Aukið aðgengi að faglegri þjónustu – Styðjum Afstöðu! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 8. október 2024 10:00 Mikilvægt er að tryggja að fangar í íslenskum fangelsum fái stuðning og aðstoð til endurhæfingar og tryggja þannig jákvæða aðlögun að samfélaginu að nýju. Afstaða hóf nýverið fjársöfnun á Karolina Fund með það að markmiði að auka aðgengi í fangelsum landsins að faglegri þjónustu á breiðum grunni ásamt auknum félagslegum stuðningi og ráðgjöf á jafningjagrundvelli. Afstaða býr yfir öflugu teymi fagfólks í sjálfboðavinnu og jafningja sem leggur áherslu á að fangavist hafi tilgang. Þegar 19 dagar eru eftir af söfnuninni er ljóst að hún hefur ekki gengið sem skyldi. Það er miður og mögulegt að bakslag hafi orðið eftir markvissa vinnu félagsins undanfarin ár við að minnka fordóma gagnvart málaflokknum. Víst er að margar neikvæðar fréttir hafa verið sagðar af fangelsismálum á undanförnum misserum og fókusinn sjaldnast á mikilvægi endurhæfingar í fangelsum til þess að fækka glæpum og tryggja þannig öruggara samfélag. Mikilvægara er nú en nokkru sinni fyrr að standa saman og tryggja að Afstaða nái markmiði sínu í söfnuninni. Hvað er Afstaða? Afstaða er mannúðar og mannréttindafélag sem gætir hagsmuna fanga á íslandi og miðar að því að veita föngum breiða faglega þjónustu, ráðgjöf og félagslegan stuðning á jafningjagrundvelli. Teymi Afstöðu samanstendur af reynslumiklu fagfólki og jafningjum sem leggja áherslu á að fangavist hafi tilgang. Markmið okkar er að bjóða einstaklingum og fjölskyldum þeirra upp á nauðsynlega þjónustu í erfiðum aðstæðum, ásamt því að fækka glæpum, endurkomum í fangelsin, spara pening hjá lögreglu, dómstólum og fangelsum og það sem skiptir mestu máli að fækka brotaþolum. Þá vinnur félagið markvisst að því að fækka fordómum í samfélaginu gagnvart þessum hóp og að fækka þeim sem eru á varanlegum fjárstuðningi hjá ríki og sveitarfélögum. Skilaboð söfnunarinnar Söfnunin er hugsuð til þess að fangar fái betri og breiðari aðgang að faglegri þjónustu, hvort sem það er í formi einkatíma hjá fagfólki og jafningjum eða fái styrk til að leita sér sjálfir eftir þeirri þjónustu. Þetta skiptir máli til að byggja upp traust og hjálpa föngum að þróa nauðsynlega hæfni til að komast aftur inn í samfélagið. Hvers vegna er mikilvægt að styðja Afstöðu? Bætt lýðheilsa: Með því að styrkja Afstöðu stuðlar þú að bættri lýðheilsu í samfélaginu. Fólk sem er í fangelsi þarf að fá aðstoð við að takast á við geðrænar áskoranir og vímuefnaneyslu. Það skilar sér einnig í bættri lýðheilsu fyrir almenning. Færri glæpir: Þegar fangar fá aðstoð við endurhæfingu minnkar hættan á að þeir fari aftur í glæpastarfsemi, sem skiptir sköpum fyrir öryggi samfélagsins. Aukið réttlæti: Aðstoðum þá sem hafa verið útskúfaðir úr samfélaginu. Öll hjálp skiptir máli í því að skapa réttlæti og mannúð því það er samfélagslega hagkvæmt og leiðir til endurtekninga afbrota hjá sama einstaklingi og fækkar brotaþolum um leið. Hvernig getum við hjálpað? Til þess að auka sýnileika söfnunarinnar hvetjum við öll til að deila og miðla verkefninu. Samfélagsmiðlar: Að deila söfnuninni á samfélagsmiðlum, notaðu myndefni sem sýnir áhrif þess að stuðla að aðgengi að faglegri þjónustu, ekki nota myndir af rimlum eða turnum. Samstarf: Ræddu við þau fyrirtæki og stofnanir sem þú þekkir til um möguleika á samstarfi og stuðningi. Persónulegar Sögur: Deildu sögum þeirra sem hafa nýtt sér þjónustu Afstöðu og hvernig það hefur breytt lífi þeirra. Við vitum að þær eru margar. Að lokum Við höfum öll hlutverk í því að styðja við réttlátara og betra samfélag. Með því að styðja Afstöðu stuðlar þú að bættri framtíð, færri glæpum og réttlæti í samfélaginu. Gerum okkar besta til að tryggja að söfnunin gangi betur – hjálp okkar getur gert gæfumun! Nú er rétti tíminn til að láta rödd okkar heyrast og gera breytingu fyrir þá sem þurfa á því að halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að tryggja að fangar í íslenskum fangelsum fái stuðning og aðstoð til endurhæfingar og tryggja þannig jákvæða aðlögun að samfélaginu að nýju. Afstaða hóf nýverið fjársöfnun á Karolina Fund með það að markmiði að auka aðgengi í fangelsum landsins að faglegri þjónustu á breiðum grunni ásamt auknum félagslegum stuðningi og ráðgjöf á jafningjagrundvelli. Afstaða býr yfir öflugu teymi fagfólks í sjálfboðavinnu og jafningja sem leggur áherslu á að fangavist hafi tilgang. Þegar 19 dagar eru eftir af söfnuninni er ljóst að hún hefur ekki gengið sem skyldi. Það er miður og mögulegt að bakslag hafi orðið eftir markvissa vinnu félagsins undanfarin ár við að minnka fordóma gagnvart málaflokknum. Víst er að margar neikvæðar fréttir hafa verið sagðar af fangelsismálum á undanförnum misserum og fókusinn sjaldnast á mikilvægi endurhæfingar í fangelsum til þess að fækka glæpum og tryggja þannig öruggara samfélag. Mikilvægara er nú en nokkru sinni fyrr að standa saman og tryggja að Afstaða nái markmiði sínu í söfnuninni. Hvað er Afstaða? Afstaða er mannúðar og mannréttindafélag sem gætir hagsmuna fanga á íslandi og miðar að því að veita föngum breiða faglega þjónustu, ráðgjöf og félagslegan stuðning á jafningjagrundvelli. Teymi Afstöðu samanstendur af reynslumiklu fagfólki og jafningjum sem leggja áherslu á að fangavist hafi tilgang. Markmið okkar er að bjóða einstaklingum og fjölskyldum þeirra upp á nauðsynlega þjónustu í erfiðum aðstæðum, ásamt því að fækka glæpum, endurkomum í fangelsin, spara pening hjá lögreglu, dómstólum og fangelsum og það sem skiptir mestu máli að fækka brotaþolum. Þá vinnur félagið markvisst að því að fækka fordómum í samfélaginu gagnvart þessum hóp og að fækka þeim sem eru á varanlegum fjárstuðningi hjá ríki og sveitarfélögum. Skilaboð söfnunarinnar Söfnunin er hugsuð til þess að fangar fái betri og breiðari aðgang að faglegri þjónustu, hvort sem það er í formi einkatíma hjá fagfólki og jafningjum eða fái styrk til að leita sér sjálfir eftir þeirri þjónustu. Þetta skiptir máli til að byggja upp traust og hjálpa föngum að þróa nauðsynlega hæfni til að komast aftur inn í samfélagið. Hvers vegna er mikilvægt að styðja Afstöðu? Bætt lýðheilsa: Með því að styrkja Afstöðu stuðlar þú að bættri lýðheilsu í samfélaginu. Fólk sem er í fangelsi þarf að fá aðstoð við að takast á við geðrænar áskoranir og vímuefnaneyslu. Það skilar sér einnig í bættri lýðheilsu fyrir almenning. Færri glæpir: Þegar fangar fá aðstoð við endurhæfingu minnkar hættan á að þeir fari aftur í glæpastarfsemi, sem skiptir sköpum fyrir öryggi samfélagsins. Aukið réttlæti: Aðstoðum þá sem hafa verið útskúfaðir úr samfélaginu. Öll hjálp skiptir máli í því að skapa réttlæti og mannúð því það er samfélagslega hagkvæmt og leiðir til endurtekninga afbrota hjá sama einstaklingi og fækkar brotaþolum um leið. Hvernig getum við hjálpað? Til þess að auka sýnileika söfnunarinnar hvetjum við öll til að deila og miðla verkefninu. Samfélagsmiðlar: Að deila söfnuninni á samfélagsmiðlum, notaðu myndefni sem sýnir áhrif þess að stuðla að aðgengi að faglegri þjónustu, ekki nota myndir af rimlum eða turnum. Samstarf: Ræddu við þau fyrirtæki og stofnanir sem þú þekkir til um möguleika á samstarfi og stuðningi. Persónulegar Sögur: Deildu sögum þeirra sem hafa nýtt sér þjónustu Afstöðu og hvernig það hefur breytt lífi þeirra. Við vitum að þær eru margar. Að lokum Við höfum öll hlutverk í því að styðja við réttlátara og betra samfélag. Með því að styðja Afstöðu stuðlar þú að bættri framtíð, færri glæpum og réttlæti í samfélaginu. Gerum okkar besta til að tryggja að söfnunin gangi betur – hjálp okkar getur gert gæfumun! Nú er rétti tíminn til að láta rödd okkar heyrast og gera breytingu fyrir þá sem þurfa á því að halda.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun