Er ekki bara best að hætta þessu bulli og kjósa? Óli Valur Pétursson skrifar 10. október 2024 12:33 Ég fagna ályktun hreyfingarinnar (áður þekkt sem Vinstrihreyfingin grænt framboð) að slíta stjórnarsamstarfinu og boða til kosninga í vor. Ég var hluti að ályktun sem að miðstjórn Ungs jafnaðarfólks sendi frá sér, þar sem kallað var eftir kosningum í apríl síðastliðnum þegar að fyrrum forsætisráðherra ákvað að hoppa frá borði og fara frekar í forsetaframboð. Ekki hefur verið fallið frá þeirri kröfu. Þó að ég fagni ályktun hreyfingarinnar þá er greinilegt að hún hafi verið geld á landsfundi. Að segja „æskilegt sé að boða til kosninga í vor“ er ekki loforð um kosningar heldur gylliboð fyrir fólkið í landinu sem að á skilið og þráir breytingar. Þjóðin gæti því setið uppi með óstarfhæfa ríkisstjórn fram í september á næsta ári. Traust ríkisstjórnarinnar hefur aldrei verið minna og liggur við að landsfundur hreyfingarinnar hafi verið ákveðin púðurtunna inn í stjórnarsamstarfið. Ástandið var eldfimt fyrir en dagana eftir landsfund eru stjórnarflokkarnir lítið búnir að gera annað en að grafa djúpar skotgrafir og kenna hvort öðru um slæmt gengi ríkisstjórnarinnar. Á meðan að ríkistjórnarflokkarnir rífast blæðir heimilum landsmanna út. Ríkisstjórnarsamstarfið sem virðist hanga saman á frasanum „það eru mikilvægir málaflokkar sem þarf að vinna að“. GUÐ BLESSI ÍSLAND! Ríkisstjórnin hefur ekki getað sinnt mikilvægum málaflokkum í sjö ár og er að öllum líkindum ekki að fara ná að vinna saman í dauðateygjunum. Ríkisstjórnarsamstarfið er löngu komið á leiðarenda og æskilegt að boða sem fyrst til kosninga. Fólkið í landinu á betra skilið. Höfundur situr í framkvæmdarstjórn Ungs jafnaðarfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég fagna ályktun hreyfingarinnar (áður þekkt sem Vinstrihreyfingin grænt framboð) að slíta stjórnarsamstarfinu og boða til kosninga í vor. Ég var hluti að ályktun sem að miðstjórn Ungs jafnaðarfólks sendi frá sér, þar sem kallað var eftir kosningum í apríl síðastliðnum þegar að fyrrum forsætisráðherra ákvað að hoppa frá borði og fara frekar í forsetaframboð. Ekki hefur verið fallið frá þeirri kröfu. Þó að ég fagni ályktun hreyfingarinnar þá er greinilegt að hún hafi verið geld á landsfundi. Að segja „æskilegt sé að boða til kosninga í vor“ er ekki loforð um kosningar heldur gylliboð fyrir fólkið í landinu sem að á skilið og þráir breytingar. Þjóðin gæti því setið uppi með óstarfhæfa ríkisstjórn fram í september á næsta ári. Traust ríkisstjórnarinnar hefur aldrei verið minna og liggur við að landsfundur hreyfingarinnar hafi verið ákveðin púðurtunna inn í stjórnarsamstarfið. Ástandið var eldfimt fyrir en dagana eftir landsfund eru stjórnarflokkarnir lítið búnir að gera annað en að grafa djúpar skotgrafir og kenna hvort öðru um slæmt gengi ríkisstjórnarinnar. Á meðan að ríkistjórnarflokkarnir rífast blæðir heimilum landsmanna út. Ríkisstjórnarsamstarfið sem virðist hanga saman á frasanum „það eru mikilvægir málaflokkar sem þarf að vinna að“. GUÐ BLESSI ÍSLAND! Ríkisstjórnin hefur ekki getað sinnt mikilvægum málaflokkum í sjö ár og er að öllum líkindum ekki að fara ná að vinna saman í dauðateygjunum. Ríkisstjórnarsamstarfið er löngu komið á leiðarenda og æskilegt að boða sem fyrst til kosninga. Fólkið í landinu á betra skilið. Höfundur situr í framkvæmdarstjórn Ungs jafnaðarfólks.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar