Ragnheiður Theodórs ein af fimm til PLAIO Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2024 09:41 Nýju starfsmennirnir fimm hjá PLAIO. PLAIO Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið PLAIO hefur ráðið til sín fimm starfsmenn, þvert á allar deildir fyrirtækisins. Markmiðið með ráðningunum er að styðja betur við innleiðingu nýrra viðskiptavina PLAIO, en þeim hefur fjölgað um 200% á undanförnum tólf mánuðum. Sömuleiðis hefur ný deild verið sett á laggirnar sem snýr að fagþjónustu (Professional Services) og styður við samþættingu á tækni viðskiptavina og PLAIO hugbúnaðarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá PLAIO. Ragnheiður Theodórsdóttir gegnir stöðu sérfræðings í viðskiptaþróun. Hún er með B.A. gráðu í Alþjóðaviðskiptum frá Syddansk Universitet í Danmörku. Undanfarin ár hefur hún búið og starfað í Danmörku, Bretlandi og Rússlandi. Ragnheiður starfaði áður sem viðskiptaþróunarstjóri hjá The Reykjavík EDITION og markaðsstjóri RIFF, auk þess hefur hún rekið eigið fyrirtæki í markaðsþjónustu fyrirtækja. Hún er sögð koma dýrmæta reynslu af alþjóðamarkaðnum í viðskiptaþróunarteymi PLAIO. Júlíus Ingi Guðmundsson er sérfræðingur í líkanagerð og aðgerðargreiningu. Hann er með B.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Júlíus starfaði áður hjá Controlant við að greina og besta ferla, en þar áður var hann gagnasérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu. Hann mun sjá um að beita hagnýtum reikniritum til að minnka sóun og stuðla að betri ákvarðanatöku fyrir viðskiptavini PLAIO. Viljar Rúnarsson er sérfræðingur í samþættingu. Hann er með M.Sc. í Rafmagnsverkfræði frá Aalto University í Finnlandi og B.Sc. í Rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands. Viljar starfaði áður hjá AGR þar sem hann leiddi hugbúnaðarhönnun fyrir samþættingar ásamt því að koma að ráðgjöf í sölu, innleiðingu og stafrænum innviðum. Hann mun koma til með að þróa og hanna tengimöguleika og viðmót PLAIO kerfisins. Þórdís Pétursdóttir er bakendaforritari. Hún er með BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. Síðan þá hefur hún starfað hjá bæði Stokki og Controlant, þar sem hún hefur sérhæft sig í þróun veflausna með megináherslu á bakendakerfi og DevOps. Hún mun starfa við þróun bakendakerfa með það að markmiði að stuðla að aukinni skilvirkni og öryggi. Pálmi Pétursson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri fagþjónustu. Hann er með M.Sc. gráðu í verkfræði DTU í Danmörku. Hann hefur starfað síðustu 25 ár hjá AGR við þróun og ráðgjöf viðskiptalausna í innkaupa og birgðastýringu fyrir framleiðslu, lyfjaiðnað, heildsölu og smásölu. Pálmi hefur síðustu ár leitt ráðgjafateymi félagsins frá skrifstofu félagsins í Kaupmannahöfn og gegnt lykilhlutverki í vexti fyrirtækisins á Norðurlöndunum. „PLAIO er í kröftugum vexti þessa dagana og við sjáum eftirspurn og þörf á markaðnum skila sér í nýjum viðskiptavinum. Við erum gríðarlega ánægð með þessar ráðningar, þetta er allt fólk með mikla reynslu og þekkingu sem mun styðja við þennan vöxt,“ segir Jóhann Guðbjargarson, stofnandi og framkvæmdastjóri PLAIO. „PLAIO þróar byltingarkenndan hugbúnað fyrir framleiðslustýringu og áætlanagerð lyfjafyrirtækja, sem stuðlar að hagræðingu í rekstri og bættri nýtingu aðfanga. Hugbúnaðurinn býður upp á notendavæna framsetningu gagna og upplýsinga, gefur aukna yfirsýn í samanburði við eldri kerfi, og nýtir m.a. gervigreind til að bæta ákvarðanatöku.“ Vistaskipti Lyf Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Sömuleiðis hefur ný deild verið sett á laggirnar sem snýr að fagþjónustu (Professional Services) og styður við samþættingu á tækni viðskiptavina og PLAIO hugbúnaðarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá PLAIO. Ragnheiður Theodórsdóttir gegnir stöðu sérfræðings í viðskiptaþróun. Hún er með B.A. gráðu í Alþjóðaviðskiptum frá Syddansk Universitet í Danmörku. Undanfarin ár hefur hún búið og starfað í Danmörku, Bretlandi og Rússlandi. Ragnheiður starfaði áður sem viðskiptaþróunarstjóri hjá The Reykjavík EDITION og markaðsstjóri RIFF, auk þess hefur hún rekið eigið fyrirtæki í markaðsþjónustu fyrirtækja. Hún er sögð koma dýrmæta reynslu af alþjóðamarkaðnum í viðskiptaþróunarteymi PLAIO. Júlíus Ingi Guðmundsson er sérfræðingur í líkanagerð og aðgerðargreiningu. Hann er með B.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Júlíus starfaði áður hjá Controlant við að greina og besta ferla, en þar áður var hann gagnasérfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu. Hann mun sjá um að beita hagnýtum reikniritum til að minnka sóun og stuðla að betri ákvarðanatöku fyrir viðskiptavini PLAIO. Viljar Rúnarsson er sérfræðingur í samþættingu. Hann er með M.Sc. í Rafmagnsverkfræði frá Aalto University í Finnlandi og B.Sc. í Rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands. Viljar starfaði áður hjá AGR þar sem hann leiddi hugbúnaðarhönnun fyrir samþættingar ásamt því að koma að ráðgjöf í sölu, innleiðingu og stafrænum innviðum. Hann mun koma til með að þróa og hanna tengimöguleika og viðmót PLAIO kerfisins. Þórdís Pétursdóttir er bakendaforritari. Hún er með BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. Síðan þá hefur hún starfað hjá bæði Stokki og Controlant, þar sem hún hefur sérhæft sig í þróun veflausna með megináherslu á bakendakerfi og DevOps. Hún mun starfa við þróun bakendakerfa með það að markmiði að stuðla að aukinni skilvirkni og öryggi. Pálmi Pétursson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri fagþjónustu. Hann er með M.Sc. gráðu í verkfræði DTU í Danmörku. Hann hefur starfað síðustu 25 ár hjá AGR við þróun og ráðgjöf viðskiptalausna í innkaupa og birgðastýringu fyrir framleiðslu, lyfjaiðnað, heildsölu og smásölu. Pálmi hefur síðustu ár leitt ráðgjafateymi félagsins frá skrifstofu félagsins í Kaupmannahöfn og gegnt lykilhlutverki í vexti fyrirtækisins á Norðurlöndunum. „PLAIO er í kröftugum vexti þessa dagana og við sjáum eftirspurn og þörf á markaðnum skila sér í nýjum viðskiptavinum. Við erum gríðarlega ánægð með þessar ráðningar, þetta er allt fólk með mikla reynslu og þekkingu sem mun styðja við þennan vöxt,“ segir Jóhann Guðbjargarson, stofnandi og framkvæmdastjóri PLAIO. „PLAIO þróar byltingarkenndan hugbúnað fyrir framleiðslustýringu og áætlanagerð lyfjafyrirtækja, sem stuðlar að hagræðingu í rekstri og bættri nýtingu aðfanga. Hugbúnaðurinn býður upp á notendavæna framsetningu gagna og upplýsinga, gefur aukna yfirsýn í samanburði við eldri kerfi, og nýtir m.a. gervigreind til að bæta ákvarðanatöku.“
Vistaskipti Lyf Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira