Óvenjulegt ættarmót við Snorrabraut Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. október 2024 21:02 Aðalsteinn Sigfússon sést hér í miðjunni. Honum á hægri hönd, í hvarfi á bak við blóðflöguvélina, er Hákon sonur hans. Guðrún Aðalsteinsdóttir situr með appelsínusafa í hönd í forgrunni og ræðir við bróður sinn, Sigfús. Vísir/sigurjón Blóðgjafi sem nýverið fagnaði sjötugsafmæli gaf í morgun blóð í hinsta sinn vegna aldurs, þrátt fyrir að vera við hestaheilsu. Hann skilur við Blóðbankann með trega en vonar að börn hans, sem öll voru einnig mætt í blóðgjöf föður sínum til stuðnings, taki við keflinu. Sár vöntun er á blóðgjöfum um þessar mundir. Það var sannkallað ættarmót í Blóðbankanum við Snorrabraut í morgunsárið. Við hittum þar fyrir Aðalstein Sigfússon, blóðgjafa til fimmtíu ára, og börn hans Hákon, Sigfús og Guðrúnu. „Nú er ég að gefa í síðasta sinn. Búinn að gefa 250 sinnum og mér finnst ég hafa skyldu til að halda áfram en ég get ekki gert það sjálfur þannig að ég bað börnin mín um að koma og þau munu halda áfram,“ segir Aðalsteinn þar sem hann situr mitt á milli sona sinna í Blóðbankanum. Allir voru þeir þar önnum kafnir við að gefa blóðflögur. Hvernig er tilfinningin að vera að gera þetta í síðasta sinn? „Hún er svona blendin, þessi tilfinning. 250 skipti, er ekki komið nóg? Jú, ég held að það megi alveg segja það og ég er bara glaður að hafa haft tækifæri til þess að gera þetta.“ Fjórði fjölskyldumeðlimurinn, Guðrún, lá á bekk hinum megin við vegginn og var að gefa blóð í fyrsta sinn þegar fréttastofa ræddi við hana. „Þetta er bara spennandi. Gott að koma og skemmtilegt að koma og taka við keflinu af pabba sem er búinn að vera að gera þetta í 50 ár. Ég er ekki alveg jafnöflug og bræður mínir hérna hinum megin en ég ætla að taka mig á, þetta skiptir máli,“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir. „Ég held það sé um 30 prósent af Íslendingum sem eiga það á hættu eða munu þurfa á blóði að halda einhvern tímann á ævinni. Þannig að, komið og gefið!“ segir Aðalsteinn að lokum. Blóðgjöf Reykjavík Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ljúfsár hinsta heimsókn í Blóðbankann Maður sem gaf blóð í síðasta sinn með viðhöfn í morgun segir blendnar tilfinningar fylgja hinstu blóðgjöfinni, sem jafnframt er númer 250 á ferlinum. Formaður Blóðgjafafélagsins hefur áhyggjur af ítrekuðum neyðarköllum frá Blóðbankanum og hvetur fólk að skrá sig til leiks, sérstaklega konur. 2. október 2024 11:13 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Það var sannkallað ættarmót í Blóðbankanum við Snorrabraut í morgunsárið. Við hittum þar fyrir Aðalstein Sigfússon, blóðgjafa til fimmtíu ára, og börn hans Hákon, Sigfús og Guðrúnu. „Nú er ég að gefa í síðasta sinn. Búinn að gefa 250 sinnum og mér finnst ég hafa skyldu til að halda áfram en ég get ekki gert það sjálfur þannig að ég bað börnin mín um að koma og þau munu halda áfram,“ segir Aðalsteinn þar sem hann situr mitt á milli sona sinna í Blóðbankanum. Allir voru þeir þar önnum kafnir við að gefa blóðflögur. Hvernig er tilfinningin að vera að gera þetta í síðasta sinn? „Hún er svona blendin, þessi tilfinning. 250 skipti, er ekki komið nóg? Jú, ég held að það megi alveg segja það og ég er bara glaður að hafa haft tækifæri til þess að gera þetta.“ Fjórði fjölskyldumeðlimurinn, Guðrún, lá á bekk hinum megin við vegginn og var að gefa blóð í fyrsta sinn þegar fréttastofa ræddi við hana. „Þetta er bara spennandi. Gott að koma og skemmtilegt að koma og taka við keflinu af pabba sem er búinn að vera að gera þetta í 50 ár. Ég er ekki alveg jafnöflug og bræður mínir hérna hinum megin en ég ætla að taka mig á, þetta skiptir máli,“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir. „Ég held það sé um 30 prósent af Íslendingum sem eiga það á hættu eða munu þurfa á blóði að halda einhvern tímann á ævinni. Þannig að, komið og gefið!“ segir Aðalsteinn að lokum.
Blóðgjöf Reykjavík Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ljúfsár hinsta heimsókn í Blóðbankann Maður sem gaf blóð í síðasta sinn með viðhöfn í morgun segir blendnar tilfinningar fylgja hinstu blóðgjöfinni, sem jafnframt er númer 250 á ferlinum. Formaður Blóðgjafafélagsins hefur áhyggjur af ítrekuðum neyðarköllum frá Blóðbankanum og hvetur fólk að skrá sig til leiks, sérstaklega konur. 2. október 2024 11:13 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Ljúfsár hinsta heimsókn í Blóðbankann Maður sem gaf blóð í síðasta sinn með viðhöfn í morgun segir blendnar tilfinningar fylgja hinstu blóðgjöfinni, sem jafnframt er númer 250 á ferlinum. Formaður Blóðgjafafélagsins hefur áhyggjur af ítrekuðum neyðarköllum frá Blóðbankanum og hvetur fólk að skrá sig til leiks, sérstaklega konur. 2. október 2024 11:13