Telur að Óli Björn líti svo á að VG hafi kastað stríðshanskanum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. október 2024 12:05 Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir að tími málamiðlana hjá stjórnarflokkunum sé í raun liðinn og að í raun sé eins konar starfsstjórn við lýði frekar en ríkisstjórn sem ætli sér að ná málamiðlunum um stór mál. Stöð 2/Sigurjón Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að framganga Vinstri grænna sé með þeim hætti að útilokað sé að réttlæta áframhaldandi samstarf við þá í ríkisstjórn og segir hingað og ekki lengra. Stjórnmálafræðiprófessor segir stjórnarflokkana líta svo á að samstarfinu sé efnislega lokið og að þeir séu hættir málamiðlunum. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var ómyrkur í máli í skoðanagrein sinni í Morgunblaði dagsins. Greinin ber yfirskriftina „Hingað og ekki lengra“ og þar segir hann langlundargeð sitt endanlega þrotið. Framganga VG sé þess eðlis að útilokað sé að réttlæta áframhaldandi samstarf. Hann vísar til hvalamálsins svokallaða og nú síðast til ályktana sem flokksmenn VG stóðu að á nýliðnum landsfundi sem Óli Björn segir að séu kaldar kveðjur til Sjálfstæðisflokksins. Í greininni upplýsir hann að ákvörðun núverandi formanns VG um að fresta hvalveiðum sumarið 2023 hefði haft mikil áhrif á þá ákvörðum hans að segja af sér sem þingflokksformaður. Þess má geta að Óli Björn baðst undan viðtali þegar fréttatofa leitaði til hans. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir greinina til marks um enn meiri misklíð. „Traustið á milli flokkanna er farið, Vinstri grænir lýsa því yfir á sínum landsfundi að þessu samstarfi sé í rauninni efnislega lokið og það kemur ekki á óvart að samstarfsflokkarnir taki því illa. Margir almennir þingmenn hafa bókstaflega verið bara æfir út í samstarfsflokkinn. Óli Björn hefur nú oft kveðið fastar að orði en forysta Sjálfstæðisflokksins hefur gert. Hann lítur svo á að stríðshanskanum hafi verið kastað af Vinstri grænum með þessari ályktun og hann er bara að gíra sig upp í átökin.“ Eins konar starfsstjórn í stað ríkisstjórnar Nú sé svo komið að stjórnarflokkarnir þrír stýri í raun sínum ráðuneytum í mun minna samráði við hina stjórnarflokkana. „Núna er í rauninni er til þess að gera bara starfsstjórn í landinu fremur heldur en ríkisstjórn sem ætlar sér að ná malamiðlunum um stór mál og við erum bara að stefna í kosningar.“ Þetta þurfi þó ekki að þýða að blásið verði til kosninga þegar í stað. „Aðalmálið er þetta að samstarfinu, í þeirri merkinu að ná breiðri málamiðlun um stór mál, því er lokið, flokkarnir eru að skerpa á áherslum sínum og andstæðum á milli flokkanna, þeir eru ekki að reyna að ná yfir þær heldur þvert á móti og við þetta ástand munum við búa þar til kosið verður,“ segir Eiríkur Bergmann. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin á valdi „minnsta og veikasta“ flokksins „Framganga Vinstri grænna er með þeim hætti að útilokað er að réttlæta samstarf við þá í ríkisstjórn,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Langlundargeð hans sé á þrotum. 9. október 2024 09:56 Svandís eigi ekki kröfu á að „starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins“ „Ekki verður séð hvernig ráðherra, sem virðir ekki gildandi lög vegna þess að hann telur þau úrelt eða þau samræmist ekki eigin pólitískum áherslum, geti gert kröfu til þess að starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins.“ 10. janúar 2024 07:37 Þingflokksformaður vill geta horft í spegil Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðast ekki útiloka stuðning við vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra, komi hún fram. Bæjarstjóri segir hvalveiðibannið risastórt mál í huga Sjálfstæðismanna og gerir fastlega ráð fyrir því að tillagan verði lögð fram ef athugun leiðir í ljós að stjórnsýslulög hafi verið brotin. 29. ágúst 2023 12:21 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Sjá meira
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var ómyrkur í máli í skoðanagrein sinni í Morgunblaði dagsins. Greinin ber yfirskriftina „Hingað og ekki lengra“ og þar segir hann langlundargeð sitt endanlega þrotið. Framganga VG sé þess eðlis að útilokað sé að réttlæta áframhaldandi samstarf. Hann vísar til hvalamálsins svokallaða og nú síðast til ályktana sem flokksmenn VG stóðu að á nýliðnum landsfundi sem Óli Björn segir að séu kaldar kveðjur til Sjálfstæðisflokksins. Í greininni upplýsir hann að ákvörðun núverandi formanns VG um að fresta hvalveiðum sumarið 2023 hefði haft mikil áhrif á þá ákvörðum hans að segja af sér sem þingflokksformaður. Þess má geta að Óli Björn baðst undan viðtali þegar fréttatofa leitaði til hans. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir greinina til marks um enn meiri misklíð. „Traustið á milli flokkanna er farið, Vinstri grænir lýsa því yfir á sínum landsfundi að þessu samstarfi sé í rauninni efnislega lokið og það kemur ekki á óvart að samstarfsflokkarnir taki því illa. Margir almennir þingmenn hafa bókstaflega verið bara æfir út í samstarfsflokkinn. Óli Björn hefur nú oft kveðið fastar að orði en forysta Sjálfstæðisflokksins hefur gert. Hann lítur svo á að stríðshanskanum hafi verið kastað af Vinstri grænum með þessari ályktun og hann er bara að gíra sig upp í átökin.“ Eins konar starfsstjórn í stað ríkisstjórnar Nú sé svo komið að stjórnarflokkarnir þrír stýri í raun sínum ráðuneytum í mun minna samráði við hina stjórnarflokkana. „Núna er í rauninni er til þess að gera bara starfsstjórn í landinu fremur heldur en ríkisstjórn sem ætlar sér að ná malamiðlunum um stór mál og við erum bara að stefna í kosningar.“ Þetta þurfi þó ekki að þýða að blásið verði til kosninga þegar í stað. „Aðalmálið er þetta að samstarfinu, í þeirri merkinu að ná breiðri málamiðlun um stór mál, því er lokið, flokkarnir eru að skerpa á áherslum sínum og andstæðum á milli flokkanna, þeir eru ekki að reyna að ná yfir þær heldur þvert á móti og við þetta ástand munum við búa þar til kosið verður,“ segir Eiríkur Bergmann.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Ríkisstjórnin á valdi „minnsta og veikasta“ flokksins „Framganga Vinstri grænna er með þeim hætti að útilokað er að réttlæta samstarf við þá í ríkisstjórn,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Langlundargeð hans sé á þrotum. 9. október 2024 09:56 Svandís eigi ekki kröfu á að „starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins“ „Ekki verður séð hvernig ráðherra, sem virðir ekki gildandi lög vegna þess að hann telur þau úrelt eða þau samræmist ekki eigin pólitískum áherslum, geti gert kröfu til þess að starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins.“ 10. janúar 2024 07:37 Þingflokksformaður vill geta horft í spegil Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðast ekki útiloka stuðning við vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra, komi hún fram. Bæjarstjóri segir hvalveiðibannið risastórt mál í huga Sjálfstæðismanna og gerir fastlega ráð fyrir því að tillagan verði lögð fram ef athugun leiðir í ljós að stjórnsýslulög hafi verið brotin. 29. ágúst 2023 12:21 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Sjá meira
Ríkisstjórnin á valdi „minnsta og veikasta“ flokksins „Framganga Vinstri grænna er með þeim hætti að útilokað er að réttlæta samstarf við þá í ríkisstjórn,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Langlundargeð hans sé á þrotum. 9. október 2024 09:56
Svandís eigi ekki kröfu á að „starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins“ „Ekki verður séð hvernig ráðherra, sem virðir ekki gildandi lög vegna þess að hann telur þau úrelt eða þau samræmist ekki eigin pólitískum áherslum, geti gert kröfu til þess að starfa í skjóli Sjálfstæðisflokksins.“ 10. janúar 2024 07:37
Þingflokksformaður vill geta horft í spegil Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar virðast ekki útiloka stuðning við vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra, komi hún fram. Bæjarstjóri segir hvalveiðibannið risastórt mál í huga Sjálfstæðismanna og gerir fastlega ráð fyrir því að tillagan verði lögð fram ef athugun leiðir í ljós að stjórnsýslulög hafi verið brotin. 29. ágúst 2023 12:21