Ekkert á hreinu um næstu kosningar Heimir Már Pétursson skrifar 8. október 2024 19:21 Bjarni Benediktsson tók við embætti forsætisráðherra hinn 9. apríl á þessu ári. Hann segist reikna með að ríkisstjórnin klári kjörtímabilið.Telji fólk erindi sínu lokið megi hins vegar ekki bíða lengi eftir kosningum. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að ríkisstjórn sem ekki hafi burði til að ljúka málum, eigi að pakka saman. Formaður Vinstri grænna sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að oddvitar stjórnarflokkanna ættu eftir að ræða forgangsröðun mála og tímasetningu kosninga. Oddvitar stjórnarflokkanna funduðu sín í milli í rúman hálftíma að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna gerir ráð fyrir að samstaða náist milli þeirra um tímasetningu næstu kosninga og þau verkefni sem framundan væru. Svandís Svavarsdóttir segir formenn stjórnarflokkanna eiga eftir að ræða hvenær verði boðað til kosninga.Stöð 2/Bjarni „Það gefur auga leið að það hefði verið viðfangsefni hvort sem er. Að ræða þau mál og koma okkur saman um kjarnamál og áherslur. Líka hvaða dagsetningar við erum að horfa til,“ segir nýkjörinn formaður Vinstri grænna. Páskarnir hefjast á miðju vori hinn 17. apríl á næsta ári og því spurning hvort Svandís sjái fyrir sér kosningar fyrir eða eftir páska. Hvað nær vorið langt í þínum huga í þessum efnum? „Það nær nú býsna langt. Við skulum gefa okkur tíma til að horfa saman á dagatalið formenn stjórnarflokkanna áður en ég fer að úttala mig um það.“ Eigið þið eftir að komast til botns í þessu? „Já, við áttum bara örstuttan fund núna að afloknum ríkisstjórnarfundi. Aðallega til að ná að stilla saman strengi þegar hlutverkaskipti hafa breyst,“ segir Svandís. Bjarni Benediktsson segir að telji fólk erindi sínu í ríkisstjórn lokið megi ekki bíða lengi eftir kosningum.Stöð 2/Bjarni Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segist hafa reiknað með að ríkisstjórnin kláraði kjörtímabilið, enda ætti eftir að klára fjölmörg mál. Það geti verið rök fyrir því að betra væri að kjósa að vori þótt áhorfsmunur væri á því og kosningum snemma að hausti. Telji menn erindi sínu lokið mætti hins vegar ekki bíða lengi með kosningar. „Ef ríkisstjórn er með mál á dagskrá, sem hún getur klárað, þá á hún bara að halda áfram að starfa þar til að þarf að kjósa. Stjórn hins vegar sem er með mál á sinni þingmálaskrá eða stjórnarsáttmála, sem hún hefur ekki burði til að ljúka við og ekki er sátt um forgangsröðun mála, sem eru nægilega í takt við stöðuna í samfélaginu, slík ríkisstjórn verður að ljúka störfum og pakka saman,“ segir Bjarni. Sigurður Ingi Jóhannsson segir eðlilegt að formenn stjórnarflokkanna taki samtal um verkefnin framundan það sem eftir lifir kjörtímabilsins.Stöð 2/Bjarni Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir stjórnmálaflokka í stjórn og stjórnarandstöðu eðlilega álykta um mál. Stjórnarflokkarnir byggðu samstarf sitt aftur á móti á stjórnarsáttmála með verkefnum sem samstaða væri um að klára. „Þannig að niðurstaða um hvenær verði kosið hangir auðvitað beint á því hvenær við teljum verkefnunum vera lokið.“ Ertu með þessu að segja að nýr formaður Vinstri grænna muni hunsa vilja landsfundar hjá sínum flokki? „Nei, eins og ég segi; stjórnmálaflokkar lifa sínu sjálfstæða lífi. Taka sínar ákvarðanir, samþykkja sínar ályktanir. En stjórnarsáttmálinn er samningur þriggja flokka um samstarf og það er eðlilegt að við tökum það samtal. Þar á meðal hvernig við ljúkum því þar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Hér má sjá viðtalið við Svandísi Svavarsdóttur í heild: Hér má sjá viðtalið við Bjarna Benediktsson í heild: Hér má sjá viðtalið við Sigurð Inga Jóhannsson í heild: Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Svandís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segist hafa verið að framkvæma gamla ákvörðun með tilmælum til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg gæti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga. 8. október 2024 14:06 „Þetta er bara órætt okkar á milli“ Forsætisráðherra segist ekkert hafa rætt hugsanlegar kosningar í vor við hina formenn ríkisstjórnarflokkanna. Landsfundur Vinstri grænna ályktaði um helgina að ganga verði til kosninga næsta vor. 8. október 2024 12:20 Formenn stjórnarflokkanna hljóti að ræða framhaldið Nýkjörinn formaður Vinstri grænna segir forystufólk stjórnarflokkanna væntanlega setjast niður á næstunni til að ræða framhald stjórnarsamstarfsins fram að kosningum, sem Vinstri græn vilja að fari fram næsta vor. Forgangsraða verði málum á félagslegum forsendum. 7. október 2024 19:23 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Oddvitar stjórnarflokkanna funduðu sín í milli í rúman hálftíma að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna gerir ráð fyrir að samstaða náist milli þeirra um tímasetningu næstu kosninga og þau verkefni sem framundan væru. Svandís Svavarsdóttir segir formenn stjórnarflokkanna eiga eftir að ræða hvenær verði boðað til kosninga.Stöð 2/Bjarni „Það gefur auga leið að það hefði verið viðfangsefni hvort sem er. Að ræða þau mál og koma okkur saman um kjarnamál og áherslur. Líka hvaða dagsetningar við erum að horfa til,“ segir nýkjörinn formaður Vinstri grænna. Páskarnir hefjast á miðju vori hinn 17. apríl á næsta ári og því spurning hvort Svandís sjái fyrir sér kosningar fyrir eða eftir páska. Hvað nær vorið langt í þínum huga í þessum efnum? „Það nær nú býsna langt. Við skulum gefa okkur tíma til að horfa saman á dagatalið formenn stjórnarflokkanna áður en ég fer að úttala mig um það.“ Eigið þið eftir að komast til botns í þessu? „Já, við áttum bara örstuttan fund núna að afloknum ríkisstjórnarfundi. Aðallega til að ná að stilla saman strengi þegar hlutverkaskipti hafa breyst,“ segir Svandís. Bjarni Benediktsson segir að telji fólk erindi sínu í ríkisstjórn lokið megi ekki bíða lengi eftir kosningum.Stöð 2/Bjarni Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segist hafa reiknað með að ríkisstjórnin kláraði kjörtímabilið, enda ætti eftir að klára fjölmörg mál. Það geti verið rök fyrir því að betra væri að kjósa að vori þótt áhorfsmunur væri á því og kosningum snemma að hausti. Telji menn erindi sínu lokið mætti hins vegar ekki bíða lengi með kosningar. „Ef ríkisstjórn er með mál á dagskrá, sem hún getur klárað, þá á hún bara að halda áfram að starfa þar til að þarf að kjósa. Stjórn hins vegar sem er með mál á sinni þingmálaskrá eða stjórnarsáttmála, sem hún hefur ekki burði til að ljúka við og ekki er sátt um forgangsröðun mála, sem eru nægilega í takt við stöðuna í samfélaginu, slík ríkisstjórn verður að ljúka störfum og pakka saman,“ segir Bjarni. Sigurður Ingi Jóhannsson segir eðlilegt að formenn stjórnarflokkanna taki samtal um verkefnin framundan það sem eftir lifir kjörtímabilsins.Stöð 2/Bjarni Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir stjórnmálaflokka í stjórn og stjórnarandstöðu eðlilega álykta um mál. Stjórnarflokkarnir byggðu samstarf sitt aftur á móti á stjórnarsáttmála með verkefnum sem samstaða væri um að klára. „Þannig að niðurstaða um hvenær verði kosið hangir auðvitað beint á því hvenær við teljum verkefnunum vera lokið.“ Ertu með þessu að segja að nýr formaður Vinstri grænna muni hunsa vilja landsfundar hjá sínum flokki? „Nei, eins og ég segi; stjórnmálaflokkar lifa sínu sjálfstæða lífi. Taka sínar ákvarðanir, samþykkja sínar ályktanir. En stjórnarsáttmálinn er samningur þriggja flokka um samstarf og það er eðlilegt að við tökum það samtal. Þar á meðal hvernig við ljúkum því þar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Hér má sjá viðtalið við Svandísi Svavarsdóttur í heild: Hér má sjá viðtalið við Bjarna Benediktsson í heild: Hér má sjá viðtalið við Sigurð Inga Jóhannsson í heild:
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Svandís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segist hafa verið að framkvæma gamla ákvörðun með tilmælum til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg gæti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga. 8. október 2024 14:06 „Þetta er bara órætt okkar á milli“ Forsætisráðherra segist ekkert hafa rætt hugsanlegar kosningar í vor við hina formenn ríkisstjórnarflokkanna. Landsfundur Vinstri grænna ályktaði um helgina að ganga verði til kosninga næsta vor. 8. október 2024 12:20 Formenn stjórnarflokkanna hljóti að ræða framhaldið Nýkjörinn formaður Vinstri grænna segir forystufólk stjórnarflokkanna væntanlega setjast niður á næstunni til að ræða framhald stjórnarsamstarfsins fram að kosningum, sem Vinstri græn vilja að fari fram næsta vor. Forgangsraða verði málum á félagslegum forsendum. 7. október 2024 19:23 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Svandís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segist hafa verið að framkvæma gamla ákvörðun með tilmælum til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg gæti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga. 8. október 2024 14:06
„Þetta er bara órætt okkar á milli“ Forsætisráðherra segist ekkert hafa rætt hugsanlegar kosningar í vor við hina formenn ríkisstjórnarflokkanna. Landsfundur Vinstri grænna ályktaði um helgina að ganga verði til kosninga næsta vor. 8. október 2024 12:20
Formenn stjórnarflokkanna hljóti að ræða framhaldið Nýkjörinn formaður Vinstri grænna segir forystufólk stjórnarflokkanna væntanlega setjast niður á næstunni til að ræða framhald stjórnarsamstarfsins fram að kosningum, sem Vinstri græn vilja að fari fram næsta vor. Forgangsraða verði málum á félagslegum forsendum. 7. október 2024 19:23