Nýjar lausnir gegn ofbeldi Drífa Snædal skrifar 4. október 2024 09:03 Til að vinna gegn ofbeldi þarf að trúa þeim sem verður fyrir ofbeldi og það þarf að hafa afleiðingar fyrir þá sem beita því. Að auki þarf öflugt forvarnarstarf. Svo einfalt er það og þó kannski ekki nógu einfalt. Fólk (aðallega konur af hendi karla) sem hefur verið beitt kynferðislegu eða kynbundnu ofbeldi streyma til Stígamóta, Kvennaathvarfsins, Aflsins, Sigurhæða, Bjarkarhlíðar og Bjarmahlíðar sem aldrei fyrr. Biðlistar hafa myndast og við sem vinnum fyrir brotaþola getum borið vitni um skelfilega vanlíðan og alvarlegar afleiðingar. Við erum að tala um hundruð einstaklinga á ári. Þetta er svo algeng og nánast viðtekið í samfélaginu að þegar hið opinbera kynnir aðgerðir gegn ofbeldi meðal barna og gagnvart börnum er ekki minnst á kynferðislegt eða kynbundið ofbeldi. Það er eins og það sé eitthvað náttúrulögmál sem óþarfi sé að minnast á. Samt hafa 15% stelpna í 10. bekk orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hendi annars unglings og 6% stráka samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni 2023. Við skulum ekki láta það gerast að algengasta ofbeldið sem stelpur verða fyrir sé gert ósýnilegt í aðgerðum gegn ofbeldi! Einungis 11% brotaþola nauðgunar sem koma til Stígamóta hafa kært verknaðinn. Fyrir því geta verið ýmsar ástæður en algengasta ástæðan er sennilega sú að konum allra tíma hefur sjálfum verið kennt um ofbeldið og hafa sjálfar tekið skömmina og ábyrgðina á sig. Það er gömul saga og ný. Við það má bæta að opinbert ferli er sársaukafullt, tekur langan tíma og getur gengið mjög nærri brotaþolum og alls óvíst um sakfellingu. Reyndar er líklegra að málin séu látin niður falla. Þá hefur það færst í aukana að konum sem segja frá sé hótað ærumissi. Enn ein skýringin getur svo verið sú að brotaþolar vilja réttlæti eftir öðrum leiðum en þeim opinberu. Vilja að gerandi axli ábyrgð án þess að fá refsidóm. Eitt er ljóst að refsiréttarkerfið býður ekki uppá réttlæti, forvarnir eða lausnir, við þurfum að leita annarra leiða. Stígamót hafa leitað fanga til að finna nýjar leiðir í baráttunni gegn ofbeldi og fyrir réttlæti og mun halda ráðstefnuna „Réttlæti eftir ofbeldi“ hinn 21. október næstkomandi. Þar mun Elizabeth Clemens stofnandi Hidden waters kynna rannsóknir sínar og vinnu við félagslegar lausnir eftir ofbeldi. Hún hefur aðstoðað brotaþola, ofbeldismenn og aðstandendur til að ná einhverskonar bata og koma i veg fyrir áframhaldandi ofbeldi. Hún hefur einbeitt sér að þörfum þeirra sem verða fyrir ofbeldi, viðbrögðum umhverfisins og stuðningsnetsins og hvernig megi aðstoða ofbeldismenn til að axla ábyrgð. Að auki verður dregið fram í dagsljósið það sem vel er gert hér á landi í félagslegum lausnum á vinnustöðum, innan fjölskyldna, sveitarfélaga og meðal ungs fólks. Hægt er að skrá sig á heimasíðu Stígamóta. Því miður er fátt sem bendir til þess að kynbundið og kynferðislegt ofbeldi fari minnkandi en við megum ekki gefast upp og verðum að halda áfram að finna lausnir. Við skulum muna að nauðganir eru ekki náttúruhamfarir og þaðan af síður náttúrulögmál. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Ofbeldi barna Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Til að vinna gegn ofbeldi þarf að trúa þeim sem verður fyrir ofbeldi og það þarf að hafa afleiðingar fyrir þá sem beita því. Að auki þarf öflugt forvarnarstarf. Svo einfalt er það og þó kannski ekki nógu einfalt. Fólk (aðallega konur af hendi karla) sem hefur verið beitt kynferðislegu eða kynbundnu ofbeldi streyma til Stígamóta, Kvennaathvarfsins, Aflsins, Sigurhæða, Bjarkarhlíðar og Bjarmahlíðar sem aldrei fyrr. Biðlistar hafa myndast og við sem vinnum fyrir brotaþola getum borið vitni um skelfilega vanlíðan og alvarlegar afleiðingar. Við erum að tala um hundruð einstaklinga á ári. Þetta er svo algeng og nánast viðtekið í samfélaginu að þegar hið opinbera kynnir aðgerðir gegn ofbeldi meðal barna og gagnvart börnum er ekki minnst á kynferðislegt eða kynbundið ofbeldi. Það er eins og það sé eitthvað náttúrulögmál sem óþarfi sé að minnast á. Samt hafa 15% stelpna í 10. bekk orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hendi annars unglings og 6% stráka samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni 2023. Við skulum ekki láta það gerast að algengasta ofbeldið sem stelpur verða fyrir sé gert ósýnilegt í aðgerðum gegn ofbeldi! Einungis 11% brotaþola nauðgunar sem koma til Stígamóta hafa kært verknaðinn. Fyrir því geta verið ýmsar ástæður en algengasta ástæðan er sennilega sú að konum allra tíma hefur sjálfum verið kennt um ofbeldið og hafa sjálfar tekið skömmina og ábyrgðina á sig. Það er gömul saga og ný. Við það má bæta að opinbert ferli er sársaukafullt, tekur langan tíma og getur gengið mjög nærri brotaþolum og alls óvíst um sakfellingu. Reyndar er líklegra að málin séu látin niður falla. Þá hefur það færst í aukana að konum sem segja frá sé hótað ærumissi. Enn ein skýringin getur svo verið sú að brotaþolar vilja réttlæti eftir öðrum leiðum en þeim opinberu. Vilja að gerandi axli ábyrgð án þess að fá refsidóm. Eitt er ljóst að refsiréttarkerfið býður ekki uppá réttlæti, forvarnir eða lausnir, við þurfum að leita annarra leiða. Stígamót hafa leitað fanga til að finna nýjar leiðir í baráttunni gegn ofbeldi og fyrir réttlæti og mun halda ráðstefnuna „Réttlæti eftir ofbeldi“ hinn 21. október næstkomandi. Þar mun Elizabeth Clemens stofnandi Hidden waters kynna rannsóknir sínar og vinnu við félagslegar lausnir eftir ofbeldi. Hún hefur aðstoðað brotaþola, ofbeldismenn og aðstandendur til að ná einhverskonar bata og koma i veg fyrir áframhaldandi ofbeldi. Hún hefur einbeitt sér að þörfum þeirra sem verða fyrir ofbeldi, viðbrögðum umhverfisins og stuðningsnetsins og hvernig megi aðstoða ofbeldismenn til að axla ábyrgð. Að auki verður dregið fram í dagsljósið það sem vel er gert hér á landi í félagslegum lausnum á vinnustöðum, innan fjölskyldna, sveitarfélaga og meðal ungs fólks. Hægt er að skrá sig á heimasíðu Stígamóta. Því miður er fátt sem bendir til þess að kynbundið og kynferðislegt ofbeldi fari minnkandi en við megum ekki gefast upp og verðum að halda áfram að finna lausnir. Við skulum muna að nauðganir eru ekki náttúruhamfarir og þaðan af síður náttúrulögmál. Höfundur er talskona Stígamóta.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun