„Annað hvort væri ég ólétt eða að hætta“ Aron Guðmundsson skrifar 10. október 2024 12:33 Ásta Eir lauk ferli sínum með sjálfum Íslandsmeistaratitlinum Vísir/Einar Líkt og greint var frá í upphafi vikunnar hefur Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ákvörðun Ástu á sér aðdraganda og átti hún hjartnæma stund með liðsfélögum sínum fyrir nokkrum vikum síðan er hún greindi þeim frá ákvörðun sinni. Ferill Ástu Eirar fékk fullkomin endalok um síðastliðna helgi er Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta í kjölfar hreins úrslitaleiks við Val um titilinn í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildarinnar. Degi eftir að titillinn var í höfn birtist myndskeið á samfélagsmiðlum Breiðbliks þar sem Ásta Eir greindi frá þeirri ákvörðun sinni að láta gott heita af knattspyrnuiðkun. Þremur Íslandsmeistaratitlum, þremur bikarmeistaratitlum og mörgum góðum minningum ríkari. Ásta fór að leiða hugann að endalokum ferilsins fyrir nýafstaðið tímabil og eftir því sem leið á það tímabil var það skýrara í hennar huga að nú væri rétti tímapunkturinn til þess að leggja skóna á hilluna. Hún hafði látið fjölskyldu sína vita af þessum vangaveltum og fyrir nokkrum vikum síðan bað hún um fund með þjálfarateymi Breiðbliks og þar leysti hún frá skjóðunni. „Ég sagði þjálfarateyminu frá þessu fyrst fyrir ekki svo löngu síðan. Nokkrum vikum. Sem var dálítið skemmtilegt þegar að ég hugsa til baka. Ég hef verið þannig leikmaður að ég er ekki oft að biðja um fund með þjálfarateyminu. Og það var alveg greinilegt á þeim að þeirra hugsun var að annað hvort væri ég ólétt eða að fara hætta. Þau lásu mig greinilega vel.“ Svo kom að því að segja liðsfélögunum frá þessu. „Svo ákvað ég að segja stelpunum þetta fyrir kannski tveimur til þremur vikum síðan. Það var eiginlega erfiðasti parturinn. Ég var búin að hugsa einhverja ræðu í hausnum á mér og æfa hana svona hundrað sinnum í bílnum á leiðinni á æfingar. Vildi reyna að passa mig að halda andliti en svo féllu tár. Þær grétu með mér og þetta var ótrúlega góð stund að eiga fyrir okkur allar. Þær sýndu mér mjög mikinn stuðning og ég gæti ekki hafa beðið um betri liðsfélaga til að klára þennan feril með. Ég er þeim ótrúlega þakklát.“ Viðtalið við Ástu Eir í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Enn neðar má svo finna hlekk á viðtalið í hlaðvarpsformi. Besta deild kvenna Breiðablik Íslenski boltinn Kópavogur Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Leik lokið: FH-Stjarnan 2-1 | Frábært mark Birnu kveikti í FH-liðinu Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Sjá meira
Ferill Ástu Eirar fékk fullkomin endalok um síðastliðna helgi er Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta í kjölfar hreins úrslitaleiks við Val um titilinn í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildarinnar. Degi eftir að titillinn var í höfn birtist myndskeið á samfélagsmiðlum Breiðbliks þar sem Ásta Eir greindi frá þeirri ákvörðun sinni að láta gott heita af knattspyrnuiðkun. Þremur Íslandsmeistaratitlum, þremur bikarmeistaratitlum og mörgum góðum minningum ríkari. Ásta fór að leiða hugann að endalokum ferilsins fyrir nýafstaðið tímabil og eftir því sem leið á það tímabil var það skýrara í hennar huga að nú væri rétti tímapunkturinn til þess að leggja skóna á hilluna. Hún hafði látið fjölskyldu sína vita af þessum vangaveltum og fyrir nokkrum vikum síðan bað hún um fund með þjálfarateymi Breiðbliks og þar leysti hún frá skjóðunni. „Ég sagði þjálfarateyminu frá þessu fyrst fyrir ekki svo löngu síðan. Nokkrum vikum. Sem var dálítið skemmtilegt þegar að ég hugsa til baka. Ég hef verið þannig leikmaður að ég er ekki oft að biðja um fund með þjálfarateyminu. Og það var alveg greinilegt á þeim að þeirra hugsun var að annað hvort væri ég ólétt eða að fara hætta. Þau lásu mig greinilega vel.“ Svo kom að því að segja liðsfélögunum frá þessu. „Svo ákvað ég að segja stelpunum þetta fyrir kannski tveimur til þremur vikum síðan. Það var eiginlega erfiðasti parturinn. Ég var búin að hugsa einhverja ræðu í hausnum á mér og æfa hana svona hundrað sinnum í bílnum á leiðinni á æfingar. Vildi reyna að passa mig að halda andliti en svo féllu tár. Þær grétu með mér og þetta var ótrúlega góð stund að eiga fyrir okkur allar. Þær sýndu mér mjög mikinn stuðning og ég gæti ekki hafa beðið um betri liðsfélaga til að klára þennan feril með. Ég er þeim ótrúlega þakklát.“ Viðtalið við Ástu Eir í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Enn neðar má svo finna hlekk á viðtalið í hlaðvarpsformi.
Besta deild kvenna Breiðablik Íslenski boltinn Kópavogur Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Leik lokið: FH-Stjarnan 2-1 | Frábært mark Birnu kveikti í FH-liðinu Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Sjá meira