Nadal leggur spaðann á hilluna: Síðustu tvö ár verið sérstaklega erfið Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2024 10:10 Rafael Nadal keppti á Ólympíuleikunum í París í sumar og það reyndust hans síðustu leikar. Getty Spænska tennisgoðsögnin Rafael Nadal hefur ákveðið að leggja spaðann á hilluna í lok þessa keppnistímabils. Hann hefur unnið 22 risamót á ferlinum. Hinn 38 ára gamli Nadal ætlar að láta síðasta mót sitt vera heima á Spáni í nóvember, þar sem úrslitakeppni landsliðamótsins Davis Cup fer fram í Málaga. „Ég er hér til að láta ykkur vita að ég er að hætta sem atvinnumaður í tennis,“ sagði Nadal í myndbandi. Meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá honum síðustu misseri. „Raunin er sú að þetta hafa verið erfið ár, sérstaklega tvö síðustu. Ég held að ég hafi ekki getað spilað tennis af fullum þrótti,“ sagði Nadal þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. View this post on Instagram A post shared by Rafa Nadal (@rafaelnadal) Nadal hefur verið kallaður „konungur leirsins“ en hann hefur ætíð kunnað sérstaklega vel við sig á leirvöllum. Hann á til að mynda metið yfir flesta titla í einliðaleik á Opna franska mótinu, sem hann vann 14 sinnum. Hann vann 112 af 116 leikjum sínum á Roland Garros á vellinum. Alls vann Nadal 22 risamót, eins og fyrr segir, og aðeins einn hans helsti keppinautur í gegnum tíðina, Novak Djokovic, hefur unnið fleiri. Rafael Nadal has announced his retirement from professional tennis 🎾The 22-time Grand Slam champion will retire from tennis after November's Davis Cup finals 🥺🇫🇷 14 x French Open🇺🇸 4 x US Open🇬🇧 2 x Wimbledon🇦🇺 2 x Australian OpenWhat a career 👏👏 pic.twitter.com/sl3Nbt2Xx5— FUN88 (@fun88eng) October 10, 2024 Djokovic vann Opna bandaríska mótið fjórum sinnum, og Opna ástralska og Wimbledon-mótið tvisvar sinnum hvort. Hann vann einnig ólympíugull í einliðaleik og tvíliðaleik, og hefur unnið Davis Cup fimm sinnum með Spáni, síðast árið 2019. „Ég held að núna sé við hæfi að ljúka ferli sem hefur verið langur og mun farsælli en mig hefði nokkurn tímann órað fyrir. Ég er mjög spenntur fyrir lokamótinu mínu þegar ég keppi fyrir þjóð mína á Davis Cup,“ sagði Nadal. Tennis Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Sjá meira
Hinn 38 ára gamli Nadal ætlar að láta síðasta mót sitt vera heima á Spáni í nóvember, þar sem úrslitakeppni landsliðamótsins Davis Cup fer fram í Málaga. „Ég er hér til að láta ykkur vita að ég er að hætta sem atvinnumaður í tennis,“ sagði Nadal í myndbandi. Meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá honum síðustu misseri. „Raunin er sú að þetta hafa verið erfið ár, sérstaklega tvö síðustu. Ég held að ég hafi ekki getað spilað tennis af fullum þrótti,“ sagði Nadal þegar hann tilkynnti ákvörðun sína. View this post on Instagram A post shared by Rafa Nadal (@rafaelnadal) Nadal hefur verið kallaður „konungur leirsins“ en hann hefur ætíð kunnað sérstaklega vel við sig á leirvöllum. Hann á til að mynda metið yfir flesta titla í einliðaleik á Opna franska mótinu, sem hann vann 14 sinnum. Hann vann 112 af 116 leikjum sínum á Roland Garros á vellinum. Alls vann Nadal 22 risamót, eins og fyrr segir, og aðeins einn hans helsti keppinautur í gegnum tíðina, Novak Djokovic, hefur unnið fleiri. Rafael Nadal has announced his retirement from professional tennis 🎾The 22-time Grand Slam champion will retire from tennis after November's Davis Cup finals 🥺🇫🇷 14 x French Open🇺🇸 4 x US Open🇬🇧 2 x Wimbledon🇦🇺 2 x Australian OpenWhat a career 👏👏 pic.twitter.com/sl3Nbt2Xx5— FUN88 (@fun88eng) October 10, 2024 Djokovic vann Opna bandaríska mótið fjórum sinnum, og Opna ástralska og Wimbledon-mótið tvisvar sinnum hvort. Hann vann einnig ólympíugull í einliðaleik og tvíliðaleik, og hefur unnið Davis Cup fimm sinnum með Spáni, síðast árið 2019. „Ég held að núna sé við hæfi að ljúka ferli sem hefur verið langur og mun farsælli en mig hefði nokkurn tímann órað fyrir. Ég er mjög spenntur fyrir lokamótinu mínu þegar ég keppi fyrir þjóð mína á Davis Cup,“ sagði Nadal.
Tennis Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Sjá meira