Þetta segir Goran Jovanovski, verkstjóri laugarinnar í samtali við fréttastofu, en Mbl.is greindi first frá.
Goran segir að einhver virðist hafa verið að kasta bjórflöskum og þær brotnað í laugina í nótt. Enn á eftir að skoða öryggismyndavélar í von um að upplýsa um hvað átti sér stað.
Hann segist ekki vita hvað átti sér stað eða hvort að gleðskapur hafi verið á svæðinu.
Á meðan laugin var lokuð, milli átta og hálftólf í morgun, voru heitu pottarnir þó opnir almenningi.