Halla talar ensku við kónginn: „Ég held að það sé kannski nýi tíminn“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. október 2024 10:33 Halla Tómasdóttir flutti ræðu eins og hefð er fyrir í veislu sér til heiðurs í Kristjánsborgarhöll. Getty Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hélt ræðu í veislu sér til heiðurs í Kristjánsborg í fyrradag en flutti hana nær einvörðungu á ensku. Hún er fyrst allra forseta lýðveldisins til að flytja ræðuna ekki á dönsku. Í fyrradag hélt Friðrik X Danakonungur stærðarinnar veislu til heiðurs Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og Birni Skúlasyni eiginmanni hennar. Engu var til sparað og gekk hver ráðherrann, aðalsmaðurinn og viðskiptajöfurinn á fætur öðrum inn í tígulegan móttökusal Kristjánsborgarhallar. Fyrst forseta að einum undanskildum Samskipti þjóðhöfðingjanna á milli fóru einnig fram aðallega á ensku Þetta markar ákveðin tímamót í samskiptum milli þessara tveggja þéttofnu þjóða þar sem allir forsetar lýðveldisins hafa flutt ræður sínar á dönsku, að Sveini Björnssyni undanskildum en hann fór aldrei í opinbera heimsókn til Danmerkur. Veislan fór fram í glæsilegum sal í Kristjánsborgarhöll.vísir/rafn Dönskukunnátta er útbreidd á Íslandi og þá sérstaklega vegna þess hve margir Íslendingar sækja nám og atvinnu til Danmerkur. Nýlega kom fram að samkvæmt skoðanakönnun veldi fimmtungur Íslendinga Danmörku sem helsta dvalarstað ef þeir flyttust úr landi. En á undanförnum áratugum hafa orðið umfagnsmiklar breytingar í málumhverfi Íslendinga. Andrésblöð heita nú eftir Andrési Önd ekki Andersi And og hversdagsleikinn er sífellt meira á ensku. Enska er jú alheimsmálið og því ekki furða að hún sé íburðarmeiri í daglegu lífi heldur en danskan. Menntaskóladanskan dugað hingað til Hingað til hefur verið gert ráð fyrir því að forseti lýðveldisins sé dönskumælandi, í það minnsta nógu fær til að geta átt í kurteisishjali við konung og flutt ræðu. Íslenski hreimurinn hefur verið misáberandi í gegnum árin að öðru leyti hefur málið verið lýtalaus ríkisdanska. Ásgeir Ásgeirsson og Kristján Eldjárn sem við tók af honum voru báðir menntaðir í Kaupmannahöfn sem og Vigdís Finnbogadóttir lagði sig fram við að tala mál heimamanna nánast hvert sem hún fór í embætti. Hún og Margrét Þórhildur Danadrottning hafa einnig verið perluvinkonur frá hennar fyrstu heimsókn. Þó svo að langt væri liðið frá dögum konungssambandsins reiddu Ólafur Ragnar Grímsson og Guðni Th. Jóhannesson sig á menntaskóladönskuna í samskiptum við Margréti Þórhildi. Það má því segja að móttakan hafi markað tímamót í sambandi Íslands við fyrrverandi konunga sína í Amalíuborg þar sem ekki er lengur hægt að ganga að því vísu að forseti Íslands tali dönsku. Að minnsta kosti ekki næga til að treysta sér til að ræða mikilvæg málefni við þjóðhöfðingja annarra ríkja. Nýir tímar Halla sjálf segir í samtali við fréttastofu í gær að henni hafi fundist það skipta máli að allir sem viðstaddir voru veisluna hefðu tækifæri til að tengja við ræðuna. Nýir tímar geri kröfu um meira tungumálaflakk og notkun ensku tryggi það að samskipti fari fram á jafningjagrundvelli. „Ég hélt ræðu fyrir danska þingið í gær á dönsku og var sagt að það hefði heppnast ágætlega þó ég væri auðvitað full efasemdum um getu mína til að gera það. Ég get alveg talað dönskuna og hefði alveg getað flutt alla ræðuna á dönsku. Mér fannst skipta máli, af því að í herberginu var fólk sem hvorki skilur né talar dönsku, að hafa hana á þremur tungumálum og gefa öllum tækifæri til að tengja við hana,“ segir hún. Halla segir ensku tryggja jafningjagrundvöll í samskiptum.Vísir/Rafn Því hafi hún ákveðið að þakka konungshjónunum á þeirra móðurmáli en hafa ræðuna mestmegnis á ensku. „Ég held að það sé kannski nýi tíminn að við þurfum aðeins að flakka á milli tungumálanna. Eigum við ekki að segja að enskan sé allavega það tungumál sem fleiri nýta til að vera á jafningjagrunni en íslenskan eða danskan,“ segir Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Líkt og DV benti á fyrr í gær sýnist sitt hverjum um þessa breytingu. Á samfélagsmiðlum hafa þónokkrir Íslendingar gagnrýnt Höllu en aðrir komið henni til varnar. Hvort gærkvöldið sé til marks um varandi breytingu á tíminn eftir að leiða í ljós. Forseti Íslands Danmörk Utanríkismál Friðrik X Danakonungur Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Í fyrradag hélt Friðrik X Danakonungur stærðarinnar veislu til heiðurs Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og Birni Skúlasyni eiginmanni hennar. Engu var til sparað og gekk hver ráðherrann, aðalsmaðurinn og viðskiptajöfurinn á fætur öðrum inn í tígulegan móttökusal Kristjánsborgarhallar. Fyrst forseta að einum undanskildum Samskipti þjóðhöfðingjanna á milli fóru einnig fram aðallega á ensku Þetta markar ákveðin tímamót í samskiptum milli þessara tveggja þéttofnu þjóða þar sem allir forsetar lýðveldisins hafa flutt ræður sínar á dönsku, að Sveini Björnssyni undanskildum en hann fór aldrei í opinbera heimsókn til Danmerkur. Veislan fór fram í glæsilegum sal í Kristjánsborgarhöll.vísir/rafn Dönskukunnátta er útbreidd á Íslandi og þá sérstaklega vegna þess hve margir Íslendingar sækja nám og atvinnu til Danmerkur. Nýlega kom fram að samkvæmt skoðanakönnun veldi fimmtungur Íslendinga Danmörku sem helsta dvalarstað ef þeir flyttust úr landi. En á undanförnum áratugum hafa orðið umfagnsmiklar breytingar í málumhverfi Íslendinga. Andrésblöð heita nú eftir Andrési Önd ekki Andersi And og hversdagsleikinn er sífellt meira á ensku. Enska er jú alheimsmálið og því ekki furða að hún sé íburðarmeiri í daglegu lífi heldur en danskan. Menntaskóladanskan dugað hingað til Hingað til hefur verið gert ráð fyrir því að forseti lýðveldisins sé dönskumælandi, í það minnsta nógu fær til að geta átt í kurteisishjali við konung og flutt ræðu. Íslenski hreimurinn hefur verið misáberandi í gegnum árin að öðru leyti hefur málið verið lýtalaus ríkisdanska. Ásgeir Ásgeirsson og Kristján Eldjárn sem við tók af honum voru báðir menntaðir í Kaupmannahöfn sem og Vigdís Finnbogadóttir lagði sig fram við að tala mál heimamanna nánast hvert sem hún fór í embætti. Hún og Margrét Þórhildur Danadrottning hafa einnig verið perluvinkonur frá hennar fyrstu heimsókn. Þó svo að langt væri liðið frá dögum konungssambandsins reiddu Ólafur Ragnar Grímsson og Guðni Th. Jóhannesson sig á menntaskóladönskuna í samskiptum við Margréti Þórhildi. Það má því segja að móttakan hafi markað tímamót í sambandi Íslands við fyrrverandi konunga sína í Amalíuborg þar sem ekki er lengur hægt að ganga að því vísu að forseti Íslands tali dönsku. Að minnsta kosti ekki næga til að treysta sér til að ræða mikilvæg málefni við þjóðhöfðingja annarra ríkja. Nýir tímar Halla sjálf segir í samtali við fréttastofu í gær að henni hafi fundist það skipta máli að allir sem viðstaddir voru veisluna hefðu tækifæri til að tengja við ræðuna. Nýir tímar geri kröfu um meira tungumálaflakk og notkun ensku tryggi það að samskipti fari fram á jafningjagrundvelli. „Ég hélt ræðu fyrir danska þingið í gær á dönsku og var sagt að það hefði heppnast ágætlega þó ég væri auðvitað full efasemdum um getu mína til að gera það. Ég get alveg talað dönskuna og hefði alveg getað flutt alla ræðuna á dönsku. Mér fannst skipta máli, af því að í herberginu var fólk sem hvorki skilur né talar dönsku, að hafa hana á þremur tungumálum og gefa öllum tækifæri til að tengja við hana,“ segir hún. Halla segir ensku tryggja jafningjagrundvöll í samskiptum.Vísir/Rafn Því hafi hún ákveðið að þakka konungshjónunum á þeirra móðurmáli en hafa ræðuna mestmegnis á ensku. „Ég held að það sé kannski nýi tíminn að við þurfum aðeins að flakka á milli tungumálanna. Eigum við ekki að segja að enskan sé allavega það tungumál sem fleiri nýta til að vera á jafningjagrunni en íslenskan eða danskan,“ segir Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Líkt og DV benti á fyrr í gær sýnist sitt hverjum um þessa breytingu. Á samfélagsmiðlum hafa þónokkrir Íslendingar gagnrýnt Höllu en aðrir komið henni til varnar. Hvort gærkvöldið sé til marks um varandi breytingu á tíminn eftir að leiða í ljós.
Forseti Íslands Danmörk Utanríkismál Friðrik X Danakonungur Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira