Innan við helmingur nú hlynntur flugvelli í Vatnsmýri Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2024 11:28 Deilt hefur verið um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar um áratugaskeið. Vísir/Vilhelm Tæpur helmingur segist hlynntur því að flugvöllur verði í Vatnsmýrinni til framtíðar í nýrri skoðanakönnun. Hlutfallið hefur lækkað umtalsvert síðasta áratuginn. Hlutfall þeirra sem eru andvígir flugvellinum þar hefur þó lítið breyst. Rétt tæpur fjórðungur svarenda í nýrri könnun Maskínu segist bókstaflega andvígur framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni en 48 prósent eru henni hlynnt, þar af þriðjungur mjög hlynntur. Um 29 prósent segjast í meðallagi hlynnt staðsetningunni. Hlutfallið sem er hlynnt núverandi staðsetningu flugvallarins hefur aldrei verið lægra í könnun Maskínu. Það var vel yfir helmingur í september í fyrra og í mars árið 2018. Árið 2013 sögðust 72 prósent hlynnt veru flugvallarins í Vatnsmýri. Hlutfall andvígra hefur á sama tíma haldist nokkuð stöðugt í kringum fjórðung svarenda frá 2016. Færri eru hlynntir flugvelli í Vatnsmýri í Reykjavík en annars staðar á landinu en þar er hlutfallið 38 prósent. Til samanburðar sögðust 59 prósent landsbyggðarbúa vilja hafa flugvöllinn áfram þar sem hann er og 47 prósent íbúa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Gríðarlegur munur er á afstöðu fólks til flugvallarins eftir aldri. Þannig segjast 71 prósent fólks sextíu ára og eldra fylgjandi núverandi staðsetningu flugvallarins við miðborgina en aðeins tæpur fimmtungur yngsta aldurshópsins, 18-29 ára. Hlutfall þeirra sem styðja staðsetninguna fer jafnframt hækkandi eftir aldri svarenda. Af kjósendum einstakra flokka eru framsóknar-, miðflokks og sjálfstæðisfólk mest fylgjandi því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri, um og yfir sjötíu prósent þeirra. Kjósendur Pírata og Sósíalistaflokksins eru mest á móti staðsetningunni en um yfir helmingur þeirra segist andvígur staðsetningunni í könnuninni. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Skoðanakannanir Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Rétt tæpur fjórðungur svarenda í nýrri könnun Maskínu segist bókstaflega andvígur framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni en 48 prósent eru henni hlynnt, þar af þriðjungur mjög hlynntur. Um 29 prósent segjast í meðallagi hlynnt staðsetningunni. Hlutfallið sem er hlynnt núverandi staðsetningu flugvallarins hefur aldrei verið lægra í könnun Maskínu. Það var vel yfir helmingur í september í fyrra og í mars árið 2018. Árið 2013 sögðust 72 prósent hlynnt veru flugvallarins í Vatnsmýri. Hlutfall andvígra hefur á sama tíma haldist nokkuð stöðugt í kringum fjórðung svarenda frá 2016. Færri eru hlynntir flugvelli í Vatnsmýri í Reykjavík en annars staðar á landinu en þar er hlutfallið 38 prósent. Til samanburðar sögðust 59 prósent landsbyggðarbúa vilja hafa flugvöllinn áfram þar sem hann er og 47 prósent íbúa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur. Gríðarlegur munur er á afstöðu fólks til flugvallarins eftir aldri. Þannig segjast 71 prósent fólks sextíu ára og eldra fylgjandi núverandi staðsetningu flugvallarins við miðborgina en aðeins tæpur fimmtungur yngsta aldurshópsins, 18-29 ára. Hlutfall þeirra sem styðja staðsetninguna fer jafnframt hækkandi eftir aldri svarenda. Af kjósendum einstakra flokka eru framsóknar-, miðflokks og sjálfstæðisfólk mest fylgjandi því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri, um og yfir sjötíu prósent þeirra. Kjósendur Pírata og Sósíalistaflokksins eru mest á móti staðsetningunni en um yfir helmingur þeirra segist andvígur staðsetningunni í könnuninni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Skoðanakannanir Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira