Sýnt verður beint frá fréttamannafundinum þar sem formaður nefndarinnar tilkynnir um verðlaunahafa, en fundurinn hefst á slaginu níu.
Íranska baráttukonan og mannréttindafrömuðurinn Narges Mohammadi hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir baráttu sína gegn kúgun kvenna í Íran og baráttu fyrir mannréttindum og frelsi allra.
Tilkynnt um handhafa Nóbelsverðlauna 2024
- Mánudagur 7. október: Lífefna- og læknisfræði
- Þriðjudagur 8. október: Eðlisfræði
- Miðvikudagur 9. október: Efnafræði
- Fimmtudagur 10. október: Bókmenntir
- Föstudagur 11. október: Friðarverðlaun Nóbels
- Mánudagur 14. október: Hagfræðiverðlaun Seðlabanka Svíþjóðar