....og þá var eins og blessuð skepan skildi..... Þorsteinn Sæmundsson skrifar 2. október 2024 13:29 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnti það sem seðlabankastjóri kallaði í vor „aumingjalega stýrivaxtalækkun” í morgun. Um leið var tekið fram að hænufet morgunsins væri ekki endilega ávísun á meiri lækkun á næstunni. Nú er það alkunna að breytingar á stýrivöxtum hafa ekki endilega áhrif strax heldur þó nokkuð inn í framtíðinni. Lækkunin mun því ekki skipta miklu máli allavega fyrsta kastið. Ég er ekki sannfærður um að lækkun morgunsins sé byggð á hagfræðilegum forsendum. Hún virðist aðallega hugsuð sem snuð uppí þá sem harðast hafa gengið fram í gagnrýni á seðlabankastjóra og hirð hans vegna hávaxtastefnunnar. Það sem helst stendur upp úr varðandi stýrivaxtaákvarðanir undanfarandi er skilningsleysi peningastefnunefndar á ástandinu í landinu. Þannig fór seðlabankastjóri fram með nokkrum þjósti nýlega og kvað fullt af íbúðum í byggingu og skildi síst í því að menn skyldu minnast á skort í því efni. Hann virðist ekki skilja að meginhluti þeirra íbúða sem í smíðum er á Höfuðborgarsvæðinu eru ekki við alþýðukjör. Það kemur glögglega fram þegar kaupendahópurinn er gaumgæfður. Þar er einkum að finna fjárfesta og leigusala. Alþýða manna er ekki að kaupa íbúðir sem kosta um eitthundraðmilljónir og þá einkum ekki fyrstu kaupendur. Seðlabankastjóra er nokkur vorkunn. Það er auðvelt að koma sér upp rörsýn í Svörtuloftum. Þangað inn rata ekki raddir og skoðanir almennings. Seðlabankastjóri gerði einnig lítið úr vaxandi vanskilum heimila og fyrirtækja nýlega en var þegar í stað leiðréttur af innheimtufyrirtækjum. Ef seðlabankastjóri legði sig eftir að hlusta á ungt fólk í húsnæðisvanda, á eigendur smárra og meðalstórra fyrirtækja, á sveitarstjórnarmenn myndi hann hugsanlega haga málum ögn öðruvísi. Af orðum hans í morgun má ráða að hann skilur ekki enn þann vanda sem við er að etja í húsnæðismálum. Sá vandi er svo stór að hann mun hafa áhrif á verðbólgu næstu fimm til tíu ár. Það þarf samhæft átak til að bæta úr húsnæðisvandanum, sem NB er ekki einungis kominn til vegna innflutnings vinnuafls. Seðlabankastjóri og samverkamenn gætu komist að því með að gaumgæfa í hverskonar húsnæði stór hluti þeirra býr. Það er viðvarandi skortur á smærri og þó einkanlega ódýrari íbúðum. Þær verða ekki til meðan hangið er í þéttingastefnunni þar sem kostnaður við lóð undir hverja íbúð nemur milljónum. Vonandi mun „aumingjalega stýrivaxtalækkunin“ verða vísir að öðru meira. Það tefur fyrir að ríkisstjórn Íslands heldur áfram að skila auðu eins og sjá má í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Sem betur fer sér fyrir endann á valdatíð ónýtu ríkisstjórnarinnar sem hefur verið til fyrir sjálfa sig í nokkur ár. Næsta ríkisstjórn mun vonandi taka á málum með ákveðnum aðhaldsaðgerðum í ríkisrekstri þannig að Seðlabankinn standi ekki einn í baráttunni við verðbólgu og geti tekið ákveðnari skref í vaxtalækkunum. Höfundur er um sinn fyrrverandi þingmaður og situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Miðflokkurinn Seðlabankinn Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnti það sem seðlabankastjóri kallaði í vor „aumingjalega stýrivaxtalækkun” í morgun. Um leið var tekið fram að hænufet morgunsins væri ekki endilega ávísun á meiri lækkun á næstunni. Nú er það alkunna að breytingar á stýrivöxtum hafa ekki endilega áhrif strax heldur þó nokkuð inn í framtíðinni. Lækkunin mun því ekki skipta miklu máli allavega fyrsta kastið. Ég er ekki sannfærður um að lækkun morgunsins sé byggð á hagfræðilegum forsendum. Hún virðist aðallega hugsuð sem snuð uppí þá sem harðast hafa gengið fram í gagnrýni á seðlabankastjóra og hirð hans vegna hávaxtastefnunnar. Það sem helst stendur upp úr varðandi stýrivaxtaákvarðanir undanfarandi er skilningsleysi peningastefnunefndar á ástandinu í landinu. Þannig fór seðlabankastjóri fram með nokkrum þjósti nýlega og kvað fullt af íbúðum í byggingu og skildi síst í því að menn skyldu minnast á skort í því efni. Hann virðist ekki skilja að meginhluti þeirra íbúða sem í smíðum er á Höfuðborgarsvæðinu eru ekki við alþýðukjör. Það kemur glögglega fram þegar kaupendahópurinn er gaumgæfður. Þar er einkum að finna fjárfesta og leigusala. Alþýða manna er ekki að kaupa íbúðir sem kosta um eitthundraðmilljónir og þá einkum ekki fyrstu kaupendur. Seðlabankastjóra er nokkur vorkunn. Það er auðvelt að koma sér upp rörsýn í Svörtuloftum. Þangað inn rata ekki raddir og skoðanir almennings. Seðlabankastjóri gerði einnig lítið úr vaxandi vanskilum heimila og fyrirtækja nýlega en var þegar í stað leiðréttur af innheimtufyrirtækjum. Ef seðlabankastjóri legði sig eftir að hlusta á ungt fólk í húsnæðisvanda, á eigendur smárra og meðalstórra fyrirtækja, á sveitarstjórnarmenn myndi hann hugsanlega haga málum ögn öðruvísi. Af orðum hans í morgun má ráða að hann skilur ekki enn þann vanda sem við er að etja í húsnæðismálum. Sá vandi er svo stór að hann mun hafa áhrif á verðbólgu næstu fimm til tíu ár. Það þarf samhæft átak til að bæta úr húsnæðisvandanum, sem NB er ekki einungis kominn til vegna innflutnings vinnuafls. Seðlabankastjóri og samverkamenn gætu komist að því með að gaumgæfa í hverskonar húsnæði stór hluti þeirra býr. Það er viðvarandi skortur á smærri og þó einkanlega ódýrari íbúðum. Þær verða ekki til meðan hangið er í þéttingastefnunni þar sem kostnaður við lóð undir hverja íbúð nemur milljónum. Vonandi mun „aumingjalega stýrivaxtalækkunin“ verða vísir að öðru meira. Það tefur fyrir að ríkisstjórn Íslands heldur áfram að skila auðu eins og sjá má í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi. Sem betur fer sér fyrir endann á valdatíð ónýtu ríkisstjórnarinnar sem hefur verið til fyrir sjálfa sig í nokkur ár. Næsta ríkisstjórn mun vonandi taka á málum með ákveðnum aðhaldsaðgerðum í ríkisrekstri þannig að Seðlabankinn standi ekki einn í baráttunni við verðbólgu og geti tekið ákveðnari skref í vaxtalækkunum. Höfundur er um sinn fyrrverandi þingmaður og situr í stjórn Miðflokksins.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun