Bein útsending: „Óveður aldarinnar“ skellur á Flórída Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2024 23:30 Talið er að gífurleg úrkoma fylgi Milton. AP/Marta Lavandier Fellibylurinn Milton hefur náð landi í Flórída í Bandaríkjunum. Fjölmargir hvirfilbylir hafa skollið á Flórída í dag, í aðdraganda Miltons og er búist við mikilli eyðileggingu, nái fellibylurinn landi af þeim styrk sem spár gera ráð fyrir. Alls voru 133 hvirfilbyljaviðvaranir gefnar út í dag og hafa þær aldrei verið fleiri á einum degi í Flórída. Einn hvirfilbyljanna rústaði bílageymslu fógetans í St. Lucie. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að útlit væri fyrir að Milton yrði „óveður aldarinnar“. Norðurhluti auga Miltons náði landi á tólfta tímanum á miðvikudagskvöld og um það leyti sagði Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, að of seint væri fyrir fólk að reyna að flýja. Yfirvöld í Flórída höfðu sagt íbúum fimmtán sýslna að flýja heimili sín en þar er um að ræða um 7,2 milljónir manna. Kraftur Miltons hefur sveiflast til og frá á undanförnum dögum en þrátt fyrir það er búist við því að honum muni fylgja gífurlega öflugar vindhviður og hækkandi sjávarstaða. Sérfræðingar segja að þó fellibylurinn hafi misst kraft áður en auga hans náði landi muni það ekki breyta stöðuni mikið. Flóðin verið enn mikil og vindhraði gífurlegur. Sjá einnig: Milton safnar aftur krafti Þá er einnig búist við því að úrkoman frá Milton muni mælast allt að 46 sentímetrar. Margar vefmyndavélar má finna í Flórída og hafa fjölmiðlar vestanhafs einnig sett upp eigin myndavélar. Hér að neðan má sjá nokkrar slíkar sem áhugasamir geta fylgst með í kvöld og í nótt. Fréttin hefur verið uppfærð. Tweets by NHC_Atlantic Bandaríkin Fellibylurinn Milton Loftslagsmál Náttúruhamfarir Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Alls voru 133 hvirfilbyljaviðvaranir gefnar út í dag og hafa þær aldrei verið fleiri á einum degi í Flórída. Einn hvirfilbyljanna rústaði bílageymslu fógetans í St. Lucie. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að útlit væri fyrir að Milton yrði „óveður aldarinnar“. Norðurhluti auga Miltons náði landi á tólfta tímanum á miðvikudagskvöld og um það leyti sagði Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, að of seint væri fyrir fólk að reyna að flýja. Yfirvöld í Flórída höfðu sagt íbúum fimmtán sýslna að flýja heimili sín en þar er um að ræða um 7,2 milljónir manna. Kraftur Miltons hefur sveiflast til og frá á undanförnum dögum en þrátt fyrir það er búist við því að honum muni fylgja gífurlega öflugar vindhviður og hækkandi sjávarstaða. Sérfræðingar segja að þó fellibylurinn hafi misst kraft áður en auga hans náði landi muni það ekki breyta stöðuni mikið. Flóðin verið enn mikil og vindhraði gífurlegur. Sjá einnig: Milton safnar aftur krafti Þá er einnig búist við því að úrkoman frá Milton muni mælast allt að 46 sentímetrar. Margar vefmyndavélar má finna í Flórída og hafa fjölmiðlar vestanhafs einnig sett upp eigin myndavélar. Hér að neðan má sjá nokkrar slíkar sem áhugasamir geta fylgst með í kvöld og í nótt. Fréttin hefur verið uppfærð. Tweets by NHC_Atlantic
Bandaríkin Fellibylurinn Milton Loftslagsmál Náttúruhamfarir Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira