Heilsugæslan lokar fyrir aðgengi Samgöngustofu að sjúkraskrám Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. október 2024 09:22 Sigríður Dóra Magnúsdóttir er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Sigurjón Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur lokað fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samöngustofu að sjúkraskrám. Þetta er gert samkvæmt fyrirmælum landlæknisembættisins í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. Málið má rekja til kvörtunar til Persónuverndar þar sem kvartandi taldi óeðlilegt að aðrir en læknar og heilbrigðisstarfsfólk sem viðkomandi leitaði sjálfur til hefðu aðgang að viðkvæmum persónuupplýsingum úr sjúkraskrá. Samgöngustofa taldi nauðsynlegt fyrir trúnaðarlækni stofnunarinnar að geta flett upp upplýsingum í sjúkraskrá til að sinna eftirlitsskyldu sinni en Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir eftirlitsskyldur Samgöngustofu hefði skort skýrar lagaheimildir til að veita trúnaðarlækni hennar beinan aðgang að sjúkraskrám. Aðgangur trúnaðarlæknisins byggði á samningi mili Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Samgöngustofu frá 2020 um aðgengi að sjúkraskrám. Samkvæmt tilkynningu frá Heilsugæslunni var lokað fyrir aðgang Samgöngustofu strax í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. Samningnum hefur auk þess verið rift. „Það er ljóst að ekki var staðið rétt að gerð samnings við Samgöngustofu og við vinnslu annarra sambærilegra samninga hjá stofnuninni. Við tökum málið alvarlega og munum fara yfir alla samninga sem gerðir hafa verið um aðgengi að sjúkraskrá og tryggja að þeir séu í fullu samræmi við lög,“ er haft eftir Sigríði Dóru Magnúsdóttur, forstjóra Heilsugæslunnar í tilkynningunni. Heilsugæsla Persónuvernd Samgöngur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Málið má rekja til kvörtunar til Persónuverndar þar sem kvartandi taldi óeðlilegt að aðrir en læknar og heilbrigðisstarfsfólk sem viðkomandi leitaði sjálfur til hefðu aðgang að viðkvæmum persónuupplýsingum úr sjúkraskrá. Samgöngustofa taldi nauðsynlegt fyrir trúnaðarlækni stofnunarinnar að geta flett upp upplýsingum í sjúkraskrá til að sinna eftirlitsskyldu sinni en Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir eftirlitsskyldur Samgöngustofu hefði skort skýrar lagaheimildir til að veita trúnaðarlækni hennar beinan aðgang að sjúkraskrám. Aðgangur trúnaðarlæknisins byggði á samningi mili Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Samgöngustofu frá 2020 um aðgengi að sjúkraskrám. Samkvæmt tilkynningu frá Heilsugæslunni var lokað fyrir aðgang Samgöngustofu strax í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. Samningnum hefur auk þess verið rift. „Það er ljóst að ekki var staðið rétt að gerð samnings við Samgöngustofu og við vinnslu annarra sambærilegra samninga hjá stofnuninni. Við tökum málið alvarlega og munum fara yfir alla samninga sem gerðir hafa verið um aðgengi að sjúkraskrá og tryggja að þeir séu í fullu samræmi við lög,“ er haft eftir Sigríði Dóru Magnúsdóttur, forstjóra Heilsugæslunnar í tilkynningunni.
Heilsugæsla Persónuvernd Samgöngur Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira