Flugfreyjan frestaði íbúðakaupum og fórnaði sparnaðinum í flugnám Kristján Már Unnarsson skrifar 30. september 2024 22:11 Telma Rut Frímannsdóttir er núna flugmaður á Boeing 747-risaþotum Air Atlanta. Úr einkasafni Hún var orðin flugfreyja, sá svo að hún gæti allt eins orðið flugmaður og fórnaði húsnæðissparnaðinum í flugnám. Núna stýrir hún stærstu þotum íslenska flugflotans. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá kafla úr þættinum Flugþjóðin þar sem Stöðvar 2-menn slógust í för með áhöfn júmbó-þotu Air Atlanta í fraktflugi um Afríku. Boeing 747-þota Air Atlanta að renna í hlað á flugvellinum í Nairobi í Kenýa.Egill Aðalsteinsson Afríkuflug Atlanta er orðið verulega umfangsmikið. Þetta eru átján ferðir á viku, nærri þrjár á dag, sem flugfélagið fer með stútfulla risaþotu af blómum frá Afríku til Evrópu. Í þessu flugi var þó byrjað á að flytja eitthundrað tonn af lyfjum frá Liege í Belgíu til Jóhannesarborgar í Suður-Afríku. Í flugstjórnarklefa Boeing 747-400, TF-AMI, í 35 þúsund feta hæð yfir Afríku, sjáum við Telmu Rut Frímannsdóttur setjast í flugstjórasætið. Telma starfaði sem flugfreyja hjá Wow air.Úr einkasafni „Ég sótti um sem flugfreyja hjá Wow air, fékk þá vinnu og byrjaði í desember 2017. Eftir svona mánuð þá bara áttaði ég mig á því að ég gæti flogið flugvél sjálf, var þarna í fimm mánuði og skráði mig svo í flugnám. Og hér er ég,“ segir Telma. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Telma Rut var í stöðu afleysingaflugmanns með takmörkuð réttindi sem þriðji flugmaður um borð ásamt Róberti Kristmundssyni yfirflugstjóra Air Atlanta og Þorsteini Steindórssyni. Staðan kallast „cruise relief“ og er hluti af þjálfunarferli flugmanns. Sjálf hafði hún engan bakgrunn í fluginu þegar hún hóf flugnám. „Það er enginn í kringum mig flugmaður, það er enginn í kringum mig í neinu af fluggeiranum.“ Flugkonan tekur sjálf flugið framan við einshreyfils kennsluflugvél.Úr einkasafni -Þetta var ekki of hátt fjall til að klífa? Þetta er ekki ódýrt nám. „Nei, þetta er ekki ódýrt nám. En ég var bara alveg harðákveðin í að þetta væri fyrir mig og fannst þetta alveg geggjað. Þá var bara að kýla á það.“ -Var ekkert mál að fjármagna flugnámið? „Ég var búin að safna einhverjum peningi, ætlaði að fara að kaupa mér íbúð. Þannig að hann fór bara í flugnámið fyrst,“ svarar Telma og hlær. Telma Rut ein á flugi yfir Borgarfirði.Úr einkasafni Fimm mánuðum eftir að þetta viðtal var tekið var hún búin að afla sér fullgildra réttinda sem flugmaður á Boeing 747. Í borginni Nairobi sjáum við Telmu annast forskoðun flugvélarinnar meðan hún er fyllt af blómum og kryddjurtum. Blómin eru á leið til Amsterdam þar sem blómaheildsalar kaupa þau á uppboðsmarkaði og dreifa þeim svo áfram víðsvegar um Evrópu. Og flestir halda að þau séu hollensk þegar þau eru í raun frá blómabændum í Kenýa. Atlanta-þotan að lenda á flugvellinum í Nairobi.Egill Aðalsteinsson Sjötti þáttur Flugþjóðarinnar næstkomandi mánudagskvöld 7. október nefnist Fólkið í fluginu. Þá hittum við fjölda núverandi og fyrrverandi starfsmanna úr fluggeiranum, rýnum í flugáhugann á Íslandi, spyrjum hversvegna Íslendingar urðu flugþjóð og heyrum mergjaðar flugsögur. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér má sjá kynningarstiklu fyrir þáttaröðina: Flugþjóðin Air Atlanta Boeing Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni Flugfélagið Air Atlanta er að kveðja Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél eftir 31 ár í rekstri. Síðasta farþegaflug Atlanta á júmbó-þotunni verður sérstakt kveðjuflug til Norður-Afríku um næstu helgi með starfsmenn félagsins. 29. september 2024 21:21 Þoturnar sem flytja Íslendinga yfir Atlantshafið næstu áratugi Flugvélakaup eru jafnan einhverjar stærstu ákvarðanir flugfélaga. Kaup Icelandair á allt að 25 Airbus-þotum gætu verið stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. 29. september 2024 07:37 Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. 26. september 2024 17:17 Forréttindi fyrir fámenna þjóð að hafa jafn öflugar flugsamgöngur Uppbygging Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar hefur fært Íslendingum mikla hagsæld og lífsgæði og eru brottfarir í flugi frá Íslandi til Norður-Ameríku núna fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum til samans. 23. september 2024 21:45 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá kafla úr þættinum Flugþjóðin þar sem Stöðvar 2-menn slógust í för með áhöfn júmbó-þotu Air Atlanta í fraktflugi um Afríku. Boeing 747-þota Air Atlanta að renna í hlað á flugvellinum í Nairobi í Kenýa.Egill Aðalsteinsson Afríkuflug Atlanta er orðið verulega umfangsmikið. Þetta eru átján ferðir á viku, nærri þrjár á dag, sem flugfélagið fer með stútfulla risaþotu af blómum frá Afríku til Evrópu. Í þessu flugi var þó byrjað á að flytja eitthundrað tonn af lyfjum frá Liege í Belgíu til Jóhannesarborgar í Suður-Afríku. Í flugstjórnarklefa Boeing 747-400, TF-AMI, í 35 þúsund feta hæð yfir Afríku, sjáum við Telmu Rut Frímannsdóttur setjast í flugstjórasætið. Telma starfaði sem flugfreyja hjá Wow air.Úr einkasafni „Ég sótti um sem flugfreyja hjá Wow air, fékk þá vinnu og byrjaði í desember 2017. Eftir svona mánuð þá bara áttaði ég mig á því að ég gæti flogið flugvél sjálf, var þarna í fimm mánuði og skráði mig svo í flugnám. Og hér er ég,“ segir Telma. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Telma Rut var í stöðu afleysingaflugmanns með takmörkuð réttindi sem þriðji flugmaður um borð ásamt Róberti Kristmundssyni yfirflugstjóra Air Atlanta og Þorsteini Steindórssyni. Staðan kallast „cruise relief“ og er hluti af þjálfunarferli flugmanns. Sjálf hafði hún engan bakgrunn í fluginu þegar hún hóf flugnám. „Það er enginn í kringum mig flugmaður, það er enginn í kringum mig í neinu af fluggeiranum.“ Flugkonan tekur sjálf flugið framan við einshreyfils kennsluflugvél.Úr einkasafni -Þetta var ekki of hátt fjall til að klífa? Þetta er ekki ódýrt nám. „Nei, þetta er ekki ódýrt nám. En ég var bara alveg harðákveðin í að þetta væri fyrir mig og fannst þetta alveg geggjað. Þá var bara að kýla á það.“ -Var ekkert mál að fjármagna flugnámið? „Ég var búin að safna einhverjum peningi, ætlaði að fara að kaupa mér íbúð. Þannig að hann fór bara í flugnámið fyrst,“ svarar Telma og hlær. Telma Rut ein á flugi yfir Borgarfirði.Úr einkasafni Fimm mánuðum eftir að þetta viðtal var tekið var hún búin að afla sér fullgildra réttinda sem flugmaður á Boeing 747. Í borginni Nairobi sjáum við Telmu annast forskoðun flugvélarinnar meðan hún er fyllt af blómum og kryddjurtum. Blómin eru á leið til Amsterdam þar sem blómaheildsalar kaupa þau á uppboðsmarkaði og dreifa þeim svo áfram víðsvegar um Evrópu. Og flestir halda að þau séu hollensk þegar þau eru í raun frá blómabændum í Kenýa. Atlanta-þotan að lenda á flugvellinum í Nairobi.Egill Aðalsteinsson Sjötti þáttur Flugþjóðarinnar næstkomandi mánudagskvöld 7. október nefnist Fólkið í fluginu. Þá hittum við fjölda núverandi og fyrrverandi starfsmanna úr fluggeiranum, rýnum í flugáhugann á Íslandi, spyrjum hversvegna Íslendingar urðu flugþjóð og heyrum mergjaðar flugsögur. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvar og hvenær sem er. Hér má sjá kynningarstiklu fyrir þáttaröðina:
Flugþjóðin Air Atlanta Boeing Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni Flugfélagið Air Atlanta er að kveðja Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél eftir 31 ár í rekstri. Síðasta farþegaflug Atlanta á júmbó-þotunni verður sérstakt kveðjuflug til Norður-Afríku um næstu helgi með starfsmenn félagsins. 29. september 2024 21:21 Þoturnar sem flytja Íslendinga yfir Atlantshafið næstu áratugi Flugvélakaup eru jafnan einhverjar stærstu ákvarðanir flugfélaga. Kaup Icelandair á allt að 25 Airbus-þotum gætu verið stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. 29. september 2024 07:37 Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. 26. september 2024 17:17 Forréttindi fyrir fámenna þjóð að hafa jafn öflugar flugsamgöngur Uppbygging Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar hefur fært Íslendingum mikla hagsæld og lífsgæði og eru brottfarir í flugi frá Íslandi til Norður-Ameríku núna fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum til samans. 23. september 2024 21:45 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Sjá meira
Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni Flugfélagið Air Atlanta er að kveðja Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél eftir 31 ár í rekstri. Síðasta farþegaflug Atlanta á júmbó-þotunni verður sérstakt kveðjuflug til Norður-Afríku um næstu helgi með starfsmenn félagsins. 29. september 2024 21:21
Þoturnar sem flytja Íslendinga yfir Atlantshafið næstu áratugi Flugvélakaup eru jafnan einhverjar stærstu ákvarðanir flugfélaga. Kaup Icelandair á allt að 25 Airbus-þotum gætu verið stærsti viðskiptasamningur í sögu Íslendinga. 29. september 2024 07:37
Óvíða sem flugstarfsemi er jafn stór þáttur í efnahagslífi þjóðar Hjá íslenskum flugfélögum starfa núna um eittþúsund flugmenn og um tvöþúsund flugfreyjur og flugþjónar. Störfin sem tengjast flugrekstri Íslendinga eru þó margfalt fleiri. 26. september 2024 17:17
Forréttindi fyrir fámenna þjóð að hafa jafn öflugar flugsamgöngur Uppbygging Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar hefur fært Íslendingum mikla hagsæld og lífsgæði og eru brottfarir í flugi frá Íslandi til Norður-Ameríku núna fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum til samans. 23. september 2024 21:45
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent