....og þá var eins og blessuð skepan skildi..... Þorsteinn Sæmundsson skrifar 2. október 2024 13:29 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnti það sem seðlabankastjóri kallaði í vor „aumingjalega stýrivaxtalækkun” í morgun. Um leið var tekið fram að hænufet morgunsins væri ekki endilega ávísun á meiri lækkun á næstunni. Nú er það alkunna að breytingar á stýrivöxtum hafa ekki endilega áhrif strax heldur þó nokkuð inn í framtíðinni. Lækkunin mun því ekki skipta miklu máli allavega fyrsta kastið. Ég er ekki sannfærður um að lækkun morgunsins sé byggð á hagfræðilegum forsendum. Hún virðist aðallega hugsuð sem snuð uppí þá sem harðast hafa gengið fram í gagnrýni á seðlabankastjóra og hirð hans vegna hávaxtastefnunnar. Það sem helst stendur upp úr varðandi stýrivaxtaákvarðanir undanfarandi er skilningsleysi peningastefnunefndar á ástandinu í landinu. Þannig fór seðlabankastjóri fram með nokkrum þjósti nýlega og kvað fullt af íbúðum í byggingu og skildi síst í því að menn skyldu minnast á skort í því efni. Hann virðist ekki skilja að meginhluti þeirra íbúða sem í smíðum er á Höfuðborgarsvæðinu eru ekki við alþýðukjör. Það kemur glögglega fram þegar kaupendahópurinn er gaumgæfður. Þar er einkum að finna fjárfesta og leigusala. Alþýða manna er ekki að kaupa íbúðir sem kosta um eitthundraðmilljónir og þá einkum ekki fyrstu kaupendur. Seðlabankastjóra er nokkur vorkunn. Það er auðvelt að koma sér upp rörsýn í Svörtuloftum. Þangað inn rata ekki raddir og skoðanir almennings. Seðlabankastjóri gerði einnig lítið úr vaxandi vanskilum heimila og fyrirtækja nýlega en var þegar í stað leiðréttur af innheimtufyrirtækjum. Ef seðlabankastjóri legði sig eftir að hlusta á ungt fólk í húsnæðisvanda, á eigendur smárra og meðalstórra fyrirtækja, á sveitarstjórnarmenn myndi hann hugsanlega haga málum ögn öðruvísi. Af orðum hans í morgun má ráða að hann skilur ekki enn þann vanda sem við er að etja í húsnæðismálum. Sá vandi er svo stór að hann mun hafa áhrif á verðbólgu næstu fimm til tíu ár. Það þarf samhæft átak til að bæta úr húsnæðisvandanum, sem NB er ekki einungis kominn til vegna innflutnings vinnuafls. Seðlabankastjóri og samverkamenn gætu komist að því með að gaumgæfa í hverskonar húsnæði stór hluti þeirra býr. Það er viðvarandi skortur á smærri og þó einkanlega ódýrari íbúðum. Þær verða ekki til meðan hangið er í þéttingastefnunni þar sem kostnaður við lóð undir hverja íbúð nemur milljónum. Vonandi mun „aumingjalega stýrivaxtalækkunin“ verða vísir að öðru meira. Það tefur fyrir að ríkisstjórn Íslands heldur áfram að skila auðu eins og sjá má í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Sem betur fer sér fyrir endann á valdatíð ónýtu ríkisstjórnarinnar sem hefur verið til fyrir sjálfa sig í nokkur ár. Næsta ríkisstjórn mun vonandi taka á málum með ákveðnum aðhaldsaðgerðum í ríkisrekstri þannig að Seðlabankinn standi ekki einn í baráttunni við verðbólgu og geti tekið ákveðnari skref í vaxtalækkunum. Höfundur er um sinn fyrrverandi þingmaður og situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Seðlabankinn Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnti það sem seðlabankastjóri kallaði í vor „aumingjalega stýrivaxtalækkun” í morgun. Um leið var tekið fram að hænufet morgunsins væri ekki endilega ávísun á meiri lækkun á næstunni. Nú er það alkunna að breytingar á stýrivöxtum hafa ekki endilega áhrif strax heldur þó nokkuð inn í framtíðinni. Lækkunin mun því ekki skipta miklu máli allavega fyrsta kastið. Ég er ekki sannfærður um að lækkun morgunsins sé byggð á hagfræðilegum forsendum. Hún virðist aðallega hugsuð sem snuð uppí þá sem harðast hafa gengið fram í gagnrýni á seðlabankastjóra og hirð hans vegna hávaxtastefnunnar. Það sem helst stendur upp úr varðandi stýrivaxtaákvarðanir undanfarandi er skilningsleysi peningastefnunefndar á ástandinu í landinu. Þannig fór seðlabankastjóri fram með nokkrum þjósti nýlega og kvað fullt af íbúðum í byggingu og skildi síst í því að menn skyldu minnast á skort í því efni. Hann virðist ekki skilja að meginhluti þeirra íbúða sem í smíðum er á Höfuðborgarsvæðinu eru ekki við alþýðukjör. Það kemur glögglega fram þegar kaupendahópurinn er gaumgæfður. Þar er einkum að finna fjárfesta og leigusala. Alþýða manna er ekki að kaupa íbúðir sem kosta um eitthundraðmilljónir og þá einkum ekki fyrstu kaupendur. Seðlabankastjóra er nokkur vorkunn. Það er auðvelt að koma sér upp rörsýn í Svörtuloftum. Þangað inn rata ekki raddir og skoðanir almennings. Seðlabankastjóri gerði einnig lítið úr vaxandi vanskilum heimila og fyrirtækja nýlega en var þegar í stað leiðréttur af innheimtufyrirtækjum. Ef seðlabankastjóri legði sig eftir að hlusta á ungt fólk í húsnæðisvanda, á eigendur smárra og meðalstórra fyrirtækja, á sveitarstjórnarmenn myndi hann hugsanlega haga málum ögn öðruvísi. Af orðum hans í morgun má ráða að hann skilur ekki enn þann vanda sem við er að etja í húsnæðismálum. Sá vandi er svo stór að hann mun hafa áhrif á verðbólgu næstu fimm til tíu ár. Það þarf samhæft átak til að bæta úr húsnæðisvandanum, sem NB er ekki einungis kominn til vegna innflutnings vinnuafls. Seðlabankastjóri og samverkamenn gætu komist að því með að gaumgæfa í hverskonar húsnæði stór hluti þeirra býr. Það er viðvarandi skortur á smærri og þó einkanlega ódýrari íbúðum. Þær verða ekki til meðan hangið er í þéttingastefnunni þar sem kostnaður við lóð undir hverja íbúð nemur milljónum. Vonandi mun „aumingjalega stýrivaxtalækkunin“ verða vísir að öðru meira. Það tefur fyrir að ríkisstjórn Íslands heldur áfram að skila auðu eins og sjá má í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Sem betur fer sér fyrir endann á valdatíð ónýtu ríkisstjórnarinnar sem hefur verið til fyrir sjálfa sig í nokkur ár. Næsta ríkisstjórn mun vonandi taka á málum með ákveðnum aðhaldsaðgerðum í ríkisrekstri þannig að Seðlabankinn standi ekki einn í baráttunni við verðbólgu og geti tekið ákveðnari skref í vaxtalækkunum. Höfundur er um sinn fyrrverandi þingmaður og situr í stjórn Miðflokksins.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar