Sögðu upp fleiri samningum í kjölfar úrskurðarins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. október 2024 12:02 Sigríður Dóra er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Sigurjón Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur sagt um samningum við Samgöngustofu, Fluglæknasetur og KSÍ, í kjölfar úrskurðar Persónuverndar um að ekki hafi verið heimilt að veita Samgöngustofu aðgang að sjúkraskrám. Forstjóri heilsugæslunnar segir boltann nú hjá yfirvöldum, sem þurfi að búa til lagaramma sem virkar. Í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem send var út í morgun kom fram að lokað hefði verið fyrir aðgengi trúnaðarlæknis Samgöngustofu að sjúkraskrám. Sjá einnig: Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Það hafi verið gert að fyrirmælum Landlæknisembættisins, í kjölfar úrskurðar Persónuverndar um að lagastoð hefði skort fyrir beinum aðgangi hans að sjúkraskrám. Segja upp samningum við fleiri Forstjóri heilsugæslunnar segir málið tekið alvarlega, og samningnum, sem síðast var endurnýjaður árið 2020, lokað um leið og óskað var eftir því. „Á sama hátt vorum við með trúnaðarlækna Fluglæknaseturs, sem voru einnig með aðgang í gegnum miðlæga sjúkraskrá hjá okkur samkvæmt samningi. Þeim aðgangi var sömuleiðis rift,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Við vorum að þjónusta KSÍ, að vista hjartalínurit hjá heilbrigðum íþróttamönnum, við lokuðum á þann aðgang.“ Boltinn hjá yfirvöldum Verið sé að skoða fleiri samninga, sem ekki hafi verið lokað, í ljósi úrskurðar Persónuverndar. Þar sé meðal annars undir samvinna við Vinnumálastofnun um heilbrigðisskoðanir hælisleitenda. „Við erum bara í þessum töluðu orðum að fara yfir það og leysa það mál.“ Sigríður Dóra segir litið svo á að frekari breytingar sem mögulega þurfi að gera á fyrirkomulaginu í framhaldinu séu ekki á borði heilsugæslunnar. „Þarna er búið að gera athugasemd við þessa leið, og þá er það bara Samgöngustofu og yfirvalda að hanna þá það lagaumhverfi að þeir hafi aðgengi að upplýsingum,“ segir Sigríður Dóra. Heilsugæsla Persónuvernd Samgöngur Tengdar fréttir Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur lokað fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samöngustofu að sjúkraskrám. Þetta er gert samkvæmt fyrirmælum landlæknisembættisins í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. 3. október 2024 09:22 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem send var út í morgun kom fram að lokað hefði verið fyrir aðgengi trúnaðarlæknis Samgöngustofu að sjúkraskrám. Sjá einnig: Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Það hafi verið gert að fyrirmælum Landlæknisembættisins, í kjölfar úrskurðar Persónuverndar um að lagastoð hefði skort fyrir beinum aðgangi hans að sjúkraskrám. Segja upp samningum við fleiri Forstjóri heilsugæslunnar segir málið tekið alvarlega, og samningnum, sem síðast var endurnýjaður árið 2020, lokað um leið og óskað var eftir því. „Á sama hátt vorum við með trúnaðarlækna Fluglæknaseturs, sem voru einnig með aðgang í gegnum miðlæga sjúkraskrá hjá okkur samkvæmt samningi. Þeim aðgangi var sömuleiðis rift,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Við vorum að þjónusta KSÍ, að vista hjartalínurit hjá heilbrigðum íþróttamönnum, við lokuðum á þann aðgang.“ Boltinn hjá yfirvöldum Verið sé að skoða fleiri samninga, sem ekki hafi verið lokað, í ljósi úrskurðar Persónuverndar. Þar sé meðal annars undir samvinna við Vinnumálastofnun um heilbrigðisskoðanir hælisleitenda. „Við erum bara í þessum töluðu orðum að fara yfir það og leysa það mál.“ Sigríður Dóra segir litið svo á að frekari breytingar sem mögulega þurfi að gera á fyrirkomulaginu í framhaldinu séu ekki á borði heilsugæslunnar. „Þarna er búið að gera athugasemd við þessa leið, og þá er það bara Samgöngustofu og yfirvalda að hanna þá það lagaumhverfi að þeir hafi aðgengi að upplýsingum,“ segir Sigríður Dóra.
Heilsugæsla Persónuvernd Samgöngur Tengdar fréttir Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur lokað fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samöngustofu að sjúkraskrám. Þetta er gert samkvæmt fyrirmælum landlæknisembættisins í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. 3. október 2024 09:22 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Sjá meira
Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur lokað fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samöngustofu að sjúkraskrám. Þetta er gert samkvæmt fyrirmælum landlæknisembættisins í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. 3. október 2024 09:22