Hlutleysi í NATO – Íslenskar varnir Ágústa Ágústsdóttir skrifar 8. október 2024 13:02 Er hægt að tilheyra NATO en samtímis lýsa sig hlutlausa þjóð? Stutta svarið er nei! NATO (Atlantshafsbandalagið) var stofnað 4. apríl 1949 og er Ísland eitt af tólf stofnríkjum þess. Í dag eru aðildarríkin 32 talsins. Þar utan við eru samstarfsríki og samstarfsþjóðir NATO fjölmargar víðsvegar um heiminn og starfað er náið með fjölda alþjóðastofnanna. NATO er varnarbandalag ríkja í N-Ameríku og Evrópu og fylgir staðfastlega þeirri grundvallareglu að árás á eitt eða fleiri aðildarríki skuli túlka sem árás á þau öll, eins og segir í 5. grein Atlantshafssáttmálans (Washington-sáttmálinn). Þessi réttur er svo viðurkenndur í 51. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ein af grunnstoðum bandalagsins er svokölluð samhljóða ákvarðanataka. Það þýðir að niðurstaða er ekki fengin með kosningum heldur ræða menn sig niður á sameiginlega ákvörðun (diplómatíska leiðin). Því eru allar ákvarðanir NATO, sameiginleg viljayfirlýsing allra 32 aðildarríkjanna. Þegar við beinum sjónum okkar að íslenskum vörnum sem eru í besta falli mjög máttlausar gagnvart alvarlegri hernaðarlegri árás á landið, veltir maður fyrir sér rökréttri leið til að efla og styrkja þær svo vit sé í. Landfræðileg lega Íslands er gríðarlega mikilvæg út frá hernaðarlegum sjónarmiðum. Þar utan við er eyjan rík af auðlindum. Ef á okkur yrði ráðist, þá hvað? Líklegasta svarið myndi þá vera “NATO myndi koma og verja okkur” ekki satt? Skoðum þá viðbragðstíma bandalagsins við árás á annað ríki. Samkvæmt sáttmálanum er NATO skuldbundið að leita ávallt friðsamlegra leiða við úrlausn. Ef það reynist ekki unnt hefur bandalagið hernaðarlegt bolmagn til að grípa til aðgerða. Uppgefinn viðbragðstími NATO er allt frá 5 og upp í 30 daga og er eins og áður segir háð diplómatískri leið til niðurstöðu ákvörðunar. Þá getur tekið allt að 5 daga að hrinda fyrsta stigi af nokkrum af stað, eftir að viðbragð hefur verið virkjað. Íslenska þjóðin væri því berskjölduð fyrstu dagana ef til árásar eða innrásar kæmi og klárt að mikill skaði hlytist af. Því er ekki órökrétt að taka upp umræðu um kosti þess að stofna íslenskt varnarlið. Áður en menn skella upp úr eða hoppa upp á nef sér í fljótfærni skulum við hafa það á hreinu að ekki er verið að tala um stofnun hers ásamt meðfylgjandi tækjum og tólum. Slíkt myndum við illa ráða við fjárhagslega og er algjörlega óraunhæft. En að starfrækja varnarlið væri mögulegt. Teymi sem væri með hernaðarlega þjálfun á bakinu og hefði það markmið að verja þjóðina og innviði þar til liðsauki bærist. Þetta teymi gæti t.d. heyrt undir Landhelgisgæsluna. Grundvöllur slíks teymis væri náið samstarf við erlenda herþjóð eins og t.d. Noreg sem stendur okkur landfræðilega nálægt og hefur mikla reynslu af herþjálfun á norðurslóðum. Að gera Íslendingum kleift að ganga í norska herinn, fá viðeigandi þjálfun og reynslu til svo að þjóna sínu landi væri gríðarlega dýrmætt fyrir þjóðina og myndi auka öryggi til muna. Jú við erum friðelskandi þjóð en búum í sívöltum heimi þar sem friðurinn er hringinn um hnöttinn allt of oft fótum troðinn. Þá getum við líka spurt okkur að því hvers vegna við séum í NATO ef við ætlum ekkert að gera til að verja okkur sjálf. Við viljum vera með í partýinu en ætlumst til þess að dætur og synir annara þjóða komi hlaupandi okkur til bjargar. Það er ekki bara órökrétt heldur ótrúlega hrokafullt. Það er hins vegar fullkomlega rökrétt að þjóðin, miðað við fólksfjölda, komi sér upp viðbragðsvarnarteymi sem hefur það hlutverk að bregðast við þegar hætta steðjar að. Slíkt teymi gæti aukreitis komið að mörgum öðrum störfum eins og t.d. eftirlit af ýmsum toga og viðbragð við náttúruvám í samstarfi við björgunarsveitir og lögreglu t.d. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Miðflokkurinn NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Er hægt að tilheyra NATO en samtímis lýsa sig hlutlausa þjóð? Stutta svarið er nei! NATO (Atlantshafsbandalagið) var stofnað 4. apríl 1949 og er Ísland eitt af tólf stofnríkjum þess. Í dag eru aðildarríkin 32 talsins. Þar utan við eru samstarfsríki og samstarfsþjóðir NATO fjölmargar víðsvegar um heiminn og starfað er náið með fjölda alþjóðastofnanna. NATO er varnarbandalag ríkja í N-Ameríku og Evrópu og fylgir staðfastlega þeirri grundvallareglu að árás á eitt eða fleiri aðildarríki skuli túlka sem árás á þau öll, eins og segir í 5. grein Atlantshafssáttmálans (Washington-sáttmálinn). Þessi réttur er svo viðurkenndur í 51. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ein af grunnstoðum bandalagsins er svokölluð samhljóða ákvarðanataka. Það þýðir að niðurstaða er ekki fengin með kosningum heldur ræða menn sig niður á sameiginlega ákvörðun (diplómatíska leiðin). Því eru allar ákvarðanir NATO, sameiginleg viljayfirlýsing allra 32 aðildarríkjanna. Þegar við beinum sjónum okkar að íslenskum vörnum sem eru í besta falli mjög máttlausar gagnvart alvarlegri hernaðarlegri árás á landið, veltir maður fyrir sér rökréttri leið til að efla og styrkja þær svo vit sé í. Landfræðileg lega Íslands er gríðarlega mikilvæg út frá hernaðarlegum sjónarmiðum. Þar utan við er eyjan rík af auðlindum. Ef á okkur yrði ráðist, þá hvað? Líklegasta svarið myndi þá vera “NATO myndi koma og verja okkur” ekki satt? Skoðum þá viðbragðstíma bandalagsins við árás á annað ríki. Samkvæmt sáttmálanum er NATO skuldbundið að leita ávallt friðsamlegra leiða við úrlausn. Ef það reynist ekki unnt hefur bandalagið hernaðarlegt bolmagn til að grípa til aðgerða. Uppgefinn viðbragðstími NATO er allt frá 5 og upp í 30 daga og er eins og áður segir háð diplómatískri leið til niðurstöðu ákvörðunar. Þá getur tekið allt að 5 daga að hrinda fyrsta stigi af nokkrum af stað, eftir að viðbragð hefur verið virkjað. Íslenska þjóðin væri því berskjölduð fyrstu dagana ef til árásar eða innrásar kæmi og klárt að mikill skaði hlytist af. Því er ekki órökrétt að taka upp umræðu um kosti þess að stofna íslenskt varnarlið. Áður en menn skella upp úr eða hoppa upp á nef sér í fljótfærni skulum við hafa það á hreinu að ekki er verið að tala um stofnun hers ásamt meðfylgjandi tækjum og tólum. Slíkt myndum við illa ráða við fjárhagslega og er algjörlega óraunhæft. En að starfrækja varnarlið væri mögulegt. Teymi sem væri með hernaðarlega þjálfun á bakinu og hefði það markmið að verja þjóðina og innviði þar til liðsauki bærist. Þetta teymi gæti t.d. heyrt undir Landhelgisgæsluna. Grundvöllur slíks teymis væri náið samstarf við erlenda herþjóð eins og t.d. Noreg sem stendur okkur landfræðilega nálægt og hefur mikla reynslu af herþjálfun á norðurslóðum. Að gera Íslendingum kleift að ganga í norska herinn, fá viðeigandi þjálfun og reynslu til svo að þjóna sínu landi væri gríðarlega dýrmætt fyrir þjóðina og myndi auka öryggi til muna. Jú við erum friðelskandi þjóð en búum í sívöltum heimi þar sem friðurinn er hringinn um hnöttinn allt of oft fótum troðinn. Þá getum við líka spurt okkur að því hvers vegna við séum í NATO ef við ætlum ekkert að gera til að verja okkur sjálf. Við viljum vera með í partýinu en ætlumst til þess að dætur og synir annara þjóða komi hlaupandi okkur til bjargar. Það er ekki bara órökrétt heldur ótrúlega hrokafullt. Það er hins vegar fullkomlega rökrétt að þjóðin, miðað við fólksfjölda, komi sér upp viðbragðsvarnarteymi sem hefur það hlutverk að bregðast við þegar hætta steðjar að. Slíkt teymi gæti aukreitis komið að mörgum öðrum störfum eins og t.d. eftirlit af ýmsum toga og viðbragð við náttúruvám í samstarfi við björgunarsveitir og lögreglu t.d. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í NA-kjördæmi.
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun