„Við sjáum afleiðingar þess að vinna ekki fyrir ofan fossinn“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. október 2024 12:32 Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Vísir Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir geðheilbrigðiskerfið hafa verið fjársvelt í áratugi á sama tíma og líðan þjóðar fari versnandi. Samtökin hafa sent stjórnvöldum enn eina umsögnina þess efnis. Það þurfi stórefla forvarnir og hætta að tala bara um einstaka átak sem fjari svo út eftir nokkra daga. Mikil umræða hefur komið fram um vanda í geðheilbrigðiskerfinu undanfarið. Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur í Grafarvogi benti í færslu á Facebook í gær að samfélagið horfi æ oftar á að fólk fái ekki þá aðstoð sem það þurfi þaðan. Geðsjúkdómar dragi fólk til dauða eins og krabbamein og hjartasjúkdómar. Færslan var í tilefni þess að á mánudaginn jarðsöng hún Kolfinnu Eldey Sigurðardóttur sem var tíu ára þegar hún lést. Faðir hennar situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa orðið henni að bana. Arna benti á ef við viljum koma í veg fyrir fleiri voðaverk, þar sem saklaus börn láti lífið, þá þurfi samfélagið að spýta í lófana og þrýsta á stjórnvöld um að efla verulega alla geðheilbrigðisþjónustu. Stjórnvöld þurfi nú að bregðast við Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir geðheilbrigðiskerfið hafi verið fjársvelt í áratugi á sama tíma og líðan sérstaklega hjá börnum og ungmennum sé að versna. Nú í október hafi samtökin sent fjárlaganefnd enn eina umsögnina þar sem þau benda á að geðheilbrigðismál hér á landi séu ekki tekin nægjanlega alvarlega þrátt vísbendingar um alvarlega stöðu í samfélaginu. Við erum ekkert að bregðast við þessu, þessum alvarlegu ábendingum frá svo mörgum stöðum. Þetta er það sem við eigum að setja fyrst á dagskrá því þarna er innviðaskuldin stærst. Við að geðdeild Landspítalans er í gömlum húsum, þar er hvert rúm skipað, það er mikil starfsmannavelta. Það er lítil fagmenntun, hugmyndafræði er gamaldags. Þetta er geðheilbrigðiskerfið á Íslandi. Því miður. Það er hins vegar ekki bara það að við séum búin að svelta geðheilbrigðiskerfið. Það er svo margt í samfélaginu sem við verðum að endurskoða,“ segir hann. Fólk með geðrænan vanda beiti ekki meira ofbeldi en aðrir Grímur segir hins vegar varasamt að benda á að fólk sem glímir við geðrænan vanda beiti meira ofbeldi en aðrir. „Fólk með geðrænar áskoranir er ekki fólkið sem beitir annað fólk ofbeldi í meira mæli en aðrir hins. Það er bara jafnt yfir vegar er fólk með geðrænar áskoranir tíu sinnum líklegra að verða fyrir ofbeldi. Það er mikið ofbeldi í samfélaginu því miður. Ég held að samfélagsgerðin okkar sé ekki mjög vinsamleg því miður,“ segir hann. Þá segir hann skorta forvarnir. „Við sjáum afleiðingar þess að vinna ekki fyrir ofan fossinn eins og við köllum það. Það er er alvarlegast í þessu máli,“ segir hann. Það sé ekki nóg að ráðast í einstaka átak heldur þurfi að vinna jafnt og þétt í forvörnum. „Það er svo sorglegt að sjá að umræða um átak og forvarnir dugir aðeins í nokkra daga í kringum hræðilega hluti eins og gerðust í sumar en fjarar svo út. Það þarf alltaf að vinna í forvörnum þegar þessir hræðilegu hluti sem gerðust í sumar þá kemur átak í nokkra daga þar sem við ætlum að gera betur,“ segir Grímur að lokum. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Mikil umræða hefur komið fram um vanda í geðheilbrigðiskerfinu undanfarið. Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur í Grafarvogi benti í færslu á Facebook í gær að samfélagið horfi æ oftar á að fólk fái ekki þá aðstoð sem það þurfi þaðan. Geðsjúkdómar dragi fólk til dauða eins og krabbamein og hjartasjúkdómar. Færslan var í tilefni þess að á mánudaginn jarðsöng hún Kolfinnu Eldey Sigurðardóttur sem var tíu ára þegar hún lést. Faðir hennar situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa orðið henni að bana. Arna benti á ef við viljum koma í veg fyrir fleiri voðaverk, þar sem saklaus börn láti lífið, þá þurfi samfélagið að spýta í lófana og þrýsta á stjórnvöld um að efla verulega alla geðheilbrigðisþjónustu. Stjórnvöld þurfi nú að bregðast við Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir geðheilbrigðiskerfið hafi verið fjársvelt í áratugi á sama tíma og líðan sérstaklega hjá börnum og ungmennum sé að versna. Nú í október hafi samtökin sent fjárlaganefnd enn eina umsögnina þar sem þau benda á að geðheilbrigðismál hér á landi séu ekki tekin nægjanlega alvarlega þrátt vísbendingar um alvarlega stöðu í samfélaginu. Við erum ekkert að bregðast við þessu, þessum alvarlegu ábendingum frá svo mörgum stöðum. Þetta er það sem við eigum að setja fyrst á dagskrá því þarna er innviðaskuldin stærst. Við að geðdeild Landspítalans er í gömlum húsum, þar er hvert rúm skipað, það er mikil starfsmannavelta. Það er lítil fagmenntun, hugmyndafræði er gamaldags. Þetta er geðheilbrigðiskerfið á Íslandi. Því miður. Það er hins vegar ekki bara það að við séum búin að svelta geðheilbrigðiskerfið. Það er svo margt í samfélaginu sem við verðum að endurskoða,“ segir hann. Fólk með geðrænan vanda beiti ekki meira ofbeldi en aðrir Grímur segir hins vegar varasamt að benda á að fólk sem glímir við geðrænan vanda beiti meira ofbeldi en aðrir. „Fólk með geðrænar áskoranir er ekki fólkið sem beitir annað fólk ofbeldi í meira mæli en aðrir hins. Það er bara jafnt yfir vegar er fólk með geðrænar áskoranir tíu sinnum líklegra að verða fyrir ofbeldi. Það er mikið ofbeldi í samfélaginu því miður. Ég held að samfélagsgerðin okkar sé ekki mjög vinsamleg því miður,“ segir hann. Þá segir hann skorta forvarnir. „Við sjáum afleiðingar þess að vinna ekki fyrir ofan fossinn eins og við köllum það. Það er er alvarlegast í þessu máli,“ segir hann. Það sé ekki nóg að ráðast í einstaka átak heldur þurfi að vinna jafnt og þétt í forvörnum. „Það er svo sorglegt að sjá að umræða um átak og forvarnir dugir aðeins í nokkra daga í kringum hræðilega hluti eins og gerðust í sumar en fjarar svo út. Það þarf alltaf að vinna í forvörnum þegar þessir hræðilegu hluti sem gerðust í sumar þá kemur átak í nokkra daga þar sem við ætlum að gera betur,“ segir Grímur að lokum.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira