Haldið í hefðina í Hafnarfirði eftir óhapp Ólafs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. október 2024 09:01 Ólafur hefur svo sannarlega orðið áhrifavaldur mikill í Hafnarfjarðarhöfn. Rafmagnskassar í Hafnarfjarðarhöfn hafa um árabil verið málaðir gulir. Það er hefð sem tíðkast hvergi annars staðar í höfnum landsins. Ástæðuna má rekja til óhapps sem varð þegar tölvunarfræðingurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ólafur Waage var þar við málningarvinnu fyrir þó nokkrum árum síðan. „Það var einn sem sendi mér skilaboð sem vinnur fyrir hafnir í höfuðborginni, hefur málað þetta nokkrum sinnum og hann vissi aldrei af hverju þetta væri öðruvísi í Hafnarfirði,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Hann tekur fram að fyrst og fremst sé um skemmtilega sögu að ræða, en töluverður tími er liðinn eða yfir 25 ár. Ólafur sagði fyrst frá málinu á vinsælum samfélagsmiðlareikningi sínum „That Nordic Guy“ þar sem hann er með þúsundir fylgjenda á Instagram, TikTok og Youtube. Ekkert slíkt í öðrum höfnum Ólafur er nú búsettur í Noregi og hefur þar öðlast töluverðar vinsældir fyrir hispurslaust grín sitt, þar sem Norðurlöndin eru honum innblástur. Hann er uppalinn í Hafnarfirði þar sem hann var við vinnu í Hafnarfjarðarhöfn eitt örlagaríkt sumar við að mála kantinn í höfninni gulan. „Hér er venjuleg höfn á Íslandi,“ segir Ólafur í myndbandinu sínu. Þar sýnir hann myndir frá nokkrum öðrum íslenskum höfnum þar sem má sjá að kanturinn er ávallt gulur en rafmagnskassarnir gráir líkt og tíðkast um land allt. „Þegar ég var ungur og vitlaus var ég ráðinn af bænum til þess að mála einn kant gulan. Og af því að ég var ungur og vitlaus gerði ég allt sem ég gat til að auðvelda mér vinnuna, eins og að setja málningardolluna á kassann á meðan ég var að mála,“ útskýrir Ólafur. „Eins og þið getið búist við rakst ég í dolluna og hellti gulri málningu yfir allan gráa kassann. Verandi ungur og vitlaus ákvað ég að mála kassann gulan því ég hélt að enginn myndi taka eftir þessu og hér er kassinn í dag. Já, þeir halda áfram að mála hann gulan og það er ekki gert í neinni annarri höfn. Svo er svo langt liðið að þeir vita líklega ekki af hverju þeir mála kassana gula. Þeir gera það bara.“ Grín og gaman Hafnarfjörður Hafnarmál Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Fleiri fréttir Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Sjá meira
„Það var einn sem sendi mér skilaboð sem vinnur fyrir hafnir í höfuðborginni, hefur málað þetta nokkrum sinnum og hann vissi aldrei af hverju þetta væri öðruvísi í Hafnarfirði,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Hann tekur fram að fyrst og fremst sé um skemmtilega sögu að ræða, en töluverður tími er liðinn eða yfir 25 ár. Ólafur sagði fyrst frá málinu á vinsælum samfélagsmiðlareikningi sínum „That Nordic Guy“ þar sem hann er með þúsundir fylgjenda á Instagram, TikTok og Youtube. Ekkert slíkt í öðrum höfnum Ólafur er nú búsettur í Noregi og hefur þar öðlast töluverðar vinsældir fyrir hispurslaust grín sitt, þar sem Norðurlöndin eru honum innblástur. Hann er uppalinn í Hafnarfirði þar sem hann var við vinnu í Hafnarfjarðarhöfn eitt örlagaríkt sumar við að mála kantinn í höfninni gulan. „Hér er venjuleg höfn á Íslandi,“ segir Ólafur í myndbandinu sínu. Þar sýnir hann myndir frá nokkrum öðrum íslenskum höfnum þar sem má sjá að kanturinn er ávallt gulur en rafmagnskassarnir gráir líkt og tíðkast um land allt. „Þegar ég var ungur og vitlaus var ég ráðinn af bænum til þess að mála einn kant gulan. Og af því að ég var ungur og vitlaus gerði ég allt sem ég gat til að auðvelda mér vinnuna, eins og að setja málningardolluna á kassann á meðan ég var að mála,“ útskýrir Ólafur. „Eins og þið getið búist við rakst ég í dolluna og hellti gulri málningu yfir allan gráa kassann. Verandi ungur og vitlaus ákvað ég að mála kassann gulan því ég hélt að enginn myndi taka eftir þessu og hér er kassinn í dag. Já, þeir halda áfram að mála hann gulan og það er ekki gert í neinni annarri höfn. Svo er svo langt liðið að þeir vita líklega ekki af hverju þeir mála kassana gula. Þeir gera það bara.“
Grín og gaman Hafnarfjörður Hafnarmál Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Fleiri fréttir Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“