Klúðruðu víti og skoruðu tvö sjálfsmörk Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. október 2024 18:47 Antoni Milambo var eini leikmaður Feyenoord sem komst á blað þó liðið hafi skorað þrisvar. Xavi Bonilla/DeFodi Images via Getty Images Tveir leikir fóru fram síðdegis í Meistaradeildinni. Shaktar Donetsk mátti þola 0-3 tap gegn Atalanta í einhliða leik og Girona tapaði 2-3 fyrir Feyenoord í mjög viðburðaríkri viðureign. Í leik Shaktar og Atalanta var það Berat Djimsiti sem braut ísinn eftir rúmar tuttugu mínútur. Ademola Lookman átti stoðsendinguna, hann kom svo marki að sjálfur og tvöfaldaði forystuna rétt fyrir hálfleik eftir fjölda tilrauna Atalanta. Snemma í seinni hálfleik gerði Raoul Bellanova útslagið þegar hann setti þriðja markið fyrir gestina með góðum skalla eftir fyrirgjöf Davide Zappacosta. Atalanta var áfram mun betri aðilinn, átti skot í slá en kom ekki fleiri mörkum að. Sjálfsmörk og vítaklúður Viðureign Girona og Feyenoord var öllu meira spennandi. Girona komst yfir snemma með marki Davids Lopez á 19. mínútu en það entist ekki lengi. Yangel Herrera setti boltann óvart í eigið net fjórum mínútum síðar. Antoni Milambo kom Feyenoord síðan 1-2 yfir á 33. mínútu. Ayase Ueda fékk tækifæri til að taka tveggja marka forystu fyrir Feyenoord skömmu síðar, en brást bogalistin af vítapunktinum. Áfram hélt ólánið síðan að elta Feyenoord, myndbandsdómarinn tók af þeim mark snemma í seinni hálfleik. Girona fiskaði svo vítaspyrnu og fékk tækifæri til að jafna leikinn um miðjan seinni hálfleik, en Bojan Miovski lét verja frá sér. Donny van de Beek bætti úr því fyrir Girona á 73. mínútu og jafnaði leikinn 2-2. Heimamönnum tókst hins vegar ekki að halda lengi út. Ladislav Krejci átti misheppnaða hreinsun og skaut boltanum óvart í eigið net á 79. mínútu, sem skilaði lokaniðurstöðunni 2-3 fyrir Feyenoord. Ótrúlega viðburðaríkur leikur, vítaklúður báðum megin og tvö sjálfsmörk skiluðu sigrinum að endingu. Sjö leikir eru síðan á dagskrá í Meistaradeildinni klukkan 19:00 og verða þeir allir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2 og Vodafone. Meistaradeildarmessan fylgist með öllum leikjum samtímis á Stöð 2 Sport 2. Sérfræðingarnir í Meistaradeildarmörkunum gera svo alla leiki dagsins upp í beinu kjölfari. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Sjá meira
Í leik Shaktar og Atalanta var það Berat Djimsiti sem braut ísinn eftir rúmar tuttugu mínútur. Ademola Lookman átti stoðsendinguna, hann kom svo marki að sjálfur og tvöfaldaði forystuna rétt fyrir hálfleik eftir fjölda tilrauna Atalanta. Snemma í seinni hálfleik gerði Raoul Bellanova útslagið þegar hann setti þriðja markið fyrir gestina með góðum skalla eftir fyrirgjöf Davide Zappacosta. Atalanta var áfram mun betri aðilinn, átti skot í slá en kom ekki fleiri mörkum að. Sjálfsmörk og vítaklúður Viðureign Girona og Feyenoord var öllu meira spennandi. Girona komst yfir snemma með marki Davids Lopez á 19. mínútu en það entist ekki lengi. Yangel Herrera setti boltann óvart í eigið net fjórum mínútum síðar. Antoni Milambo kom Feyenoord síðan 1-2 yfir á 33. mínútu. Ayase Ueda fékk tækifæri til að taka tveggja marka forystu fyrir Feyenoord skömmu síðar, en brást bogalistin af vítapunktinum. Áfram hélt ólánið síðan að elta Feyenoord, myndbandsdómarinn tók af þeim mark snemma í seinni hálfleik. Girona fiskaði svo vítaspyrnu og fékk tækifæri til að jafna leikinn um miðjan seinni hálfleik, en Bojan Miovski lét verja frá sér. Donny van de Beek bætti úr því fyrir Girona á 73. mínútu og jafnaði leikinn 2-2. Heimamönnum tókst hins vegar ekki að halda lengi út. Ladislav Krejci átti misheppnaða hreinsun og skaut boltanum óvart í eigið net á 79. mínútu, sem skilaði lokaniðurstöðunni 2-3 fyrir Feyenoord. Ótrúlega viðburðaríkur leikur, vítaklúður báðum megin og tvö sjálfsmörk skiluðu sigrinum að endingu. Sjö leikir eru síðan á dagskrá í Meistaradeildinni klukkan 19:00 og verða þeir allir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2 og Vodafone. Meistaradeildarmessan fylgist með öllum leikjum samtímis á Stöð 2 Sport 2. Sérfræðingarnir í Meistaradeildarmörkunum gera svo alla leiki dagsins upp í beinu kjölfari.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði „Við erum ekki undir neinni pressu“ Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Sjá meira