„Ég veit að næsta lyftingaræfing verður öflug hjá þeim“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. október 2024 22:08 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, reiknar með hörku á næstu lyftingaræfingu liðsins. vísir / pawel FH tapaði með sjö marka mun, 37-30 gegn Toulouse, í fyrstu umferð Evrópukeppninnar. Sigursteinn Arndal, þjálfari liðsins, var ánægður með frammistöðuna í fjarveru lykilmanna. Hann segir getustigið hátt en FH sé í góðum séns og því mikilvægt að liðið njóti góðs stuðnings í næsta heimaleik eftir viku. „Ég ætla að leyfa mér að vera bara rosalegur stoltur af mínu liði. Við mætum hér til leiks með svakalegt hjarta. Verðum að átta okkur á því að við erum með leikmenn fædda 2008, 2007, 2006, í lykilhlutverkum en erum í hörkuleik á móti einu af tveimur bestu liðum Frakklands í dag. Ég er mjög stoltur af frammistöðunni hjá strákunum,“ sagði Sigursteinn í viðtali sem var tekið af fjölmiðlafulltrúa FH eftir leik og má í heild sinni sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta er brutal level, það er refsað fyrir allt og í dag gerðum við of mikið af tæknilegum mistökum, og var refsað fyrir, en ég tek það ekki af mínu liði að það var ofboðslega mikið hjarta í þessu,“ hélt hann svo áfram. FH var án fyrirliðans Arons Pálmasonar, sem er frá vegna meiðsla, líkt og Ólafur Gústafsson sem ferðaðist heldur ekki út með liðinu. Ásbjörn Friðriksson og Ágúst Birgisson gengu þá ekki alveg heilir til skógar. Liðið stóð samt lengi vel í heimamönnum og getur tekið margt jákvætt með sér heim. „Fækka mistökum og vera agaðir. Við þurfum að vera fljótir að læra á þessu leveli en maður sér það strax í leik eins og þessum hvað það er mikilvægt fyrir okkur að taka þátt á þessu leveli. Allir þessir ungu leikmenn finna hvað þarf til, ég veit að næsta lyftingaræfing verður öflug hjá þeim því þeir fundu það hvað þarf til á þessu leveli.“ Sigursteinn nýtti tækifærið meðan það gafst til að hvetja aðdáendur liðsins og alla handboltaáhugamenn að flykkjast í Kaplakrika næsta þriðjudag, þegar FH tekur á móti Gummersbach og Valur tekur við Porto. „Ég verð stórkostlega svekktur ef það verður ekki troðfullur Kaplakriki… og biðla til fólks að tryggja sér miða sem allra, allra fyrst.“ Klippa: Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir tap gegn Toulouse Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Sjá meira
„Ég ætla að leyfa mér að vera bara rosalegur stoltur af mínu liði. Við mætum hér til leiks með svakalegt hjarta. Verðum að átta okkur á því að við erum með leikmenn fædda 2008, 2007, 2006, í lykilhlutverkum en erum í hörkuleik á móti einu af tveimur bestu liðum Frakklands í dag. Ég er mjög stoltur af frammistöðunni hjá strákunum,“ sagði Sigursteinn í viðtali sem var tekið af fjölmiðlafulltrúa FH eftir leik og má í heild sinni sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Þetta er brutal level, það er refsað fyrir allt og í dag gerðum við of mikið af tæknilegum mistökum, og var refsað fyrir, en ég tek það ekki af mínu liði að það var ofboðslega mikið hjarta í þessu,“ hélt hann svo áfram. FH var án fyrirliðans Arons Pálmasonar, sem er frá vegna meiðsla, líkt og Ólafur Gústafsson sem ferðaðist heldur ekki út með liðinu. Ásbjörn Friðriksson og Ágúst Birgisson gengu þá ekki alveg heilir til skógar. Liðið stóð samt lengi vel í heimamönnum og getur tekið margt jákvætt með sér heim. „Fækka mistökum og vera agaðir. Við þurfum að vera fljótir að læra á þessu leveli en maður sér það strax í leik eins og þessum hvað það er mikilvægt fyrir okkur að taka þátt á þessu leveli. Allir þessir ungu leikmenn finna hvað þarf til, ég veit að næsta lyftingaræfing verður öflug hjá þeim því þeir fundu það hvað þarf til á þessu leveli.“ Sigursteinn nýtti tækifærið meðan það gafst til að hvetja aðdáendur liðsins og alla handboltaáhugamenn að flykkjast í Kaplakrika næsta þriðjudag, þegar FH tekur á móti Gummersbach og Valur tekur við Porto. „Ég verð stórkostlega svekktur ef það verður ekki troðfullur Kaplakriki… og biðla til fólks að tryggja sér miða sem allra, allra fyrst.“ Klippa: Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir tap gegn Toulouse
Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Sjá meira