Það ríkir mikil eftirvænting fyrir leiknum sem hefst á N1-vellinum að Hlíðarenda klukkan 16:15. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni lýsingu hér á Vísi og einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun fyrir leikinn klukkan 15:45.
Pétur Pétursson gerir tvær breytingar frá því í síðasta leik liðsins gegn Víkingi. Katie Cousins og Guðrún Elísabet Björginvsdóttir koma inn í liðið á kostnað Elísu Viðarsdóttur og Nadíu Atladóttur sem setjast á bekkinn. Þetta er sama byrjunarlið og í bikarúrslitaleik liðanna í ágúst þar sem Valur fór með 2-1 sigur af hólmi.
Breiðablik stillir upp sama byrjunarliði og í síðasta leik liðsins en þá unnu Blikakonur sigur á FH. Ásta Eir Árnadóttir fyrirliði er á sínum stað en hún hefur átt við smávægileg meiðsli að stríða.
Byrjunarlið Vals
1. Fanney Inga Birkisdóttir - markvörður
2. Hailey Whitaker - vörn
6. Natasha Anasi - vörn
21. Lillý Rut Hlynsdóttir - vörn
11. Anna Rakel Pétursdóttir - vörn
8. Katherine Cousins - miðja
10. Berglind Rós Ágústsdóttir - miðja
14. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir - miðja
22. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir - miðja
23. Fanndís Friðriksdóttir - sókn
29. Jasmín Erla Ingadóttir - sókn
Byrjunarlið Breiðabliks
1. Thelma Ívarsdóttir - markvörður
4. Elín Helena Karlsdóttir - vörn
13. Ásta Eir Árnadóttir - vörn
18. Kristín Dís Árnadóttir - vörn
27. Barbára Sól Gísladóttir - vörn
5. Samantha Rose Smith - miðja
7. Agla María Albertsdóttir - miðja
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir - miðja
11. Andrea Rut Bjarnadóttir - miðja
10. Katrín Ásbjörnsdóttir - sókn
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir - sókn