Bátarnir frá eldgosinu í Vestmannaeyjum málaðir á vita Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. október 2024 21:04 Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum, sem er mjög ánægð með listaverkið á vitanum frá Viðari Breiðfjörð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Allir bátarnir, sem fluttu Eyjamenn til landsins í eldgosinu 1973 hafa verið málaðir á vita í Vestmannaeyjum en vitinn vekur alltaf mikla athygil ferðamanna. Vitinn er á Skansinum og kallast verkið, “1973, allir í bátana”. Á vitanum er myndir af þeim 58 bátum, sem fluttu fólk frá Heimaey í eldgosinu. Verkið var unnið af Viðari Breiðfjörð, miklum Vestmannaeying en vitinn heitir Hringaskersviti. „Við fengum hann til þess að mála þá 58 báta, sem fluttu fólkið í gosinu. Þetta eru svona táknmyndir, mjög skemmtilegt verkefni og þetta var gert fyrir goslokahátíðina í fyrra fyrir 50 ára afmælið,” segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum. En þetta er fallegt og vekur athygli? „Já, vekur mjög mikla athygli, það er mikið af myndum teknar hérna og þetta er á öllum hliðum vitans, þannig að það er meira að segja gamli Herjólfur hérna og allt, þetta er mjög skemmtilegt,” segir Dóra Björk. Á sérstöku upplýsingaskilti á vitanum kemur fram nafn bátanna, skipstjórans á hverjum bát og fjölda farþega, sem fór til lands með viðkomandi bát. „Fyrir mig, sem er fædd eftir gos þá er þetta bara eitthvað, sem gerir mig að Vestmannaeying þetta eldgos, en fyrir þá sem upplifðu hörmungarnar og misstu allt sitt þá eru þetta náttúrulega allt aðrar tilfinningar. En ég segi alltaf, við þurfum að passa okkur að halda þessari sögu á lofti, þetta er ótrúlega merkilegt og verið þungbært fyrir fólkið og hefur reynst okkur mörgum hverjum Eyjamönnunum erfitt allar þessar hörmungar, sem hafa gengið á í Grindavík. Þetta hefur svona rifjað upp það sem á undan er gengið hér og á þessum tíma var engin áfallahjálp og fólk ræddi þetta ekkert, þetta var bara spurning um að vera fyrstur að gleyma,” segir Dóra Björk. Mjög flott upplýsingaskilti er á vitanum á íslenska og ensku.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þetta er frábært framtak hjá ykkur, ertu ekki ánægð? „Jú, þetta er skemmtilegt, að halda sögunni á lofti eins og öll hin verkefnin okkar, þannig að nú þurfum við bara að halda því áfram," segir hafnarstjórinn. Vestmannaeyjar Eldgos og jarðhræringar Menning Heimaeyjargosið 1973 Myndlist Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Vitinn er á Skansinum og kallast verkið, “1973, allir í bátana”. Á vitanum er myndir af þeim 58 bátum, sem fluttu fólk frá Heimaey í eldgosinu. Verkið var unnið af Viðari Breiðfjörð, miklum Vestmannaeying en vitinn heitir Hringaskersviti. „Við fengum hann til þess að mála þá 58 báta, sem fluttu fólkið í gosinu. Þetta eru svona táknmyndir, mjög skemmtilegt verkefni og þetta var gert fyrir goslokahátíðina í fyrra fyrir 50 ára afmælið,” segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum. En þetta er fallegt og vekur athygli? „Já, vekur mjög mikla athygli, það er mikið af myndum teknar hérna og þetta er á öllum hliðum vitans, þannig að það er meira að segja gamli Herjólfur hérna og allt, þetta er mjög skemmtilegt,” segir Dóra Björk. Á sérstöku upplýsingaskilti á vitanum kemur fram nafn bátanna, skipstjórans á hverjum bát og fjölda farþega, sem fór til lands með viðkomandi bát. „Fyrir mig, sem er fædd eftir gos þá er þetta bara eitthvað, sem gerir mig að Vestmannaeying þetta eldgos, en fyrir þá sem upplifðu hörmungarnar og misstu allt sitt þá eru þetta náttúrulega allt aðrar tilfinningar. En ég segi alltaf, við þurfum að passa okkur að halda þessari sögu á lofti, þetta er ótrúlega merkilegt og verið þungbært fyrir fólkið og hefur reynst okkur mörgum hverjum Eyjamönnunum erfitt allar þessar hörmungar, sem hafa gengið á í Grindavík. Þetta hefur svona rifjað upp það sem á undan er gengið hér og á þessum tíma var engin áfallahjálp og fólk ræddi þetta ekkert, þetta var bara spurning um að vera fyrstur að gleyma,” segir Dóra Björk. Mjög flott upplýsingaskilti er á vitanum á íslenska og ensku.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þetta er frábært framtak hjá ykkur, ertu ekki ánægð? „Jú, þetta er skemmtilegt, að halda sögunni á lofti eins og öll hin verkefnin okkar, þannig að nú þurfum við bara að halda því áfram," segir hafnarstjórinn.
Vestmannaeyjar Eldgos og jarðhræringar Menning Heimaeyjargosið 1973 Myndlist Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent