Nágrannar óskast! Embla Vigfúsdóttir skrifar 7. október 2024 11:02 Hversu vel þekkir þú nágranna þína? Bankar þú á næstu dyr og færð lánað lyftiduft þegar þú fattar í miðri köku að það er búið? Myndir þú biðja fólkið á efri hæðinni að vökva blómin þín meðan þú færir til Tene? Í mörg þúsund kynslóðir bjuggum við mannfólkið í þéttu samfélagi hvert við annað. Við bjuggum saman í hópum, deildum mat, skjóli og ábyrgð hvert með öðru. Við pössuðum upp á hvert annað. Við vorum heild. En fyrir um 20 kynslóðum síðan byrjaði þetta fyrirkomulag að breytast. Við fórum að búa í smærri og smærri einingum og núorðið búum við oftast í litlum kjarnafjölskyldum. Veggir, vegir, garðar og girðingar hafa hólfað okkur af, svo að í hversdeginum vitum við oft lítið um þá sem búa okkur næst. Það er því ekki furða að einmanaleiki sé að aukast, við mannverur erum jú hópdýr. Á Íslandi segjast 36% fólks vera stundum, oft eða alltaf einmana. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur lýst yfir að einmanaleiki sé alþjóðlegt áhyggjuefni og hafi jafnmikil – og oft verri – heilsufarsáhrif en reykingar, ofþyngd og mikil áfengisneysla. Þessar áhyggjur eiga ekki eingöngu við um eldra fólk heldur sýna rannsóknir að einmanaleiki er ört vaxandi vandamál hjá yngra fólki. Á sama tíma er gríðarlegt álag á barnafjölskyldum sem hafa ekki næga klukkutíma í sólarhringnum. Barnauppeldi er krefjandi og oft talað um að það þurfi heilt þorp til að ala barn. Þorp segirðu? Hvað ef við hefðum þorp inni í borg? Væri það hægt? Ójá, það er hægt. Til eru fjölmörg dæmi víðsvegar um heiminn sem sýna að það er vel hægt. Það er byggðarlag sem kallað er co-housing eða kjarnasamfélag og hefur verið til í rúmlega 50 ár undir því nafni. Kjarnasamfélög eru skipulagt samfélag, byggt upp af íbúðum eða húsaþyrpingu með sameiginlegri miðju. Híbýlin eru alltaf í eign íbúanna sjálfra og saman velja þeir að sameinast um suma hlut, rými og ábyrgð. Íbúar eiga þá sína eigin íbúð/hús með öllu sem því fylgir en hafa einnig aðgang að sameiginlegum rýmum, eins og stóru eldhúsi, borðsal og t.d. leikfimisal, gróðurhús eða verkstæði. Þá borða íbúar sameiginlegar máltíðir reglulega sem styrkir félagsleg tengsl þeirra á milli. Oft verða til klúbbar um sameiginleg áhugamál og sjálfsprottnir viðburðir og hittingar. Þannig myndast oft hversdagslegur samgangur milli nágranna, börnin fá þorpsbúana sína og fullorðnir fá langþráð félagslíf. Eins og í litlu þorpi. Ef þú ert núna með fullt af praktískum eða skeptískum og praktískum spurningum um hvernig þetta útópíska samlíf geti gengið upp þá er heppnin með þér, því þann 10. október verður nefnilega fyrirlestrakvöld um kjarnasamfélög í Iðnó, kl 19:30 sem heitir Living Closer. Þar verða sérfræðingar að utan sem hafa stofnað, búa í, og aðstoðað aðra við stofnun kjarnasamfélaga sem koma og fræða okkur um þennan híbýlakost sem ekki hefur staðið til boða hér á landi og svara öllum þínum spurningum. Okkur í Kjarnasamfélagi Reykjavíkur langar nefnilega að taka frumkvæðið að því að stofna fyrsta kjarnasamfélagið hérlendis, sem síðan gæti rutt brautina fyrir fleiri. Byggja þorp inn í borginni. Samfélag, ekki bara íverustað. Því það getur borgað sig að þekkja þá sem búa manni næst, eins og þegar lyftiduftið klárast. Höfundur er hönnuður og meðlimur í Kjarnasamfélagi Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Hversu vel þekkir þú nágranna þína? Bankar þú á næstu dyr og færð lánað lyftiduft þegar þú fattar í miðri köku að það er búið? Myndir þú biðja fólkið á efri hæðinni að vökva blómin þín meðan þú færir til Tene? Í mörg þúsund kynslóðir bjuggum við mannfólkið í þéttu samfélagi hvert við annað. Við bjuggum saman í hópum, deildum mat, skjóli og ábyrgð hvert með öðru. Við pössuðum upp á hvert annað. Við vorum heild. En fyrir um 20 kynslóðum síðan byrjaði þetta fyrirkomulag að breytast. Við fórum að búa í smærri og smærri einingum og núorðið búum við oftast í litlum kjarnafjölskyldum. Veggir, vegir, garðar og girðingar hafa hólfað okkur af, svo að í hversdeginum vitum við oft lítið um þá sem búa okkur næst. Það er því ekki furða að einmanaleiki sé að aukast, við mannverur erum jú hópdýr. Á Íslandi segjast 36% fólks vera stundum, oft eða alltaf einmana. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur lýst yfir að einmanaleiki sé alþjóðlegt áhyggjuefni og hafi jafnmikil – og oft verri – heilsufarsáhrif en reykingar, ofþyngd og mikil áfengisneysla. Þessar áhyggjur eiga ekki eingöngu við um eldra fólk heldur sýna rannsóknir að einmanaleiki er ört vaxandi vandamál hjá yngra fólki. Á sama tíma er gríðarlegt álag á barnafjölskyldum sem hafa ekki næga klukkutíma í sólarhringnum. Barnauppeldi er krefjandi og oft talað um að það þurfi heilt þorp til að ala barn. Þorp segirðu? Hvað ef við hefðum þorp inni í borg? Væri það hægt? Ójá, það er hægt. Til eru fjölmörg dæmi víðsvegar um heiminn sem sýna að það er vel hægt. Það er byggðarlag sem kallað er co-housing eða kjarnasamfélag og hefur verið til í rúmlega 50 ár undir því nafni. Kjarnasamfélög eru skipulagt samfélag, byggt upp af íbúðum eða húsaþyrpingu með sameiginlegri miðju. Híbýlin eru alltaf í eign íbúanna sjálfra og saman velja þeir að sameinast um suma hlut, rými og ábyrgð. Íbúar eiga þá sína eigin íbúð/hús með öllu sem því fylgir en hafa einnig aðgang að sameiginlegum rýmum, eins og stóru eldhúsi, borðsal og t.d. leikfimisal, gróðurhús eða verkstæði. Þá borða íbúar sameiginlegar máltíðir reglulega sem styrkir félagsleg tengsl þeirra á milli. Oft verða til klúbbar um sameiginleg áhugamál og sjálfsprottnir viðburðir og hittingar. Þannig myndast oft hversdagslegur samgangur milli nágranna, börnin fá þorpsbúana sína og fullorðnir fá langþráð félagslíf. Eins og í litlu þorpi. Ef þú ert núna með fullt af praktískum eða skeptískum og praktískum spurningum um hvernig þetta útópíska samlíf geti gengið upp þá er heppnin með þér, því þann 10. október verður nefnilega fyrirlestrakvöld um kjarnasamfélög í Iðnó, kl 19:30 sem heitir Living Closer. Þar verða sérfræðingar að utan sem hafa stofnað, búa í, og aðstoðað aðra við stofnun kjarnasamfélaga sem koma og fræða okkur um þennan híbýlakost sem ekki hefur staðið til boða hér á landi og svara öllum þínum spurningum. Okkur í Kjarnasamfélagi Reykjavíkur langar nefnilega að taka frumkvæðið að því að stofna fyrsta kjarnasamfélagið hérlendis, sem síðan gæti rutt brautina fyrir fleiri. Byggja þorp inn í borginni. Samfélag, ekki bara íverustað. Því það getur borgað sig að þekkja þá sem búa manni næst, eins og þegar lyftiduftið klárast. Höfundur er hönnuður og meðlimur í Kjarnasamfélagi Reykjavíkur.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun