðast starfað sem samskiptaráðgjafi fyrir utanríkisráðuneytið hjá NATO Force Integration Unit í Litáen. Hún hafi lokið meistaranámi í fjölmiðlun frá Emerson College í Boston árið 1999 og útskrifast með BA-gráðu í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands árið 1996. Hækkaður í tign Loks segir að Þorsteinn R. Hermannsson, sem gegnt hafi stöðu forstöðumanns þróunar hjá Betri samgöngum frá árinu 2021, hafi verið gerður að aðstoðarframkvæmdastjóra. Hann hafi verið samgöngustjóri Reykjavíkurborgar frá 2016 til 2021. Þorsteinn hafi áður verið fagstjóri samgangna hjá Mannviti, verkfræðingur samgönguáætlunar í samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu, sviðsstjóri umferðar- og skipulagssviðs hjá Mannviti og samgönguverkfræðingur hjá Hönnun hf. Hann hafi útskrifast með MSCE gráðu í samgönguverkfræði frá University of Washington árið 2005 og lokið B.Sc. námi í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2001. Fyrir uppfærslu samgöngusáttmálans hafi starfsmenn Betri samgangna verið þrír, þeir Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri, Þorsteinn R. Hermannsson aðstoðarframkvæmdastjóri og Þröstur Guðmundsson, forstöðumaður verkefna og áætlana.
Samgöngur Borgarlína Vistaskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira