Biden kallaði Netanjahú „tíkarson“ og „slæman gaur“ Kjartan Kjartansson skrifar 9. október 2024 08:50 Biden og Netanjahú þegar þeir hittust í Hvíta húsinu í júlí. Á ýmsu hefur gengið á milli þeirra á bak við tjöldin síðasta árið. Vísir/EPA Stirðum samskiptum Joes Biden Bandaríkjaforseta við forsætisráðherra Ísraels er lýst í nýrri bók heimsþekkts rannsóknarblaðamanns. Biden er meðal annars sagður hafa kallað Netanjahú „tíkarson“ og „slæman helvítis gaur“ á bak við tjöldin. Bandaríkjastjórn og Biden hafa staðið þétt við bakið á ísraelskum stjórnvöldum frá því að Hamas-samtökin gerðu árás sína á Ísrael 7. október í fyrra. Bókin „Stríð“ eftir Bob Woodward, annan blaðamannanna sem eignaður er heiður af því að upplýsa um Watergate-hneyksli Richards Nixon, varpar ljósi á hvernig Biden hefur þó á köflum rifist við Netanjahú um framferði Ísraelshers á Gasaströndinni á bak við tjöldin. „Hver er hernaðaráætlunin, maður?“ spurði Biden þegar hann ræddi við Benjamín Netanjahú í síma í apríl samkvæmt Woodward. „Við verðum að fara inn í Rafah,“ svaraði Netanjahú sem er gjarnan kallaður Bibi. „Bibi, þú ert ekki með neina hernaðaráætlun,“ setti Biden ofan í við forsætisráðherrann. „Bibi, hver andskotinn?“ Þegar Ísraelsher réðst svo inn í Rafah var Biden nóg boðið. „Hann er helvítis lygari,“ sagði Biden við ráðgjafa sína. „Þessi tíkarsonur, Bibi Netanjahú, hann er slæmur gaur. Hann er slæmur helvítis gaur!“ sagði Biden um Netanjahú eftir að átökin á milli Ísraela og Hamas stigmögnuðust í vor. Leiðtogarnir tveir ræddust við í síma eftir að loftárás Ísraela felldi einn helsta herforingja Hezbollah-samtakanna og þrjá óbreytta borgara í júlí. „Bibi, hver andskotinn?“ er Biden sagður hafa öskrað á Netanjahú. Varaði hann forsætisráðherrann við því að heimsbyggðin liti í vaxandi mæli á Ísrael sem útlagaríki. Netanjahú svaraði að skotmark árásarinnar hefði verið „einn helsti hryðjuverkamaðurinn“. „Við sáum tækifæri og við gripum það. Því harðari árásir sem þú gerir, þeim mun árangursríkari verða samningaviðræðurnar,“ sagði hann við Biden. Biden hefur látið fúkyrðin fljúga um Netanjahú þegar enginn heyrir til aðrir en hans nánustu ráðgjafar.Vísir/EPA Sagði Netanjahú að sitja á strák sínum Á stundum reyndi Biden að halda aftur af Ísraelum þegar þeir vildu ganga enn lengra í hernaðaraðgerðum sínum. Þegar Netanjahú hugði á hefndir gegn Írönum eftir að þeir skutu fleiri en hundrað flugskeytum á Ísrael til þess að svara fyrir dráp Ísraela á háttsettum herforingja í Sýrlandi sagði Biden honum að „taka sigrinum“. „Þú þarft ekki að gera meira. Ekki gera neitt,“ sagði Biden við Netanjahú sem maldraði í móinn. Ísraelar gerðu engu að síður afmarkaða árás á Íran en Biden taldi það sigur að þeir hefðu ekki gengið enn lengra. „Ég veit að hann er að fara að gera eitthvað en ég takmarka það með því að segja honum að „gera ekkert“,“ sagði Biden við ráðgjafa sína. Joe Biden Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Trump sendi Pútín kóvidpróf á laun Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, sendi Vladímír Pútín, forseta Rússlands, tæki til þess að greina kórónuveirusmit þegar skortur var á þeim í heiminum árið 2020. Pútín bað Trump um að halda sendingunni leyndri. 8. október 2024 15:10 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Bandaríkjastjórn og Biden hafa staðið þétt við bakið á ísraelskum stjórnvöldum frá því að Hamas-samtökin gerðu árás sína á Ísrael 7. október í fyrra. Bókin „Stríð“ eftir Bob Woodward, annan blaðamannanna sem eignaður er heiður af því að upplýsa um Watergate-hneyksli Richards Nixon, varpar ljósi á hvernig Biden hefur þó á köflum rifist við Netanjahú um framferði Ísraelshers á Gasaströndinni á bak við tjöldin. „Hver er hernaðaráætlunin, maður?“ spurði Biden þegar hann ræddi við Benjamín Netanjahú í síma í apríl samkvæmt Woodward. „Við verðum að fara inn í Rafah,“ svaraði Netanjahú sem er gjarnan kallaður Bibi. „Bibi, þú ert ekki með neina hernaðaráætlun,“ setti Biden ofan í við forsætisráðherrann. „Bibi, hver andskotinn?“ Þegar Ísraelsher réðst svo inn í Rafah var Biden nóg boðið. „Hann er helvítis lygari,“ sagði Biden við ráðgjafa sína. „Þessi tíkarsonur, Bibi Netanjahú, hann er slæmur gaur. Hann er slæmur helvítis gaur!“ sagði Biden um Netanjahú eftir að átökin á milli Ísraela og Hamas stigmögnuðust í vor. Leiðtogarnir tveir ræddust við í síma eftir að loftárás Ísraela felldi einn helsta herforingja Hezbollah-samtakanna og þrjá óbreytta borgara í júlí. „Bibi, hver andskotinn?“ er Biden sagður hafa öskrað á Netanjahú. Varaði hann forsætisráðherrann við því að heimsbyggðin liti í vaxandi mæli á Ísrael sem útlagaríki. Netanjahú svaraði að skotmark árásarinnar hefði verið „einn helsti hryðjuverkamaðurinn“. „Við sáum tækifæri og við gripum það. Því harðari árásir sem þú gerir, þeim mun árangursríkari verða samningaviðræðurnar,“ sagði hann við Biden. Biden hefur látið fúkyrðin fljúga um Netanjahú þegar enginn heyrir til aðrir en hans nánustu ráðgjafar.Vísir/EPA Sagði Netanjahú að sitja á strák sínum Á stundum reyndi Biden að halda aftur af Ísraelum þegar þeir vildu ganga enn lengra í hernaðaraðgerðum sínum. Þegar Netanjahú hugði á hefndir gegn Írönum eftir að þeir skutu fleiri en hundrað flugskeytum á Ísrael til þess að svara fyrir dráp Ísraela á háttsettum herforingja í Sýrlandi sagði Biden honum að „taka sigrinum“. „Þú þarft ekki að gera meira. Ekki gera neitt,“ sagði Biden við Netanjahú sem maldraði í móinn. Ísraelar gerðu engu að síður afmarkaða árás á Íran en Biden taldi það sigur að þeir hefðu ekki gengið enn lengra. „Ég veit að hann er að fara að gera eitthvað en ég takmarka það með því að segja honum að „gera ekkert“,“ sagði Biden við ráðgjafa sína.
Joe Biden Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Trump sendi Pútín kóvidpróf á laun Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, sendi Vladímír Pútín, forseta Rússlands, tæki til þess að greina kórónuveirusmit þegar skortur var á þeim í heiminum árið 2020. Pútín bað Trump um að halda sendingunni leyndri. 8. október 2024 15:10 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Trump sendi Pútín kóvidpróf á laun Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, sendi Vladímír Pútín, forseta Rússlands, tæki til þess að greina kórónuveirusmit þegar skortur var á þeim í heiminum árið 2020. Pútín bað Trump um að halda sendingunni leyndri. 8. október 2024 15:10
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent