Niðurstaða um Ölfusárbrú væntanleg í þessari viku Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2024 13:27 Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra vonar að niðurstaða fáist jafnvel í þessari viku um forsendur Ölfusárbrúar þannig að framkvæmdir gesti hafist sem fyrst á þessu ári. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra er bjartsýn á að framkvæmdir við Ölfusárbrú geti hafist á þessu ári. Að undanförnu hafi verið leitað leiða til að framkvæmdin standist forsendur fjárlaga þessa árs um að notendagjöld standi undir kostnaði við brúna. Allt er í raun til reiðu til að hefja byggingu nýrrar ölfusárbrúar en beðið staðfestingar stjórnvalda varðandi fjármögnun. Miðað hefur verið við að gjöld á vegfarendur um brúna á næstu árum standi undir kostnaði við hana. Brúin mun leiða umferð um þjóðveg eitt framhjá Selfossi og létta þar með miklu álagi sem nú er vegna umferðar um núverandi brú og í gegnum aðalgötu bæjarins. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra mætti á fund fjárlaganefndar til að fara yfir helstu verkefni framundan í samgöngumálum. Hún segir að Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra og hún muni eiga sameiginlegan fund með fjárlaganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd á morgun til að fjalla sérstaklega um ölfusárbrú. Flestir væru sammála um að gríðarleg þörf væri fyrir nýja brú. „Við þurfum að sjá til lands með hvaða hætti þetta verður fjármagnað. Það var lagt upp með ákveðið módel. Við þurfum á því að halda að hafa þingið með okkur í hvaða skref verða stigin og hvernig þetta er leyst. Ég vonanst til að við sjáum sérstakan fund um það síðar í þessari viku. Við erum að reyna að finna tíma til fyrir það og þá getum við bara drifið okkur af stað," segir Svandís. Áætlaður kostnaður við byggingu Ölfusárbrúar er 14 milljarðar króna. Veggjöld eiga að standa undir kostnaðinum á tilteknum árafjölda.Vegagerðin Greiðslumódelið væri eitt af því sem verið væri að skoða. Hjá Seðlabankanum hafi verið uppi efasemdir um að notendagjöld nægðu fyrir kostnaðinum á þeim tíma sem miðað hefði verið við. „Ég hef stundum sagt að það sé mikilvægt að við missum ekki móðinn í að vera stórhuga og bjartsýn þegar samgönguinnviðir eru annars vegar. Einu sinni lögðum við hringveg og einu sinni lögðum við brýr yfir stórfljót. Gerðum það af því okkur fannst það vera partur af því að vera almennilegt samfélag. Við megum ekki gleyma þeim rökum þegar við tölum um hvað borgar sig og hvað ekki," segir innviðaráðherra. Hún væri því bjartsýn á að framkvæmdir við Ölfusárbrú geti hafist á þessu ári. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samgöngur Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir „Öllum ljóst að Ölfusárbrú verði að rísa“ Innviðaráðherra segist vongóð um að hægt verði að klára síðustu skref í átt að verksamningi um Ölfusárbrú á næstu dögum og vikum. Brúin verði að rísa sem allra fyrst. 4. október 2024 19:15 Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Bæjarstjóri í Ölfusi leggur til að hætt verði við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusár. Hann leggur til að vegur um Þrengsli verði bættur og Eyrarbakkavegur sveigður suður fyrir Selfoss. Þannig sparist milljarðar króna. 4. október 2024 11:22 Vísar orðum Jóns um nýja Ölfusárbrú á bug Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni vísar gagnrýni fyrrverandi Samgönguráðherra á fyrirhugaða Ölfusársbrú á bug, og segir Vegagerðina í stellingum til að hefja verkið. Boltinn sé nú hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. 3. október 2024 22:07 Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir nýja Ölfusárbrú allt of dýra í þeirri mynd sem hún er áformuð og fullyrðir að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum. 2. október 2024 20:20 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Allt er í raun til reiðu til að hefja byggingu nýrrar ölfusárbrúar en beðið staðfestingar stjórnvalda varðandi fjármögnun. Miðað hefur verið við að gjöld á vegfarendur um brúna á næstu árum standi undir kostnaði við hana. Brúin mun leiða umferð um þjóðveg eitt framhjá Selfossi og létta þar með miklu álagi sem nú er vegna umferðar um núverandi brú og í gegnum aðalgötu bæjarins. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra mætti á fund fjárlaganefndar til að fara yfir helstu verkefni framundan í samgöngumálum. Hún segir að Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra og hún muni eiga sameiginlegan fund með fjárlaganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd á morgun til að fjalla sérstaklega um ölfusárbrú. Flestir væru sammála um að gríðarleg þörf væri fyrir nýja brú. „Við þurfum að sjá til lands með hvaða hætti þetta verður fjármagnað. Það var lagt upp með ákveðið módel. Við þurfum á því að halda að hafa þingið með okkur í hvaða skref verða stigin og hvernig þetta er leyst. Ég vonanst til að við sjáum sérstakan fund um það síðar í þessari viku. Við erum að reyna að finna tíma til fyrir það og þá getum við bara drifið okkur af stað," segir Svandís. Áætlaður kostnaður við byggingu Ölfusárbrúar er 14 milljarðar króna. Veggjöld eiga að standa undir kostnaðinum á tilteknum árafjölda.Vegagerðin Greiðslumódelið væri eitt af því sem verið væri að skoða. Hjá Seðlabankanum hafi verið uppi efasemdir um að notendagjöld nægðu fyrir kostnaðinum á þeim tíma sem miðað hefði verið við. „Ég hef stundum sagt að það sé mikilvægt að við missum ekki móðinn í að vera stórhuga og bjartsýn þegar samgönguinnviðir eru annars vegar. Einu sinni lögðum við hringveg og einu sinni lögðum við brýr yfir stórfljót. Gerðum það af því okkur fannst það vera partur af því að vera almennilegt samfélag. Við megum ekki gleyma þeim rökum þegar við tölum um hvað borgar sig og hvað ekki," segir innviðaráðherra. Hún væri því bjartsýn á að framkvæmdir við Ölfusárbrú geti hafist á þessu ári.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samgöngur Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir „Öllum ljóst að Ölfusárbrú verði að rísa“ Innviðaráðherra segist vongóð um að hægt verði að klára síðustu skref í átt að verksamningi um Ölfusárbrú á næstu dögum og vikum. Brúin verði að rísa sem allra fyrst. 4. október 2024 19:15 Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Bæjarstjóri í Ölfusi leggur til að hætt verði við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusár. Hann leggur til að vegur um Þrengsli verði bættur og Eyrarbakkavegur sveigður suður fyrir Selfoss. Þannig sparist milljarðar króna. 4. október 2024 11:22 Vísar orðum Jóns um nýja Ölfusárbrú á bug Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni vísar gagnrýni fyrrverandi Samgönguráðherra á fyrirhugaða Ölfusársbrú á bug, og segir Vegagerðina í stellingum til að hefja verkið. Boltinn sé nú hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. 3. október 2024 22:07 Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir nýja Ölfusárbrú allt of dýra í þeirri mynd sem hún er áformuð og fullyrðir að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum. 2. október 2024 20:20 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
„Öllum ljóst að Ölfusárbrú verði að rísa“ Innviðaráðherra segist vongóð um að hægt verði að klára síðustu skref í átt að verksamningi um Ölfusárbrú á næstu dögum og vikum. Brúin verði að rísa sem allra fyrst. 4. október 2024 19:15
Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Bæjarstjóri í Ölfusi leggur til að hætt verði við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusár. Hann leggur til að vegur um Þrengsli verði bættur og Eyrarbakkavegur sveigður suður fyrir Selfoss. Þannig sparist milljarðar króna. 4. október 2024 11:22
Vísar orðum Jóns um nýja Ölfusárbrú á bug Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni vísar gagnrýni fyrrverandi Samgönguráðherra á fyrirhugaða Ölfusársbrú á bug, og segir Vegagerðina í stellingum til að hefja verkið. Boltinn sé nú hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. 3. október 2024 22:07
Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir nýja Ölfusárbrú allt of dýra í þeirri mynd sem hún er áformuð og fullyrðir að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum. 2. október 2024 20:20