Loksins mega hommar gefa blóð Bjarki Sigurðsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 4. október 2024 18:37 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Samkynhneigðir karlmenn fá að gefa blóð hér á landi frá og með júlí á næsta ári. Heilbrigðisráðherra segir mikið ánægjuefni að þetta skref sé loks tekið Sem stendur mega samkynhneigðir karlmenn á Íslandi ekki gefa blóð. Þeir eru sagðir í áhættuhóp hvað varðar blóðgjafir þar sem meiri líkur séu á að þeir séu smitaðir af alnæmisveirunni HIV. Ísland er eitt fjögurra Evrópuríkja sem banna enn alfarið blóðgjafir þeirra, ásamt Tyrklandi, Kósovó og Króatíu. Flest Evrópuríki hafa síðustu ár leyft blóðgjafirnar eða sett skilyrði um að karlmenn megi ekki gefa blóð hafi þeir haft samfarir við annan karlmann innan ákveðins tíma. Margoft hefur verið reynt að koma reglugerðarbreytingum hvað þetta varðar í gegn en lítið gerst þar til nú. Frá og með 1. júlí á næsta ári munu allir, samkynhneigðir jafnt sem aðrir, sem gefa blóð fara í NAT-skimun sem greinir hvort gjafar séu með Lifrarbólgu B eða C eða HIV. „Reglugerðin núna felur í sér að það þarf aðlögun til þess að geta nýtt fyrirliggjandi birgðir og hefja þá NAT-skimun. Sem er mikið gleðiefni,“ segir Willum. Felur þetta í sér að samkynhneigðir karlar muni að skilyrðum uppfylltum geta gefið blóð? „Algjörlega.“ Blóðbankinn hefur glímt við viðvarandi skort á blóði síðustu ár en með breytingunni er hægt að fjölga blóðgjöfum til muna. „Það er auðvitað heilmikið verk að taka upp þessa skimun og koma henni á. Við höfum verið að vinna í því með Landspítalanum og Blóðbankanum. Nú er það á lokametrum og núna getum við byrjað á þessu. Loksins,“ segir Willum. Heilbrigðismál Blóðgjöf Hinsegin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landspítalinn Tengdar fréttir Sam- og tvíkynhneigðir karlar mega gefa blóð Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur bundið enda á fjörutíu ára bann við blóðgjöfum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra karlmanna þar í landi. Í staðinn munu allir blóðgjafar svara spurningalista um kynlíf sitt. Á Íslandi er enn beðið eftir sambærilegum breytingum. 11. maí 2023 23:09 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Sem stendur mega samkynhneigðir karlmenn á Íslandi ekki gefa blóð. Þeir eru sagðir í áhættuhóp hvað varðar blóðgjafir þar sem meiri líkur séu á að þeir séu smitaðir af alnæmisveirunni HIV. Ísland er eitt fjögurra Evrópuríkja sem banna enn alfarið blóðgjafir þeirra, ásamt Tyrklandi, Kósovó og Króatíu. Flest Evrópuríki hafa síðustu ár leyft blóðgjafirnar eða sett skilyrði um að karlmenn megi ekki gefa blóð hafi þeir haft samfarir við annan karlmann innan ákveðins tíma. Margoft hefur verið reynt að koma reglugerðarbreytingum hvað þetta varðar í gegn en lítið gerst þar til nú. Frá og með 1. júlí á næsta ári munu allir, samkynhneigðir jafnt sem aðrir, sem gefa blóð fara í NAT-skimun sem greinir hvort gjafar séu með Lifrarbólgu B eða C eða HIV. „Reglugerðin núna felur í sér að það þarf aðlögun til þess að geta nýtt fyrirliggjandi birgðir og hefja þá NAT-skimun. Sem er mikið gleðiefni,“ segir Willum. Felur þetta í sér að samkynhneigðir karlar muni að skilyrðum uppfylltum geta gefið blóð? „Algjörlega.“ Blóðbankinn hefur glímt við viðvarandi skort á blóði síðustu ár en með breytingunni er hægt að fjölga blóðgjöfum til muna. „Það er auðvitað heilmikið verk að taka upp þessa skimun og koma henni á. Við höfum verið að vinna í því með Landspítalanum og Blóðbankanum. Nú er það á lokametrum og núna getum við byrjað á þessu. Loksins,“ segir Willum.
Heilbrigðismál Blóðgjöf Hinsegin Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landspítalinn Tengdar fréttir Sam- og tvíkynhneigðir karlar mega gefa blóð Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur bundið enda á fjörutíu ára bann við blóðgjöfum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra karlmanna þar í landi. Í staðinn munu allir blóðgjafar svara spurningalista um kynlíf sitt. Á Íslandi er enn beðið eftir sambærilegum breytingum. 11. maí 2023 23:09 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Sam- og tvíkynhneigðir karlar mega gefa blóð Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur bundið enda á fjörutíu ára bann við blóðgjöfum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra karlmanna þar í landi. Í staðinn munu allir blóðgjafar svara spurningalista um kynlíf sitt. Á Íslandi er enn beðið eftir sambærilegum breytingum. 11. maí 2023 23:09