Klopp gæti ekki verið spenntari: „Lít á mig sem leiðbeinanda“ Sindri Sverrisson skrifar 9. október 2024 12:03 Jürgen Klopp var dýrkaður og dáður í Liverpool og kvaddur með tárum í vor. Nú hefur hann fundið sér nýtt starf. Getty/James Baylis Forráðamenn Red Bull binda miklar vonir við ráðningu Jürgens Klopp í starf alþjóða yfirmanns fótboltamála hjá samsteypunni. Sjálfur kveðst hann ekki geta verið spenntari. Klopp hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool í vor, eftir níu ár í því starfi, og var áður stjóri Dortmund og Mainz um árabil. Nú tekur við nýr kafli hjá þessum 57 ára gamla Þjóðverja sem þó er sagður vera með klásúlu í samningi sínum við Red Bull, sem geri honum kleift að taka við þýska landsliðinu bjóðist það. „Eftir næstum 25 ár á hliðarlínunni þá gæti ég ekki verið spenntari en fyrir svona verkefni. Hlutverkið mitt hefur breyst en ekki ástríðan fyrir fótbolta og fólkinu sem gerir leikinn að því sem hann er,“ sagði Klopp eftir að Red Bull tilkynnti um ráðningu hans í dag. Red Bull á knattspyrnufélögin RB Leipzig í Þýskalandi, Red Bull Salzburg og FC Liefering í Austurríki, Red Bull Bragantino í Brasilíu og New York Red Bulls í Bandaríkjunum, en er einnig áberandi til að mynda í akstursíþróttum. Hlutverk Klopps verður meðal annars að ráðleggja öllum fótboltafélögunum varðandi þjálfun, leikhugmyndafræði, og þróun og kaup á ungum leikmönnum og þjálfurum. „Með því að ganga til liðs við Red Bull vil ég þróa, bæta og styðja við ótrúlega hæfileikaríka fótboltamenn sem við höfum í okkar röðum. Það eru margar leiðir til þess með því að nýta þá heimsklassa vitneskju og reynslu sem er innan Red Bull, í öðrum íþróttagreinum og iðnaði. Saman komumst við að því hve langt er hægt að ná. Ég lít á mig sem leiðbeinanda fyrst og fremst, fyrir þjálfara og stjórnendur Red Bull félaganna. En þegar allt kemur til alls er ég hluti af fyrirtæki sem er einstakt, nýstárlegt og horfir til framtíðar. Eins og ég sagði þá gæti ég ekki verið spenntari,“ sagði Klopp. Þýski boltinn Fótbolti Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Klopp hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool í vor, eftir níu ár í því starfi, og var áður stjóri Dortmund og Mainz um árabil. Nú tekur við nýr kafli hjá þessum 57 ára gamla Þjóðverja sem þó er sagður vera með klásúlu í samningi sínum við Red Bull, sem geri honum kleift að taka við þýska landsliðinu bjóðist það. „Eftir næstum 25 ár á hliðarlínunni þá gæti ég ekki verið spenntari en fyrir svona verkefni. Hlutverkið mitt hefur breyst en ekki ástríðan fyrir fótbolta og fólkinu sem gerir leikinn að því sem hann er,“ sagði Klopp eftir að Red Bull tilkynnti um ráðningu hans í dag. Red Bull á knattspyrnufélögin RB Leipzig í Þýskalandi, Red Bull Salzburg og FC Liefering í Austurríki, Red Bull Bragantino í Brasilíu og New York Red Bulls í Bandaríkjunum, en er einnig áberandi til að mynda í akstursíþróttum. Hlutverk Klopps verður meðal annars að ráðleggja öllum fótboltafélögunum varðandi þjálfun, leikhugmyndafræði, og þróun og kaup á ungum leikmönnum og þjálfurum. „Með því að ganga til liðs við Red Bull vil ég þróa, bæta og styðja við ótrúlega hæfileikaríka fótboltamenn sem við höfum í okkar röðum. Það eru margar leiðir til þess með því að nýta þá heimsklassa vitneskju og reynslu sem er innan Red Bull, í öðrum íþróttagreinum og iðnaði. Saman komumst við að því hve langt er hægt að ná. Ég lít á mig sem leiðbeinanda fyrst og fremst, fyrir þjálfara og stjórnendur Red Bull félaganna. En þegar allt kemur til alls er ég hluti af fyrirtæki sem er einstakt, nýstárlegt og horfir til framtíðar. Eins og ég sagði þá gæti ég ekki verið spenntari,“ sagði Klopp.
Þýski boltinn Fótbolti Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira