Búum til börn - án aukinna útgjalda Hildur Sverrisdóttir skrifar 3. október 2024 07:00 Á síðasta löggjafarþingi lagði ég fram frumvarp til breytinga á lögum um tæknifrjóvgun sem sneri að aukinni greiðsluþátttöku hins opinbera vegna tæknifrjóvgana. Málið snerist í grófum dráttum um aukna greiðsluþátttöku hins opinbera vegna tæknifrjóvgana, en samhliða þeirri breytingu var lagt til að ófrjósemisaðgerðir yrðu ekki lengur gjaldfrjálsar. Sjálfsagður stuðningur við fólk í erfiðri stöðu Að baki frumvarpinu bjó sú hugsun að óeðlilegt sé að niðurgreiða að fullu valkvæðar ófrjósemisaðgerðir, í daglegu tali nefndar herraklippingar, á meðan fólk sem á í erfiðleikum með að eignast barn þarf að bera af því mikinn og oft sligandi kostnað. Í ljósi hækkandi lífaldurs þjóðarinnar samhliða lækkandi fæðingartíðni er eðlilegt að við sem samfélag forgangsröðum fjármunum hins opinbera í að styðja við fólk á vegferð sinni að foreldrahlutverkinu. Á tímum verðbólgu er aftur á móti líka eðlilegt að gerð sé sú krafa að vandinn sem fyrir höndum er sé ekki leystur með auknum ríkisútgjöldum eða aukinni skattheimtu, heldur frekar hagkvæmari nýtingu á fjármunum sem nú þegar eru til staðar. Forgangsröðun opinberra fjármuna í fyrsta sinn í sama frumvarpinu Í frumvarpinu fólst enginn kostnaðarauki fyrir ríkissjóð heldur var lögð til breytt nýting fjármuna sem þegar eru til. Því miður er það sjaldséð á þinginu að frumvörpum fylgi fjármögnunartillögur. Ef slíkar tillögur fylgja snúa þær iðulega að skattahækkunum frekar en hagræðingu eða betri forgangsröðun opinbers fjármagns. Ég vona að fleiri þingmenn sýni slíka ábyrgð í verki þegar þeir koma fram með mál með útgjaldatillögum fyrir ríkissjóð en samkvæmt mínum heimildum er þetta í fyrsta skipti í sögu Alþingis að frumvarp með útgjaldatillögu sé fjármögnuð með hagræðingartillögu í sama frumvarpi. Sanngjarnara fyrirkomulag Það er og verður að sjálfsögðu val hvers og eins að fara í ófrjósemisaðgerðir. Það er þó kannski eðlilegt að þeir sem kjósa að undirgangast slíkar aðgerðir beri að einhverju leyti kostnaðinn sjálfir líkt og við á um aðrar valkvæðar aðgerðir. Kostnaðurinn af slíkum aðgerðum er enda ekki mikill samanborið við kostnað vegna tæknifrjóvgana. Þar fyrir utan segja tölurnar okkur það að yngra fólk fer í meira mæli í tæknifrjóvganir. Eldra fólk, sem er líklegra til að hafa komið fótunum undir sig fjárhagslega, fer í ófrjósemisaðgerðir. Kveð frumvarpið mitt í þágu framgangs málsins Ég var ánægð með þær viðtökur sem frumvarpið fékk á þinginu síðastliðinn vetur. Ég hef aftur á móti ákveðið að falla frá þessu frumvarpi mínu til að koma málinu í nýjan farveg sem ég tel vænlegri til árangurs. Ráðherra líklegri kostur Þannig hefur Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, í svari við fyrirspurn minni á þinginu við fjárlagaumræðu á dögunum gefið mér vilyrði um að endurskoða greiðsluþátttöku vegna tæknifrjóvgana á þennan hátt sem ég lagði upp með í frumvarpinu. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir fólk sem stendur í tæknifrjóvgun og í reynd samfélagið allt, sem á enda mikið undir því að ungt fólk haldi áfram að eignast börn. Það er gaman þegar stjórnmálin virka sem skyldi og þörf og mikilvæg mál fá framgöngu hjá ráðherrum því það er staðreynd þingheimsins að mál eru vænlegri til árangurs ef þau eru í fangi ráðherra frekar en þingmanna. Ég mun því sleppa tökum mínum af þessu frumvarpi mínu eins vænt og mér þykir um það til að auka líkurnar á því að fókusinn sé á þeim stað sem mun gera mest gagn fyrir fólkið sem þess þarf. Hvatningarkveðja til Willum (með vinsamlegum arnaraugum) Nú er boltinn því hjá ráðherra og ég mun fylgjast spennt en ströng með því hver næstu skref hans á þessari vegferð verða. Ég verð heilbrigðisráðherra eftir sem áður innan handar í þessu verkefni eins og hann kýs og trúi ekki öðru en að samtal okkar um bættan hag fólks sem glímir við ófrjósemi verði áfram gott og gjöfult. Það minnsta sem við í stjórnmálunum getum gert til að aðstoða fólk í því erfiða verkefni sem tæknifrjóvganir eru, er að koma með skynsamlegar lausnir til að hlaupa undir bagga með því fjárhagslega. Ekki skemmir fyrir þegar í slíkum lausnum felst enginn kostnaðarauki fyrir ríkissjóð. Ég treysti á að ráðherra sé mér samhuga um þetta og láti efndir fylgja fljótt og vel góðum orðum sínum þess efnis á þinginu og fel honum því hér með frumvarpið mitt með hugheilum árnaðaróskum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Frjósemi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Börn og uppeldi Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á síðasta löggjafarþingi lagði ég fram frumvarp til breytinga á lögum um tæknifrjóvgun sem sneri að aukinni greiðsluþátttöku hins opinbera vegna tæknifrjóvgana. Málið snerist í grófum dráttum um aukna greiðsluþátttöku hins opinbera vegna tæknifrjóvgana, en samhliða þeirri breytingu var lagt til að ófrjósemisaðgerðir yrðu ekki lengur gjaldfrjálsar. Sjálfsagður stuðningur við fólk í erfiðri stöðu Að baki frumvarpinu bjó sú hugsun að óeðlilegt sé að niðurgreiða að fullu valkvæðar ófrjósemisaðgerðir, í daglegu tali nefndar herraklippingar, á meðan fólk sem á í erfiðleikum með að eignast barn þarf að bera af því mikinn og oft sligandi kostnað. Í ljósi hækkandi lífaldurs þjóðarinnar samhliða lækkandi fæðingartíðni er eðlilegt að við sem samfélag forgangsröðum fjármunum hins opinbera í að styðja við fólk á vegferð sinni að foreldrahlutverkinu. Á tímum verðbólgu er aftur á móti líka eðlilegt að gerð sé sú krafa að vandinn sem fyrir höndum er sé ekki leystur með auknum ríkisútgjöldum eða aukinni skattheimtu, heldur frekar hagkvæmari nýtingu á fjármunum sem nú þegar eru til staðar. Forgangsröðun opinberra fjármuna í fyrsta sinn í sama frumvarpinu Í frumvarpinu fólst enginn kostnaðarauki fyrir ríkissjóð heldur var lögð til breytt nýting fjármuna sem þegar eru til. Því miður er það sjaldséð á þinginu að frumvörpum fylgi fjármögnunartillögur. Ef slíkar tillögur fylgja snúa þær iðulega að skattahækkunum frekar en hagræðingu eða betri forgangsröðun opinbers fjármagns. Ég vona að fleiri þingmenn sýni slíka ábyrgð í verki þegar þeir koma fram með mál með útgjaldatillögum fyrir ríkissjóð en samkvæmt mínum heimildum er þetta í fyrsta skipti í sögu Alþingis að frumvarp með útgjaldatillögu sé fjármögnuð með hagræðingartillögu í sama frumvarpi. Sanngjarnara fyrirkomulag Það er og verður að sjálfsögðu val hvers og eins að fara í ófrjósemisaðgerðir. Það er þó kannski eðlilegt að þeir sem kjósa að undirgangast slíkar aðgerðir beri að einhverju leyti kostnaðinn sjálfir líkt og við á um aðrar valkvæðar aðgerðir. Kostnaðurinn af slíkum aðgerðum er enda ekki mikill samanborið við kostnað vegna tæknifrjóvgana. Þar fyrir utan segja tölurnar okkur það að yngra fólk fer í meira mæli í tæknifrjóvganir. Eldra fólk, sem er líklegra til að hafa komið fótunum undir sig fjárhagslega, fer í ófrjósemisaðgerðir. Kveð frumvarpið mitt í þágu framgangs málsins Ég var ánægð með þær viðtökur sem frumvarpið fékk á þinginu síðastliðinn vetur. Ég hef aftur á móti ákveðið að falla frá þessu frumvarpi mínu til að koma málinu í nýjan farveg sem ég tel vænlegri til árangurs. Ráðherra líklegri kostur Þannig hefur Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, í svari við fyrirspurn minni á þinginu við fjárlagaumræðu á dögunum gefið mér vilyrði um að endurskoða greiðsluþátttöku vegna tæknifrjóvgana á þennan hátt sem ég lagði upp með í frumvarpinu. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir fólk sem stendur í tæknifrjóvgun og í reynd samfélagið allt, sem á enda mikið undir því að ungt fólk haldi áfram að eignast börn. Það er gaman þegar stjórnmálin virka sem skyldi og þörf og mikilvæg mál fá framgöngu hjá ráðherrum því það er staðreynd þingheimsins að mál eru vænlegri til árangurs ef þau eru í fangi ráðherra frekar en þingmanna. Ég mun því sleppa tökum mínum af þessu frumvarpi mínu eins vænt og mér þykir um það til að auka líkurnar á því að fókusinn sé á þeim stað sem mun gera mest gagn fyrir fólkið sem þess þarf. Hvatningarkveðja til Willum (með vinsamlegum arnaraugum) Nú er boltinn því hjá ráðherra og ég mun fylgjast spennt en ströng með því hver næstu skref hans á þessari vegferð verða. Ég verð heilbrigðisráðherra eftir sem áður innan handar í þessu verkefni eins og hann kýs og trúi ekki öðru en að samtal okkar um bættan hag fólks sem glímir við ófrjósemi verði áfram gott og gjöfult. Það minnsta sem við í stjórnmálunum getum gert til að aðstoða fólk í því erfiða verkefni sem tæknifrjóvganir eru, er að koma með skynsamlegar lausnir til að hlaupa undir bagga með því fjárhagslega. Ekki skemmir fyrir þegar í slíkum lausnum felst enginn kostnaðarauki fyrir ríkissjóð. Ég treysti á að ráðherra sé mér samhuga um þetta og láti efndir fylgja fljótt og vel góðum orðum sínum þess efnis á þinginu og fel honum því hér með frumvarpið mitt með hugheilum árnaðaróskum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun