Halla talar ensku við kónginn: „Ég held að það sé kannski nýi tíminn“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. október 2024 10:33 Halla Tómasdóttir flutti ræðu eins og hefð er fyrir í veislu sér til heiðurs í Kristjánsborgarhöll. Getty Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hélt ræðu í veislu sér til heiðurs í Kristjánsborg í fyrradag en flutti hana nær einvörðungu á ensku. Hún er fyrst allra forseta lýðveldisins til að flytja ræðuna ekki á dönsku. Í fyrradag hélt Friðrik X Danakonungur stærðarinnar veislu til heiðurs Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og Birni Skúlasyni eiginmanni hennar. Engu var til sparað og gekk hver ráðherrann, aðalsmaðurinn og viðskiptajöfurinn á fætur öðrum inn í tígulegan móttökusal Kristjánsborgarhallar. Fyrst forseta að einum undanskildum Samskipti þjóðhöfðingjanna á milli fóru einnig fram aðallega á ensku Þetta markar ákveðin tímamót í samskiptum milli þessara tveggja þéttofnu þjóða þar sem allir forsetar lýðveldisins hafa flutt ræður sínar á dönsku, að Sveini Björnssyni undanskildum en hann fór aldrei í opinbera heimsókn til Danmerkur. Veislan fór fram í glæsilegum sal í Kristjánsborgarhöll.vísir/rafn Dönskukunnátta er útbreidd á Íslandi og þá sérstaklega vegna þess hve margir Íslendingar sækja nám og atvinnu til Danmerkur. Nýlega kom fram að samkvæmt skoðanakönnun veldi fimmtungur Íslendinga Danmörku sem helsta dvalarstað ef þeir flyttust úr landi. En á undanförnum áratugum hafa orðið umfagnsmiklar breytingar í málumhverfi Íslendinga. Andrésblöð heita nú eftir Andrési Önd ekki Andersi And og hversdagsleikinn er sífellt meira á ensku. Enska er jú alheimsmálið og því ekki furða að hún sé íburðarmeiri í daglegu lífi heldur en danskan. Menntaskóladanskan dugað hingað til Hingað til hefur verið gert ráð fyrir því að forseti lýðveldisins sé dönskumælandi, í það minnsta nógu fær til að geta átt í kurteisishjali við konung og flutt ræðu. Íslenski hreimurinn hefur verið misáberandi í gegnum árin að öðru leyti hefur málið verið lýtalaus ríkisdanska. Ásgeir Ásgeirsson og Kristján Eldjárn sem við tók af honum voru báðir menntaðir í Kaupmannahöfn sem og Vigdís Finnbogadóttir lagði sig fram við að tala mál heimamanna nánast hvert sem hún fór í embætti. Hún og Margrét Þórhildur Danadrottning hafa einnig verið perluvinkonur frá hennar fyrstu heimsókn. Þó svo að langt væri liðið frá dögum konungssambandsins reiddu Ólafur Ragnar Grímsson og Guðni Th. Jóhannesson sig á menntaskóladönskuna í samskiptum við Margréti Þórhildi. Það má því segja að móttakan hafi markað tímamót í sambandi Íslands við fyrrverandi konunga sína í Amalíuborg þar sem ekki er lengur hægt að ganga að því vísu að forseti Íslands tali dönsku. Að minnsta kosti ekki næga til að treysta sér til að ræða mikilvæg málefni við þjóðhöfðingja annarra ríkja. Nýir tímar Halla sjálf segir í samtali við fréttastofu í gær að henni hafi fundist það skipta máli að allir sem viðstaddir voru veisluna hefðu tækifæri til að tengja við ræðuna. Nýir tímar geri kröfu um meira tungumálaflakk og notkun ensku tryggi það að samskipti fari fram á jafningjagrundvelli. „Ég hélt ræðu fyrir danska þingið í gær á dönsku og var sagt að það hefði heppnast ágætlega þó ég væri auðvitað full efasemdum um getu mína til að gera það. Ég get alveg talað dönskuna og hefði alveg getað flutt alla ræðuna á dönsku. Mér fannst skipta máli, af því að í herberginu var fólk sem hvorki skilur né talar dönsku, að hafa hana á þremur tungumálum og gefa öllum tækifæri til að tengja við hana,“ segir hún. Halla segir ensku tryggja jafningjagrundvöll í samskiptum.Vísir/Rafn Því hafi hún ákveðið að þakka konungshjónunum á þeirra móðurmáli en hafa ræðuna mestmegnis á ensku. „Ég held að það sé kannski nýi tíminn að við þurfum aðeins að flakka á milli tungumálanna. Eigum við ekki að segja að enskan sé allavega það tungumál sem fleiri nýta til að vera á jafningjagrunni en íslenskan eða danskan,“ segir Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Líkt og DV benti á fyrr í gær sýnist sitt hverjum um þessa breytingu. Á samfélagsmiðlum hafa þónokkrir Íslendingar gagnrýnt Höllu en aðrir komið henni til varnar. Hvort gærkvöldið sé til marks um varandi breytingu á tíminn eftir að leiða í ljós. Forseti Íslands Danmörk Utanríkismál Friðrik X Danakonungur Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Sjá meira
Í fyrradag hélt Friðrik X Danakonungur stærðarinnar veislu til heiðurs Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og Birni Skúlasyni eiginmanni hennar. Engu var til sparað og gekk hver ráðherrann, aðalsmaðurinn og viðskiptajöfurinn á fætur öðrum inn í tígulegan móttökusal Kristjánsborgarhallar. Fyrst forseta að einum undanskildum Samskipti þjóðhöfðingjanna á milli fóru einnig fram aðallega á ensku Þetta markar ákveðin tímamót í samskiptum milli þessara tveggja þéttofnu þjóða þar sem allir forsetar lýðveldisins hafa flutt ræður sínar á dönsku, að Sveini Björnssyni undanskildum en hann fór aldrei í opinbera heimsókn til Danmerkur. Veislan fór fram í glæsilegum sal í Kristjánsborgarhöll.vísir/rafn Dönskukunnátta er útbreidd á Íslandi og þá sérstaklega vegna þess hve margir Íslendingar sækja nám og atvinnu til Danmerkur. Nýlega kom fram að samkvæmt skoðanakönnun veldi fimmtungur Íslendinga Danmörku sem helsta dvalarstað ef þeir flyttust úr landi. En á undanförnum áratugum hafa orðið umfagnsmiklar breytingar í málumhverfi Íslendinga. Andrésblöð heita nú eftir Andrési Önd ekki Andersi And og hversdagsleikinn er sífellt meira á ensku. Enska er jú alheimsmálið og því ekki furða að hún sé íburðarmeiri í daglegu lífi heldur en danskan. Menntaskóladanskan dugað hingað til Hingað til hefur verið gert ráð fyrir því að forseti lýðveldisins sé dönskumælandi, í það minnsta nógu fær til að geta átt í kurteisishjali við konung og flutt ræðu. Íslenski hreimurinn hefur verið misáberandi í gegnum árin að öðru leyti hefur málið verið lýtalaus ríkisdanska. Ásgeir Ásgeirsson og Kristján Eldjárn sem við tók af honum voru báðir menntaðir í Kaupmannahöfn sem og Vigdís Finnbogadóttir lagði sig fram við að tala mál heimamanna nánast hvert sem hún fór í embætti. Hún og Margrét Þórhildur Danadrottning hafa einnig verið perluvinkonur frá hennar fyrstu heimsókn. Þó svo að langt væri liðið frá dögum konungssambandsins reiddu Ólafur Ragnar Grímsson og Guðni Th. Jóhannesson sig á menntaskóladönskuna í samskiptum við Margréti Þórhildi. Það má því segja að móttakan hafi markað tímamót í sambandi Íslands við fyrrverandi konunga sína í Amalíuborg þar sem ekki er lengur hægt að ganga að því vísu að forseti Íslands tali dönsku. Að minnsta kosti ekki næga til að treysta sér til að ræða mikilvæg málefni við þjóðhöfðingja annarra ríkja. Nýir tímar Halla sjálf segir í samtali við fréttastofu í gær að henni hafi fundist það skipta máli að allir sem viðstaddir voru veisluna hefðu tækifæri til að tengja við ræðuna. Nýir tímar geri kröfu um meira tungumálaflakk og notkun ensku tryggi það að samskipti fari fram á jafningjagrundvelli. „Ég hélt ræðu fyrir danska þingið í gær á dönsku og var sagt að það hefði heppnast ágætlega þó ég væri auðvitað full efasemdum um getu mína til að gera það. Ég get alveg talað dönskuna og hefði alveg getað flutt alla ræðuna á dönsku. Mér fannst skipta máli, af því að í herberginu var fólk sem hvorki skilur né talar dönsku, að hafa hana á þremur tungumálum og gefa öllum tækifæri til að tengja við hana,“ segir hún. Halla segir ensku tryggja jafningjagrundvöll í samskiptum.Vísir/Rafn Því hafi hún ákveðið að þakka konungshjónunum á þeirra móðurmáli en hafa ræðuna mestmegnis á ensku. „Ég held að það sé kannski nýi tíminn að við þurfum aðeins að flakka á milli tungumálanna. Eigum við ekki að segja að enskan sé allavega það tungumál sem fleiri nýta til að vera á jafningjagrunni en íslenskan eða danskan,“ segir Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Líkt og DV benti á fyrr í gær sýnist sitt hverjum um þessa breytingu. Á samfélagsmiðlum hafa þónokkrir Íslendingar gagnrýnt Höllu en aðrir komið henni til varnar. Hvort gærkvöldið sé til marks um varandi breytingu á tíminn eftir að leiða í ljós.
Forseti Íslands Danmörk Utanríkismál Friðrik X Danakonungur Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Sjá meira