Segir valsað um sjúkraskrána eins og á rölti um Kringluna Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2024 15:02 Flugmaðurinn sem kvartaði til Persónuverndra fékk ekki heillbrigðisvottorð og missti þannig réttindi sín. Myndin er frá Keflavíkurflugvelli og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/Vilhelm Lögmaður flugmanns sem kvartaði til Persónuverndar vegna aðgangs Samgöngustofu að sjúkraskrá hans segir stofnunina fara með rangt mál um hverjir höfðu aðgang að gögnunum. Flugmaðurinn missti starfsleyfi sitt á grundvelli upplýsinga úr sjúkraskránni sem lögmaðurinn segir hafa verið teknar úr samhengi. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins rifti samningi við Samgöngustofu um aðgang að sjúkraskrám eftir að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að fyrirkomulagið stríddi gegn persónuverndarlögum. Persónuvernd tilkynnti í gær að hún hefði hafið frumkvæðisathugun á vinnslu persónuupplýsinga í sameiginlegum sjúkraskrárkerfum heilsugæslunnar í gær. Flugmaðurinn sem kvartaði til Persónuverndar undan uppflettingum trúnaðarlæknis Samgöngustofu í sjúkraskrá hans, var sviptur heilbrigðisvottorði sem varð til þess að hann missti réttindi sem atvinnuflugmaður. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður hans, segir að Samgöngustofa hafi tekið upplýsingar úr sjúkraskrá flugmannsins úr samhengi. „Það er bara valsað um sjúkraskrána hans eins og þú sért bara að rölta um Kringluna að skoða og þar teknir handahófskenndir hlutir, setningar eða orð og búin til einhver saga sem enginn fótur er fyrir og á þeim grunni er viðkomandi aðili síðan sviptur þessu heilbrigðisvottorð,“ segir lögmaðurinn. Gögn vistuð á almennu drifi Samgöngustofa fullyrti að aðeins yfirlæknir flugsviðs hennar hefði aðgang að sjúkraskrám og að engir aðrir starfsmenn stofnunarinnar hefðu haft eða hefðu slíkan aðgang í yfirlýsingu sem stofnunin sendi frá sér í gær. Mikilvægt væri fyrir flugöryggi að yfirlæknir hefði nauðsynleg gögn til þess að leggja mat á heilbrigði umsækjenda um heilbrigðisvottorð. Þetta segir Páll Ágúst yfirklór og efnislega rangt. Samkvæmt úrlausn Persónuverndar og gögnum sem flugmaðurinn fékk hafi upplýsingar úr sjúkraskrá hans verið vistaðar og geymdar á almennu drifi sem starfsmenn Samgöngustofu höfðu aðgang að. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður.Vísir/Vilhelm Auk þess hafi almennir starfsmenn stofnunarinnar skrifað undir bréf sem innihéldu persónulegar upplýsingar sem var eingöngu að finna í sjúkraskrá flugmannsins. „Þannig að það er í raun og veru orðhengilsháttur að bara yfirlæknir flugsviðs hafi haft aðgang að sjúkraskránum. Það getur vel verið að hann einn hafi haft aðgang að sjúkraskrárforritinu sjálfu en meðferðin á upplýsingunum úr sjúkraskránum var ekki með þeim hætti að hann einn hafði aðgang að þeim,“ segir Páll Ágúst við Vísi. Upplýsinganna aflað með ólögmætum hætti Flugmaðurinn hefur þegar farið fram á það við Samgöngustofu að fá réttindi sín aftur. Páll Ágúst segir úrlausn Persónuverndar staðfesta að Samgöngustofa hafi aldrei átt að hafa aðgang að sjúkraskrá flugmannsins og upplýsinganna hafi því verið aflað með ólögmætum hætti. Lög um loftferðir eru skýr um að Samgöngustofa geti kallað eftir almennum heilsufarsupplýsingum, að mati Páls Ágúst. Ekki sé hins vegar gert ráð fyrir að Samgöngustofa hafi ótakmarkaðan aðgang að sjúkraskrám einstaklinga. Það tíðkist ekki í Evrópu að sambærileg yfirvöld og Samgöngustofa hafi svo víðtækar heimildir til þess að fletta í sjúkraskrám. „Það getur verið alls konar dót í sjúkraskránni þinni sem tengist því ekki á nokkurn hátt hvort þú sért hæfur til að fljúga eða ekki. Í sjúkraskrá er að finna þær persónulegustu upplýsingar sem hægt er að finna um fólk,“ segir lögmaðurinn sem útilokar ekki að flugmaðurinn leiti réttar síns frekar. Heilsugæslan segist taka ábendingar Persónuverndar alvarlega. Búið sé að rifta öllum samningum um aðgang stofnana að sjúkraskrám fyrir utan við einkareknar heilsugæslustöðvar. Þá sé byrjað að afla upplýsinga vegna frumkvæðisskoðunar Persónuverndar. Fréttir af flugi Persónuvernd Heilsugæsla Stjórnsýsla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sögðu upp fleiri samningum í kjölfar úrskurðarins Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur sagt um samningum við Samgöngustofu, Fluglæknasetur og KSÍ, í kjölfar úrskurðar Persónuverndar um að ekki hafi verið heimilt að veita Samgöngustofu aðgang að sjúkraskrám. Forstjóri heilsugæslunnar segir boltann nú hjá yfirvöldum, sem þurfi að búa til lagaramma sem virkar. 3. október 2024 12:02 Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur lokað fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samöngustofu að sjúkraskrám. Þetta er gert samkvæmt fyrirmælum landlæknisembættisins í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. 3. október 2024 09:22 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins rifti samningi við Samgöngustofu um aðgang að sjúkraskrám eftir að Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að fyrirkomulagið stríddi gegn persónuverndarlögum. Persónuvernd tilkynnti í gær að hún hefði hafið frumkvæðisathugun á vinnslu persónuupplýsinga í sameiginlegum sjúkraskrárkerfum heilsugæslunnar í gær. Flugmaðurinn sem kvartaði til Persónuverndar undan uppflettingum trúnaðarlæknis Samgöngustofu í sjúkraskrá hans, var sviptur heilbrigðisvottorði sem varð til þess að hann missti réttindi sem atvinnuflugmaður. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður hans, segir að Samgöngustofa hafi tekið upplýsingar úr sjúkraskrá flugmannsins úr samhengi. „Það er bara valsað um sjúkraskrána hans eins og þú sért bara að rölta um Kringluna að skoða og þar teknir handahófskenndir hlutir, setningar eða orð og búin til einhver saga sem enginn fótur er fyrir og á þeim grunni er viðkomandi aðili síðan sviptur þessu heilbrigðisvottorð,“ segir lögmaðurinn. Gögn vistuð á almennu drifi Samgöngustofa fullyrti að aðeins yfirlæknir flugsviðs hennar hefði aðgang að sjúkraskrám og að engir aðrir starfsmenn stofnunarinnar hefðu haft eða hefðu slíkan aðgang í yfirlýsingu sem stofnunin sendi frá sér í gær. Mikilvægt væri fyrir flugöryggi að yfirlæknir hefði nauðsynleg gögn til þess að leggja mat á heilbrigði umsækjenda um heilbrigðisvottorð. Þetta segir Páll Ágúst yfirklór og efnislega rangt. Samkvæmt úrlausn Persónuverndar og gögnum sem flugmaðurinn fékk hafi upplýsingar úr sjúkraskrá hans verið vistaðar og geymdar á almennu drifi sem starfsmenn Samgöngustofu höfðu aðgang að. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður.Vísir/Vilhelm Auk þess hafi almennir starfsmenn stofnunarinnar skrifað undir bréf sem innihéldu persónulegar upplýsingar sem var eingöngu að finna í sjúkraskrá flugmannsins. „Þannig að það er í raun og veru orðhengilsháttur að bara yfirlæknir flugsviðs hafi haft aðgang að sjúkraskránum. Það getur vel verið að hann einn hafi haft aðgang að sjúkraskrárforritinu sjálfu en meðferðin á upplýsingunum úr sjúkraskránum var ekki með þeim hætti að hann einn hafði aðgang að þeim,“ segir Páll Ágúst við Vísi. Upplýsinganna aflað með ólögmætum hætti Flugmaðurinn hefur þegar farið fram á það við Samgöngustofu að fá réttindi sín aftur. Páll Ágúst segir úrlausn Persónuverndar staðfesta að Samgöngustofa hafi aldrei átt að hafa aðgang að sjúkraskrá flugmannsins og upplýsinganna hafi því verið aflað með ólögmætum hætti. Lög um loftferðir eru skýr um að Samgöngustofa geti kallað eftir almennum heilsufarsupplýsingum, að mati Páls Ágúst. Ekki sé hins vegar gert ráð fyrir að Samgöngustofa hafi ótakmarkaðan aðgang að sjúkraskrám einstaklinga. Það tíðkist ekki í Evrópu að sambærileg yfirvöld og Samgöngustofa hafi svo víðtækar heimildir til þess að fletta í sjúkraskrám. „Það getur verið alls konar dót í sjúkraskránni þinni sem tengist því ekki á nokkurn hátt hvort þú sért hæfur til að fljúga eða ekki. Í sjúkraskrá er að finna þær persónulegustu upplýsingar sem hægt er að finna um fólk,“ segir lögmaðurinn sem útilokar ekki að flugmaðurinn leiti réttar síns frekar. Heilsugæslan segist taka ábendingar Persónuverndar alvarlega. Búið sé að rifta öllum samningum um aðgang stofnana að sjúkraskrám fyrir utan við einkareknar heilsugæslustöðvar. Þá sé byrjað að afla upplýsinga vegna frumkvæðisskoðunar Persónuverndar.
Fréttir af flugi Persónuvernd Heilsugæsla Stjórnsýsla Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sögðu upp fleiri samningum í kjölfar úrskurðarins Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur sagt um samningum við Samgöngustofu, Fluglæknasetur og KSÍ, í kjölfar úrskurðar Persónuverndar um að ekki hafi verið heimilt að veita Samgöngustofu aðgang að sjúkraskrám. Forstjóri heilsugæslunnar segir boltann nú hjá yfirvöldum, sem þurfi að búa til lagaramma sem virkar. 3. október 2024 12:02 Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur lokað fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samöngustofu að sjúkraskrám. Þetta er gert samkvæmt fyrirmælum landlæknisembættisins í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. 3. október 2024 09:22 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Sögðu upp fleiri samningum í kjölfar úrskurðarins Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur sagt um samningum við Samgöngustofu, Fluglæknasetur og KSÍ, í kjölfar úrskurðar Persónuverndar um að ekki hafi verið heimilt að veita Samgöngustofu aðgang að sjúkraskrám. Forstjóri heilsugæslunnar segir boltann nú hjá yfirvöldum, sem þurfi að búa til lagaramma sem virkar. 3. október 2024 12:02
Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur lokað fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samöngustofu að sjúkraskrám. Þetta er gert samkvæmt fyrirmælum landlæknisembættisins í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. 3. október 2024 09:22