Framtíðarkvíði er ekki gott veganesti Sigurður Páll Jónsson skrifar 4. október 2024 16:03 Fátt fer meira í taugarnar á mér en sú heimsendaspá sem borin er á borð af aðilum sem oft á tíðum er sama fólkið er kennir öðrum um óttastjórnmál. Þessir málsvarar sannleikans flytja síðan innblásnar ræður um áhyggjur sínar af kvíða og þunglyndi unga fólksins okkar. Þegar ég man fyrst eftir mér eftir 1960 var kalda stríðið og kjarnorku ógnin í hverjum fréttatíma auk átaka fyrir botni Miðjarðarhafs. Þetta er rúmum 15 árum eftir seinni heimsstyrjöldina. Ef maður heyrði í flugvél var fyrsta hugsun: Rússarnir örugglega komnir með kjarnorkusprengju til að bomba á okkur og þá var hlaupið heim og skriðið undir rúm. Veturnir voru svo kaldir með hafís landfastan fyrir vestan og norðan að á sumrin fór varla frost úr jörðu. Ég heyrði ömmu og afa minnast góðviðris ára með hlýjum sumrum á árunum um 1930. Það undur sem náttúruöflin bjóða uppá gerir mann smáan. Umgengni okkar við náttúruna er alls ekki í lagi á alltof mörgum sviðum. En ef maður spyr spurninga um þau áform sem ráðast á í til varnar náttúrunni og loftslaginu, er spurt á móti: ertu afneitunnarsinni? Í dag á tímum tækni og vísinda sem eru á miklum hraða auk upplýsinga þvert yfir hnöttinn á hraða ljóssins fer trúin á mátt æðri okkur mannfólkinu þverrandi. Ég hef spurt ungt fólk: Hvernig tekstu á við kvíðann? Oftar en ekki er svarið: Ég hætti að hlusta á fréttir. Hvernig getum við hvatt börnin okkar til dáða og fengið þau til að finna sig tilbúin til að hlakka til framtíðarinnar? Að hafa þak yfir höfuðið er okkur öllum nauðsynlegt og núna á tímum hárra vaxta og verðbólgu eru áhyggjur af því hvernig ungt fólk kemst í sitt eigið húsnæði með kaupum eða leigu. Þegar ég keypti mér fyrst íbúð var verðbólgan 87%. Einhvern veginn komst maður í gegnum þann tíma frá mánuði til mánaðar. Foreldrar mínir sögðu við mig þá 24 ára gamlan: Nú þarft þú að axla þín skinn sjálfur og bera ábyrgð á þínum fjármálum. Ískalt en þau stóðu samt við bakið á mér. Af hverju er ég að bera saman þessa ólíku tíma, þá og nú. Jú á góðum stað segir: það er ekkert nýtt undi sólinni. Ungt fólk í dag er ekkert ólíkt okkur þegar við vorum ung. Það þarf hvatningu og líka að finna til ábyrgðar sem eykur sjálfsvirðingu og sjálfstraust. Á dögunum var stofnuð ungliðahreyfing hjá Miðflokknum í suðvestur kjördæmi sem ber nafnið Freyfaxi. Þar er formaður Anton Sveinn McKee sundkappi ásamt öflugum einstaklingum. Í góðri grein sem Anton skrifaði á dögunum segir m.a: Í byrjun tekur maður skref sem virðast risavaxin en þegar lengra er komið og þú hefur öðlast nýtt sjónarhorn sérðu að þetta voru í raun hænuskref miðað við það sem þú ert að kljást við í dag. Þetta eru ágætis hvatningarorð til okkar allra. Varaþingmaður Miðflokksins í norðvestur kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Fátt fer meira í taugarnar á mér en sú heimsendaspá sem borin er á borð af aðilum sem oft á tíðum er sama fólkið er kennir öðrum um óttastjórnmál. Þessir málsvarar sannleikans flytja síðan innblásnar ræður um áhyggjur sínar af kvíða og þunglyndi unga fólksins okkar. Þegar ég man fyrst eftir mér eftir 1960 var kalda stríðið og kjarnorku ógnin í hverjum fréttatíma auk átaka fyrir botni Miðjarðarhafs. Þetta er rúmum 15 árum eftir seinni heimsstyrjöldina. Ef maður heyrði í flugvél var fyrsta hugsun: Rússarnir örugglega komnir með kjarnorkusprengju til að bomba á okkur og þá var hlaupið heim og skriðið undir rúm. Veturnir voru svo kaldir með hafís landfastan fyrir vestan og norðan að á sumrin fór varla frost úr jörðu. Ég heyrði ömmu og afa minnast góðviðris ára með hlýjum sumrum á árunum um 1930. Það undur sem náttúruöflin bjóða uppá gerir mann smáan. Umgengni okkar við náttúruna er alls ekki í lagi á alltof mörgum sviðum. En ef maður spyr spurninga um þau áform sem ráðast á í til varnar náttúrunni og loftslaginu, er spurt á móti: ertu afneitunnarsinni? Í dag á tímum tækni og vísinda sem eru á miklum hraða auk upplýsinga þvert yfir hnöttinn á hraða ljóssins fer trúin á mátt æðri okkur mannfólkinu þverrandi. Ég hef spurt ungt fólk: Hvernig tekstu á við kvíðann? Oftar en ekki er svarið: Ég hætti að hlusta á fréttir. Hvernig getum við hvatt börnin okkar til dáða og fengið þau til að finna sig tilbúin til að hlakka til framtíðarinnar? Að hafa þak yfir höfuðið er okkur öllum nauðsynlegt og núna á tímum hárra vaxta og verðbólgu eru áhyggjur af því hvernig ungt fólk kemst í sitt eigið húsnæði með kaupum eða leigu. Þegar ég keypti mér fyrst íbúð var verðbólgan 87%. Einhvern veginn komst maður í gegnum þann tíma frá mánuði til mánaðar. Foreldrar mínir sögðu við mig þá 24 ára gamlan: Nú þarft þú að axla þín skinn sjálfur og bera ábyrgð á þínum fjármálum. Ískalt en þau stóðu samt við bakið á mér. Af hverju er ég að bera saman þessa ólíku tíma, þá og nú. Jú á góðum stað segir: það er ekkert nýtt undi sólinni. Ungt fólk í dag er ekkert ólíkt okkur þegar við vorum ung. Það þarf hvatningu og líka að finna til ábyrgðar sem eykur sjálfsvirðingu og sjálfstraust. Á dögunum var stofnuð ungliðahreyfing hjá Miðflokknum í suðvestur kjördæmi sem ber nafnið Freyfaxi. Þar er formaður Anton Sveinn McKee sundkappi ásamt öflugum einstaklingum. Í góðri grein sem Anton skrifaði á dögunum segir m.a: Í byrjun tekur maður skref sem virðast risavaxin en þegar lengra er komið og þú hefur öðlast nýtt sjónarhorn sérðu að þetta voru í raun hænuskref miðað við það sem þú ert að kljást við í dag. Þetta eru ágætis hvatningarorð til okkar allra. Varaþingmaður Miðflokksins í norðvestur kjördæmi.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar