Aukið aðgengi að faglegri þjónustu – Styðjum Afstöðu! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 8. október 2024 10:00 Mikilvægt er að tryggja að fangar í íslenskum fangelsum fái stuðning og aðstoð til endurhæfingar og tryggja þannig jákvæða aðlögun að samfélaginu að nýju. Afstaða hóf nýverið fjársöfnun á Karolina Fund með það að markmiði að auka aðgengi í fangelsum landsins að faglegri þjónustu á breiðum grunni ásamt auknum félagslegum stuðningi og ráðgjöf á jafningjagrundvelli. Afstaða býr yfir öflugu teymi fagfólks í sjálfboðavinnu og jafningja sem leggur áherslu á að fangavist hafi tilgang. Þegar 19 dagar eru eftir af söfnuninni er ljóst að hún hefur ekki gengið sem skyldi. Það er miður og mögulegt að bakslag hafi orðið eftir markvissa vinnu félagsins undanfarin ár við að minnka fordóma gagnvart málaflokknum. Víst er að margar neikvæðar fréttir hafa verið sagðar af fangelsismálum á undanförnum misserum og fókusinn sjaldnast á mikilvægi endurhæfingar í fangelsum til þess að fækka glæpum og tryggja þannig öruggara samfélag. Mikilvægara er nú en nokkru sinni fyrr að standa saman og tryggja að Afstaða nái markmiði sínu í söfnuninni. Hvað er Afstaða? Afstaða er mannúðar og mannréttindafélag sem gætir hagsmuna fanga á íslandi og miðar að því að veita föngum breiða faglega þjónustu, ráðgjöf og félagslegan stuðning á jafningjagrundvelli. Teymi Afstöðu samanstendur af reynslumiklu fagfólki og jafningjum sem leggja áherslu á að fangavist hafi tilgang. Markmið okkar er að bjóða einstaklingum og fjölskyldum þeirra upp á nauðsynlega þjónustu í erfiðum aðstæðum, ásamt því að fækka glæpum, endurkomum í fangelsin, spara pening hjá lögreglu, dómstólum og fangelsum og það sem skiptir mestu máli að fækka brotaþolum. Þá vinnur félagið markvisst að því að fækka fordómum í samfélaginu gagnvart þessum hóp og að fækka þeim sem eru á varanlegum fjárstuðningi hjá ríki og sveitarfélögum. Skilaboð söfnunarinnar Söfnunin er hugsuð til þess að fangar fái betri og breiðari aðgang að faglegri þjónustu, hvort sem það er í formi einkatíma hjá fagfólki og jafningjum eða fái styrk til að leita sér sjálfir eftir þeirri þjónustu. Þetta skiptir máli til að byggja upp traust og hjálpa föngum að þróa nauðsynlega hæfni til að komast aftur inn í samfélagið. Hvers vegna er mikilvægt að styðja Afstöðu? Bætt lýðheilsa: Með því að styrkja Afstöðu stuðlar þú að bættri lýðheilsu í samfélaginu. Fólk sem er í fangelsi þarf að fá aðstoð við að takast á við geðrænar áskoranir og vímuefnaneyslu. Það skilar sér einnig í bættri lýðheilsu fyrir almenning. Færri glæpir: Þegar fangar fá aðstoð við endurhæfingu minnkar hættan á að þeir fari aftur í glæpastarfsemi, sem skiptir sköpum fyrir öryggi samfélagsins. Aukið réttlæti: Aðstoðum þá sem hafa verið útskúfaðir úr samfélaginu. Öll hjálp skiptir máli í því að skapa réttlæti og mannúð því það er samfélagslega hagkvæmt og leiðir til endurtekninga afbrota hjá sama einstaklingi og fækkar brotaþolum um leið. Hvernig getum við hjálpað? Til þess að auka sýnileika söfnunarinnar hvetjum við öll til að deila og miðla verkefninu. Samfélagsmiðlar: Að deila söfnuninni á samfélagsmiðlum, notaðu myndefni sem sýnir áhrif þess að stuðla að aðgengi að faglegri þjónustu, ekki nota myndir af rimlum eða turnum. Samstarf: Ræddu við þau fyrirtæki og stofnanir sem þú þekkir til um möguleika á samstarfi og stuðningi. Persónulegar Sögur: Deildu sögum þeirra sem hafa nýtt sér þjónustu Afstöðu og hvernig það hefur breytt lífi þeirra. Við vitum að þær eru margar. Að lokum Við höfum öll hlutverk í því að styðja við réttlátara og betra samfélag. Með því að styðja Afstöðu stuðlar þú að bættri framtíð, færri glæpum og réttlæti í samfélaginu. Gerum okkar besta til að tryggja að söfnunin gangi betur – hjálp okkar getur gert gæfumun! Nú er rétti tíminn til að láta rödd okkar heyrast og gera breytingu fyrir þá sem þurfa á því að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að tryggja að fangar í íslenskum fangelsum fái stuðning og aðstoð til endurhæfingar og tryggja þannig jákvæða aðlögun að samfélaginu að nýju. Afstaða hóf nýverið fjársöfnun á Karolina Fund með það að markmiði að auka aðgengi í fangelsum landsins að faglegri þjónustu á breiðum grunni ásamt auknum félagslegum stuðningi og ráðgjöf á jafningjagrundvelli. Afstaða býr yfir öflugu teymi fagfólks í sjálfboðavinnu og jafningja sem leggur áherslu á að fangavist hafi tilgang. Þegar 19 dagar eru eftir af söfnuninni er ljóst að hún hefur ekki gengið sem skyldi. Það er miður og mögulegt að bakslag hafi orðið eftir markvissa vinnu félagsins undanfarin ár við að minnka fordóma gagnvart málaflokknum. Víst er að margar neikvæðar fréttir hafa verið sagðar af fangelsismálum á undanförnum misserum og fókusinn sjaldnast á mikilvægi endurhæfingar í fangelsum til þess að fækka glæpum og tryggja þannig öruggara samfélag. Mikilvægara er nú en nokkru sinni fyrr að standa saman og tryggja að Afstaða nái markmiði sínu í söfnuninni. Hvað er Afstaða? Afstaða er mannúðar og mannréttindafélag sem gætir hagsmuna fanga á íslandi og miðar að því að veita föngum breiða faglega þjónustu, ráðgjöf og félagslegan stuðning á jafningjagrundvelli. Teymi Afstöðu samanstendur af reynslumiklu fagfólki og jafningjum sem leggja áherslu á að fangavist hafi tilgang. Markmið okkar er að bjóða einstaklingum og fjölskyldum þeirra upp á nauðsynlega þjónustu í erfiðum aðstæðum, ásamt því að fækka glæpum, endurkomum í fangelsin, spara pening hjá lögreglu, dómstólum og fangelsum og það sem skiptir mestu máli að fækka brotaþolum. Þá vinnur félagið markvisst að því að fækka fordómum í samfélaginu gagnvart þessum hóp og að fækka þeim sem eru á varanlegum fjárstuðningi hjá ríki og sveitarfélögum. Skilaboð söfnunarinnar Söfnunin er hugsuð til þess að fangar fái betri og breiðari aðgang að faglegri þjónustu, hvort sem það er í formi einkatíma hjá fagfólki og jafningjum eða fái styrk til að leita sér sjálfir eftir þeirri þjónustu. Þetta skiptir máli til að byggja upp traust og hjálpa föngum að þróa nauðsynlega hæfni til að komast aftur inn í samfélagið. Hvers vegna er mikilvægt að styðja Afstöðu? Bætt lýðheilsa: Með því að styrkja Afstöðu stuðlar þú að bættri lýðheilsu í samfélaginu. Fólk sem er í fangelsi þarf að fá aðstoð við að takast á við geðrænar áskoranir og vímuefnaneyslu. Það skilar sér einnig í bættri lýðheilsu fyrir almenning. Færri glæpir: Þegar fangar fá aðstoð við endurhæfingu minnkar hættan á að þeir fari aftur í glæpastarfsemi, sem skiptir sköpum fyrir öryggi samfélagsins. Aukið réttlæti: Aðstoðum þá sem hafa verið útskúfaðir úr samfélaginu. Öll hjálp skiptir máli í því að skapa réttlæti og mannúð því það er samfélagslega hagkvæmt og leiðir til endurtekninga afbrota hjá sama einstaklingi og fækkar brotaþolum um leið. Hvernig getum við hjálpað? Til þess að auka sýnileika söfnunarinnar hvetjum við öll til að deila og miðla verkefninu. Samfélagsmiðlar: Að deila söfnuninni á samfélagsmiðlum, notaðu myndefni sem sýnir áhrif þess að stuðla að aðgengi að faglegri þjónustu, ekki nota myndir af rimlum eða turnum. Samstarf: Ræddu við þau fyrirtæki og stofnanir sem þú þekkir til um möguleika á samstarfi og stuðningi. Persónulegar Sögur: Deildu sögum þeirra sem hafa nýtt sér þjónustu Afstöðu og hvernig það hefur breytt lífi þeirra. Við vitum að þær eru margar. Að lokum Við höfum öll hlutverk í því að styðja við réttlátara og betra samfélag. Með því að styðja Afstöðu stuðlar þú að bættri framtíð, færri glæpum og réttlæti í samfélaginu. Gerum okkar besta til að tryggja að söfnunin gangi betur – hjálp okkar getur gert gæfumun! Nú er rétti tíminn til að láta rödd okkar heyrast og gera breytingu fyrir þá sem þurfa á því að halda.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun