„Ennisbandið var slegið af honum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. október 2024 21:59 Kjartan Atli ræðir við sína menn í leikhléi. Vísir/Anton Brink Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftaness var töluvert í sviðsljósinu undir lok leiksins gegn Keflavík. Bekkur Álftnesinga fékk tvær tæknivillur dæmdar á sig í framlengingunni fyrir mótmæli en Álftnesingar þurftu að lúta í gras eftir spennuleik gegn Keflavík. „Við vorum ósáttir með snertinguna þegar Andrew [Jones] var að keyra inn tvisvar. Einu sinni steig einhver á hann þannig að hún fór úr skónum sem ég held að allir hafi séð. Síðan var ennisbandið slegið af honum. Maður er auðvitað líka að reyna að koma sínu máli á framfæri við fórum eflaust aðeins of geyst í þau mál,“ sagði Kjartan Atli um atvikin í framlengingunni. Keflvíkingar sigu fram úr á þessum kafla og tryggðu sér sigurinn. Atvikin sem Kjartan talar um gerast í stöðunni 102-99 fyrir Keflavík og úr blaðamannastúkunni séð var um augljósar villur að ræða og Álftnesingar virtust hafa eitthvað til síns máls. „Það er þá bara eitthvað sem við þurfum að laga hvernig við sækjum á körfuna. Við brjótum tuttugu og fimm sinnum á þeim og þeir sextán sinnum á okkur. Það er þá bara eitthvað greinilega sem við þurfum að skoða hvernig við ráðumst á körfuna til þess að dómararnir gefi okkur líka víti.“ „Stýrðum stærstum hluta seinni hálfleiks“ Álftnesingar voru í vandræðum í fyrri hálfleik og misstu Keflvíkinga mest tólf stigum fram úr sér. Í þriðja leikhluta náðu þeir hins vegar vopnum sínum og héldu Keflvíkingum í skefjum. „Við vorum ekki nógu góðir framan af leik. Við vorum að rembast við að grípa taktinn í leiknum og hann var þeirra megin í fyrri hálfleik. Mér fannst við gera vel í þriðja að ná taktinum yfir til okkar. Við stýrðum stærstum hluta seinni hálfleiks fannst mér.“ Varnarleikur heimamanna lagaðist í þriðja leikhluta þar sem þeir fengu á sig 18 stig. „Við vorum að tengjast betur í vörninni, það var það sem við ræddum um í hálfleik. Ánægður með seinni hálfleikinn í heild sinni. Svo setja þeir tvo „step back“ þrista af dripplinu. Svo sem ekkert mjög mikið að gera í því og þannig er það bara,“ en þar á Kjartan Atli við tvær þriggja stiga körfur frá Wendell Green sem komu Keflvíkingum í forystu undir lok venjulegs leiktíma. Kjartan Atli með leiðbeiningar til sinna manna. Aðstoðarþjálfarinn Hjalti Þór Vilhjálmsson fylgist með fyrir aftan.Vísir/Anton Brink Dúi Þór Jónsson var ekki með liði Álftnesinga í dag en hann var lykilmaður í liðinu á síðustu leiktíð. „Hann er bara veikur, greip umgangspest og auðvitað munaði um hann í kvöld. Við gefum honum rými til að ná sér, við eigum Njarðvík næst. Það er svolítil bið í hann og hann hefur nægan tíma til að ná fullum bata.“ Kjartan var ánægður með margt í leik síns liðs en liðið er nýlega búið að gera breytingu á leikmannahópnum og fá David Okeke til liðs við sig. „Ég er mjög ánægður með liðið, finnst við líta vel út. Þetta er fyrsti leikurinn með David Okeke og það var líka, því þú spurðir um byrjunina áðan, við erum að venjast því að hafa hann þarna inni.“ „Nýju mennirnir komu mjög vel inn og mig langar líka að nefna af þessum nýju Viktor Steffensen sem kom inn af bekknum. Hann var að þreyta frumraun sína í efstu deild en það var ekki að sjá á honum, hann var mjög öflugur. Hann gaf okkur aukna orku. Dino [Stipcic] kom líka mjög flottur af bekknum. Góð lið þurfa að hafa leikmenn sem geta stigið upp og breytt leikjum, mér fannst þeir báðir gera það.“ Bónus-deild karla Keflavík ÍF UMF Álftanes Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Fleiri fréttir Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Sjá meira
„Við vorum ósáttir með snertinguna þegar Andrew [Jones] var að keyra inn tvisvar. Einu sinni steig einhver á hann þannig að hún fór úr skónum sem ég held að allir hafi séð. Síðan var ennisbandið slegið af honum. Maður er auðvitað líka að reyna að koma sínu máli á framfæri við fórum eflaust aðeins of geyst í þau mál,“ sagði Kjartan Atli um atvikin í framlengingunni. Keflvíkingar sigu fram úr á þessum kafla og tryggðu sér sigurinn. Atvikin sem Kjartan talar um gerast í stöðunni 102-99 fyrir Keflavík og úr blaðamannastúkunni séð var um augljósar villur að ræða og Álftnesingar virtust hafa eitthvað til síns máls. „Það er þá bara eitthvað sem við þurfum að laga hvernig við sækjum á körfuna. Við brjótum tuttugu og fimm sinnum á þeim og þeir sextán sinnum á okkur. Það er þá bara eitthvað greinilega sem við þurfum að skoða hvernig við ráðumst á körfuna til þess að dómararnir gefi okkur líka víti.“ „Stýrðum stærstum hluta seinni hálfleiks“ Álftnesingar voru í vandræðum í fyrri hálfleik og misstu Keflvíkinga mest tólf stigum fram úr sér. Í þriðja leikhluta náðu þeir hins vegar vopnum sínum og héldu Keflvíkingum í skefjum. „Við vorum ekki nógu góðir framan af leik. Við vorum að rembast við að grípa taktinn í leiknum og hann var þeirra megin í fyrri hálfleik. Mér fannst við gera vel í þriðja að ná taktinum yfir til okkar. Við stýrðum stærstum hluta seinni hálfleiks fannst mér.“ Varnarleikur heimamanna lagaðist í þriðja leikhluta þar sem þeir fengu á sig 18 stig. „Við vorum að tengjast betur í vörninni, það var það sem við ræddum um í hálfleik. Ánægður með seinni hálfleikinn í heild sinni. Svo setja þeir tvo „step back“ þrista af dripplinu. Svo sem ekkert mjög mikið að gera í því og þannig er það bara,“ en þar á Kjartan Atli við tvær þriggja stiga körfur frá Wendell Green sem komu Keflvíkingum í forystu undir lok venjulegs leiktíma. Kjartan Atli með leiðbeiningar til sinna manna. Aðstoðarþjálfarinn Hjalti Þór Vilhjálmsson fylgist með fyrir aftan.Vísir/Anton Brink Dúi Þór Jónsson var ekki með liði Álftnesinga í dag en hann var lykilmaður í liðinu á síðustu leiktíð. „Hann er bara veikur, greip umgangspest og auðvitað munaði um hann í kvöld. Við gefum honum rými til að ná sér, við eigum Njarðvík næst. Það er svolítil bið í hann og hann hefur nægan tíma til að ná fullum bata.“ Kjartan var ánægður með margt í leik síns liðs en liðið er nýlega búið að gera breytingu á leikmannahópnum og fá David Okeke til liðs við sig. „Ég er mjög ánægður með liðið, finnst við líta vel út. Þetta er fyrsti leikurinn með David Okeke og það var líka, því þú spurðir um byrjunina áðan, við erum að venjast því að hafa hann þarna inni.“ „Nýju mennirnir komu mjög vel inn og mig langar líka að nefna af þessum nýju Viktor Steffensen sem kom inn af bekknum. Hann var að þreyta frumraun sína í efstu deild en það var ekki að sjá á honum, hann var mjög öflugur. Hann gaf okkur aukna orku. Dino [Stipcic] kom líka mjög flottur af bekknum. Góð lið þurfa að hafa leikmenn sem geta stigið upp og breytt leikjum, mér fannst þeir báðir gera það.“
Bónus-deild karla Keflavík ÍF UMF Álftanes Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Fleiri fréttir Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Sjá meira